Tuesday, April 18, 2017

Hindranir

skert hreyfigeta
verkir
bugun vegna vinnu
stíf heimilisþrifadagskrá
spenna í samskiptum
stöðug gagnrýni á hegðun mína
lítið úthald
viðkvæm
orkuleysi

Sunday, April 16, 2017

fullkominn gigtarmánuður

Hvaða áhrif hefði það ef ég tæki öll góðu ráðin sem ég hef sankað að mér í gegnum tíðina og gerði ekkert nema það í heilan mánuð. Bara góð ráð, ég færi alveg eftir bókinni.

Góð og gagnleg ráð:

Drekka sóríasteið
Fara í infrarauðu sánu
Hreyfa mig
Jóga
Teygjuæfingar
Reykjalundsæfingar
Drekka vatn
Enginn sykur-hveiti-ger
Borða whole30
sofa vel
hugleiða
rúlla
magatækið
engiferseyði
hveitigras
mikið af grænmeti
og ávöxtum
taka vítamín og gerla
fara snemma að sofa
hlusta á tónlist
krem
fara í sund
fara í fjallgöngur
nota nuddbolta sem og litlu nuddrúlluna
gera Drífuæfingar
hafa fætur upp í loft
teygja úr mér á morgnana.
nota magnesíum sprayið
vöðvaolíuna
vöðvagaldursolíuna
nota kælisprey
nota skinboss
fara í sóraljós
epsomsaltbað
þurrburstun
þolinmæði
þrautseigja
leiðast
slökun

Monday, October 10, 2016

Ég er fáviti

Síðast þegar ég hljóp, þá hljóp ég í 1 fokking mínútu og vaknaði tognuð á ökkla og gat með naumindum stundað vinnu dagana á eftir.

Núna hljóp í 3 mínútur af því
ég er auðvitað ekki með gigt
og get auðveldlega hlaupið í þrjár mínútur án þess að súpa seyðið af því.

þú veist, allt í lagi

það er ekki í lagi með mig.

Ég bíð spennt eftir morgundeginum.

Wednesday, October 5, 2016

Ömurlegur dagur en samt góður

Fór í ræktina í dag, fór í gufu í gær.
Mér gengur mjög vel að fara í gufu og rækt.

Ég væri til í að finna dagatal sem ég gæti sett á bloggið og merkt þar inn rækt og gufu til að fá betri yfirsýn.

Borðaði mjög, mjög illa í dag.Ég nenni ekki einu sinni að fara á matarbömmer.

Ég þarf bara að komast í gegnum fyrstu vikuna, skipta um farveg. Fara upp úr nammifarveginum og hoppa á grænmetisvagninn. Líkt og ég var alltaf á fyrir utan síðustu 1 og hálft ár

Tuesday, October 4, 2016

Gigtarkíló

Nýr skápur.
Það tók ekki nema þrjá daga að fara niður um skápanúmer.
Ég verð að segja að ég er nokkuð ánægð með mig og finnst þetta alveg dúndur leið til að halda mér við efnið.
Það er nefnilega meira en að segja það þegar kílóin sem þurfa að fjúka eru 10plús og kona er búin að venja sig á að kók og prinspóló til að lifa daginn af. Þá eru 300 grömm einungis dropi í hafið og lítil ástæða til að fagna því þyngdartapi.
En 500 grömmin sem þurfti að yfirgefa partýið til að fá að fara niður um skápanúmer var vel fagnað og ég var hrikalega sátt við þyngdartapið sem og sjálfan mig.

Stóð samt sjálfan mig að því að fara á smá bömmer í morgun því á  sama tíma og ég náði markmiðinu mínu þá um leið byrjaði nýtt markmið og það eru heldur fleiri grömm sem þurfa að fara  til að ég geti skipt um skáp eða 700 grömm og í eitt augnablik í morgun þá fannst mér það hrikalega mikið og óyfirstíganlegt. EN EN EN EN EN EN EN

þegar ég fór í gufuna í dag og skipti um skáp þá varð ég bara kát og glöð. Það verður gaman að vera í skáp nr. 26 í nokkra daga og hann hjálpar mér því ég vil ekki fara í skáp nr. 27 og við hliðina á honum er svo skápur nr. 25 sem ég stefni næst á.

Next upp:
700 grömm


Sunday, October 2, 2016

Hvatningarkerfi

Ég er komin með stórkostlegt hvatningarkerfi í baráttunni við aukakílóin. Ég hugsa að það sé langbesta kerfið sem ég hef komið mér upp. Yfirleitt hef ég haft bak við eyrað að þegar þessu og hinu markmiði sé náð megi ég gera/kaupa mér eitthvað skemmtilegt. Það hefur lítinn árangur borið hingað til. Nú er ég komin með langtímakerfi fyrir öll 27 kílóin sem ég vil losna við. Langtímakerfi er lykilorðið, hvatningarkerfið mitt nær yfir upphaf og endi, það er mælanlegt og sjónrænt. Kauphvatningarkerfin stranda yfirleitt á að hlutirnir sem eru keyptir standa aldrei í neinu samhengi, hvorki við kílóin sem fjúka né hlutina sem fá að koma inn á heimilið.

Nýja hvatningarkerfið verður viðbót, ég ætla svo sannarlega að verðlauna sjálfan mig með einskins nýtum hlutum eða upplifunum fyrir hvert það kíló sem ég næ að henda út á hafsauga.

Í búningsklefanum mínum eru einungis 27 skápar. Þeir eru allir númeraðir með stórum tölumstöfum. Í nokkurn tíma hef ég farið í skáp nr. 27, fór aðeins í skáp nr. 26 en svo aftur í skáp nr. 27. Þegar eitt kíló er að fullu farið, má ég færa um skáp, annað kíló fer þá er það skápur nr. 25. Nýtt kíló sem hverfur, nýr skápur og ég færist um stað í  herberginu.

Allt þetta ár hef ég ekki fundið fyrir neinum spenningi né eldmóði þegar kemur að þyngdartapi en nú eftir að nýja hvatningarkerfið er komið í notkun þá eru markmiðin orðin svo viðráðanleg og skemmtileg að ná. Ég er til að mynda á byrjunarreit og hvernig í ósköpunum á að vera hægt að sjá fram á að missa 27 kíló. Það er ekki hægt, kona missir móðinn áður en hún leggur af stað.EN EN EN EN

í nýja kerfinu þá þarf ég einungis að missa 500 grömm til að mega fara í nýjan skáp. 500 grömm er ekki neitt. Það er hægt að ná þeim á nokkrum dögum ef vel er haldið á spöðunum. 500 grömm er viðráðanlegt og ég hlakka svo til að ná skáp nr. 26

Thursday, September 29, 2016

ræktin á nýjan leik

skíðavél:1 mínúta
hlaupabretti: þrjár mínútur, þar af ein mínúta hlaupandi.
hjól: 1 mínúta

matarræði í hassi

Wednesday, February 17, 2016

Gigtveik í megrun

Greek Yogurt Panna Cotta with Blueberry Sauce: Berry and Turmeric Smoothie. Turmeric is a potent anti-inflammatory, the berries contribute perfectly to the taste of this light post-workout smoothie! #smoothie #postworkout:                                                           

Helsta vandinn við að matbúa fyrir gigtveika er að úthaldið er oftast nær mjög lítið. Ég get hvorki staðið lengi né skorið mikið og ef ég eyði miklum tíma í matargerð þá á ég ekkert afgangs til að takast á við lífið. Það er gífurlega mikilvægt fyrir mig að finna uppskriftir og leiðir sem eru auðveldar og taka lítinn tíma.

Tuesday, February 16, 2016

Megrun og gigt

Ég er með ákveðnar hugmyndir um hvernig ég vil skrásetja leiðina til bata en á erfitt með að finna fókus punkt en fyrst og fremst er ég feimin. Ég er ekki alveg viss um að ég treysti mér í að setja gigtarbaráttuna á netið en á sama tíma er sjúk að fá 1000 fylgjendur og allan þann pakka. Það væri auðvitað mjög gaman að ná að setja saman blogg sem myndi gagnast öðrum gigtarsjúklingum.


Ég kynntist konu sem nær að halda sjúkdómi sínum niðri með mataræði sínu og það hefur fyllt mig von um að það sé hægt að vinna fullkomnlega bug á sóragigtinni. .

Tuesday, February 9, 2016

Bolluárangur

Ég ætlaði á bollubömmer EN uppgötvaði að þrátt fyrir óhóflegt bolluát þá hef ég ekki borðað nammi í þrjá heila daga🎉🎉🎉

Monday, February 8, 2016

Erfið samskipti

Ég á í ákveðnum samskiptum sem valda mér streitu, kvíða og vanlíðan. Ég hef dílað við þau með að borða of mikið og of óhollt. Mér finnst ofátið vera þessum samskiptum að kenna og ég held að ef ég þyrfti ekki að eiga í þeim þá myndi mér líða betur.

En, það er ekki í boði og það er líka skrítið að ætla að varpa allri ábyrgðinni á minni hegðun yfir á hvernig aðrir eru að haga sér.

En það breytir því ekki að samskiptin halda áfram að valda mér streitu, kvíða og vanlíðan og ég er uppiskroppa með leiðir til að díla við það. EN ég verða að halda áfram að reyna að finna út úr þessu. En ég væri til í að fá nokkra daga þar sem ég ætti eingöngu í ánægjulegum samskiptum:)

Sunday, February 7, 2016

Matur fyrir megrun

Fyrst og fremst borða ég of mikið sælgæti. Sælgæti er minn helsti akkerishæll. Ég er ekki mikið matargat, ég væri til í að taka bara töflur og borða tvisvar sinnum í viku. Eins gaman og mér finnst að skoða uppskriftir og horfa á fallegar matarmyndir þá fylgir sú gleði mér ekki inn í matargerðina. Úthaldsleysi hefur mikið að segja, ég á mjög erfitt með að elda. Fætur og hendur eru lengi að jafna sig og útheimtir mikla orku að stússast í mat. Það þarf að kaupa í matinn, elda hann og taka til eftir sig. Fyrir gigtveikan líkama þá get ég eitt, hugsanlegt tvennt en sjaldan allt þrennt. Matseld er mér því verulega erfið. 

Asian Sesame Cucumber Salad
Sesam-salat
Ég er búin að semí kaupa inn fyrir þrjá rétti sem ég plana að taka með mér í vinnuna og borða í dag. Ég hata að setja inn myndir á blogger, þær koma aldrei út eins og kona vill. Þær verða því miður að vera bara hér út um allt. En réttirnir þrír eru sesamsalat, grænmetissushí og sætkartöfluréttur frá ljúfmeti.com. Ég fór með þann rétt í vinnuna og varð ekki meint af. Banana-chia-hafragrautur í fyrramálið, smoothie og salat, svo sána í fyrramálið og þetta mun ganga vel hjá mér. positvie thoughts:)

   


Grænmetis-sushí

Saturday, February 6, 2016

Infrarauð sauna - Grandspa Reykjavík

Ég keypti mér á föstudaginn, 10 tíma kort í infrarauð sánu hjá þeim í Grandsp Reykjavík. Infrarauð-sauna á að vera sérstaklega góð fyrir gigtarsjúklinga.  Ég ber nokkrar vonir í brjósti að sánan geti náð að vinna á bandavefsvandanum sem ég glími við. 

Ég var allan síðasta vetur hjá besta sjúkraþjálfara í heimi en þrátt fyrir mikla og góða vinnu þá náði ég fótunum ekki góðum. Í stuttu máli sagt þá glími ég við eftirköst gigtarverkja. Samkvæmt sjúkraþjálfaranum þá stífnar bandvefur oft upp í kjölfar langvarandi verkja og veldur verkjum. Ég er til að mynda ætíð með leiðinda verki rétt fyrir ofan ökkla og neðan kálfa. Það eru engin liðamót þar en þetta svæði hefur reynst mér verst síðustu ár.

Infrarauð sána á að vera góð til að mýkja upp bandvef og mjúkvefina. 
Infrarauðir ljósgeislar fara inn í líkama okkar um 4.5 cm þægilega og örugglega, sem þýðir að innstu vefir og líffæri verða örvuð, sem svo gerir það að verkum að maður svitnar mun meira en maður gerir í hefðbundinni saunu.
Meðferð í infrarauðri saunu útvíkkar blóðæðarnar og eykur blóðrásina, leysir upp spennuna og sér til þess að sveigjanleiki sé í vöðvum. Á sama tíma róast líkaminn niður.
Meðferð með hreinu infrarauðu hitabylgjunum hafa einnig gefið jákvæðar niðurstöður á spóríasis og brunaskaða, með því að opna svitaholurnar fjarlægjum við sködduð efni og dauðar húðfrumur á fljótlegan hátt og flýtum fyrir endurnýjun, sem gefur frískari og mýkri húð.
Maður finnur fyrir vellíðan í infrarauðri saunu, upplifir afslappandi og afstressandi áhrif sem einnig bæta ónæmiskerfi. Þegar hiti eða flensa gerir vart við sig getur notkun á infrarauðri saunu haft jákvæð áhrif. 

 Ég fór og það var gott en það hefði verið enn betra ef ég hefði getað farið í nudd áður. Það vantaði herslumuninn á að losa nógu mikið um. EN EN EN EN EN það var ágætt að fara og sánuferðin markaði upphaf skorpu #33.


 Ég ákvað að hafa bæði bestu myndina og eina af þeim verstu. Það voru fleiri vondar en góðar.

Einu sinni leit ég svona út

 gat bæði hreyft mig og hlegið. Staðan er ögn önnur núna Ég sé fyrir mér að borða mjög létt um helgar. Helgarnar get ég en málin vandast þegar kemur að vinnunni. Ég er mjög þreytt eftir hana og treð í mig óhollustunni eftir hana. Ég stefni á að nesta mig þessa vikuna og er búin að finna eitt og annað sem gagnast mér. Ég verð að muna að ég hef getað áður lifað án þess að borða óhollt og það er mitt að finna leið til að gera það aftur.

Friday, February 5, 2016

Skorpa #33

Djöfull er júróvísíon lélegt, ég elska það samt. Lagavalið er samt alltaf svo glatað!!! Skemmtilegasta lagið er hennar Gretu en ég er einnig skotin í hljómsveitinni Evu.

Ég veit ekki hvernig ég á að byrja, annars vegar langar mig til að halda dagbók til að komast yfir síðasta hjallann (og sú dagbók á að vera full af fallegum myndum sem sýna hvernig ég massa þetta) en hins vegar vil ég bara fá útrás fyrir gremju og vorkenna sjálfri mér.

Ergo: síðasti hjallinn er mér drulluerfiður og ég næ hvorki að grenna mig né ná mér nógu góðri af helvítis gigtinni.

Eitt sem er mikilvægt er að blogga samdægurs, það fennir fljótt í sporin og það er mikilvægt að skrá niður markmiðin og gleðin og væntingar sem fylgja því að setja markið á betra líf. Það er leiðinlegara að segja frá því að kona hafi sett sér markmið og ekki enst í fimm mínútur, risssaaa stórt dææææssss.

Í fyrsta sinn blogg ég og er nokk sama þó að enginn lesi. Mér hefur fundist mikilvægt að komast í kynni við aðra sem glíma við gigt og fylgifiska hennar en núna þarf ég bara að komast á annað stað í lífinu, ná betri heilsu og finna leiðir til að halda mér við efnið.

Wednesday, February 3, 2016

Ekki í stuði

Oft þegar ég hef nýtt "átak" þá er ég í stuði, MIKLU STUÐI. Hlakka til að takast á við nýjar áskoranir og finna leiðir til að tækla gigtarlífið. Ég er skorpukona og mér er það lífsnauðsynlegt að fara reglulega í "átak", þ.e. taka nokkrar vikur þar sem ég einbeiti mér að matarræði, hreyfingu og vellíðan.

Ég hef bara hvorki fundið nennuna né stuðið!!!

Nú þýðir samt ekki lengur að bíða, ég þarf að byrja þó að ég sé ekki í nokkru einasta stuði til þess.

Sunday, March 15, 2015

Morgnarnir eru verstir nema þegar kvöldin eru verst. 
Ég þoli ekki lengur við, ég á erfitt með að finna leið til að höndla sársaukann. Oftast nær get ég bægt sársaukanum frá mér yfir daginn. Hann er þarna en ég er orðin það ´góð´að ég get sett hann til hliðar, næ að einbeita mér að öðru, gera aðra hluti. Það er engin undankomuleið á kvöldin, það er eins og sársaukinn bíði færis og stekkur fram á leiksviðið af fullum krafti. Bamm, bamm, búmm, bamm. Ég reyni að hugsa kvalirnir í burtu, ég reyni að leiða hugann frá þeim, teygja á aumum liðum, anda mig í gegnum sársaukann. Baráttuþrekið minnkar við hvert skipti og ég finn hvernig ég missi vitið smátt og smátt við hverja sársaukabylgju, ég get ekki meira.

Endalausir tilraunir til þess að ná bata, hver tilraun hjálpar til að halda í vonarglætu um að einn daginn endurheimti ég líkamann úr helju. Þrátt fyrir að engin tilraun hafi borið árangur, ég er ekki jafn vongóð í upphafi nýrra tilraunar líkt og ég var fyrir tíu árum. Skipsbrot hverrar tilraunar tekur sinn skerf af voninni og tíu löngum árum seinna er vonarpokinn orðinn lítill. Í stað vonar er kvíði og vonleysi í upphafi. Kvíði og vonleysi og yfirgengileg afbrýðissemi út í alla sem vakna á morgnan án sársauka, sem sofna á kvöldin án verkja, sem án umhugsunar geta gengið í búðina.

Efsasemdirnar láta á sér kræla um leið og ég vakna, ég ætti nú ekki að standa í þessu, hvers vegna ekki bara að byrja á morgun, það verður svo mikið af kökum. Kökum sem þú ert búin að fá þér milljón sinnum áður, kökur sem þú hefur ekki nokkra einustu stjórn á þér þegar þú byrjar að borða. Langar þig til að fara í tvö afmæli í dag og missa algera stjórn á þér, aftur og aftur og aftur. Einu sinni enn, fá skömmustutilfinninguna yfir þig alla. Spyrja þig síðan í lok dags, af hverju ekki í dag?

Saturday, March 14, 2015

Ég er öfundsjúk út í fólk sem getur hreyft sig. Ég verð reið og finnst þau eiga það ekki skilið. Að hreyfingunni sé sóað á þetta fólk sem kann ekki að meta það og nennir ekki að hreyfa sig, ganga, taka til.

Samfélagið vill trúa því að það sé svo þroskandi að takast á við veikindi. Sannleikurinn er sá, allavegana í mínu tilviki, að kona verður bitur, reið, öfundsjúk og stöðnuð. Því það er erfitt að afla sér þekkingar þegar heilinn er undirlagður af sársauka og verkjum, það er illómögulegt að leita nýrra reynslu þegar líkaminn skakkalappast þetta áfram.


Ég er svo brjáluð út í allt og alla.

Ég er haldin fíknisjúkdóm

Ég er á flótta

Er ég með tóm

Er ég að reyna að fylla upp í tóm með mat?

Ég er reið, reið út í fjölskyldu mína, reið út í F og reið út í vini mína.

 allt sem ég geri er ómerkilegt og ómikilvægt, allt sem hann gerir er mikilvægt. Allt sem ég geri er mikilvægt, ég er mikilvæg, ég þarf ekki að eyðileggja sjálfan mig til að ljós annarr skíni.

Fyrst og fremst er ég reið út í veikindi, að vera veik, að hafa vera sett til hliðar, að geta ekki lifað eðlilegu lífi.

Fokkins fokkans gigt

ÓTTASLEGIN
HRÆDD
MEDVIRK
VIL EKKI VERA MED VESEN
FINNST ÉG EKKI EIGA RÉTT Á HAMINGJU
ÞARFIR ANNARRA MIKILVÆGARI
EKKI NÓGU GÓÐ
EKKI ÞESS VIRÐI
LJÓT
FEIT
TEK BITA AF MÉR TIL AÐ PEBBA AÐRA UPP
GERI LÍTIÐ ÚR MÉR
ÞORI
E
K
K
I
HRÆDD
ALLTAF HRÆDD
HEIMSK
HAGA MÉR HEIMSKULEGA
KJARLAUS
ÞORI EKKI
AÐRIR
ALLTAF AÐRIR
ALLTAF AÐRIR
ALLTAF AÐ REYNA AÐ HALDA ÖLLUM GÓÐUM
VIL EKKI AÐ AÐRIR ÞURFI AÐ TAKA TILLIT 

Saturday, January 10, 2015

Vinstri GIGTARfótur

Ég átti mjög erfiða nótt. Vinstra lærið lét öllum illum látum og hélt fyrir mér vöku í alla nótt. Það er langt síðan ég hef fengið jafn slæmt verkjakast. Í hvert sinn og eftir því sem líður lengra á milli finnst mér verkjaástandið verða súrelískt. Ég á erfitt að ná utan um allan þann sársauka sem hríslast upp eftir þeim líkamspart hverju sinni. Hvernig stendur á því að óbærirlegir verkir byrja, gerði ég eitthvað vitlaust. Ég skil ekki ennþá hvaða ferli fer af stað í líkamanum og af hverju koma verkirnir, af hverju koma þeir aftur og aftur. Hvers vegna varð vinstri fóturinn svona slæmur akkúrat á þessum tímapunkti? Hvað veldur, hvers vegna er fóturinn í semílagi eina stundina en næstu engist ég um af kvölum?

Ég er saltvond vegna verkjanna í nótt. Ég hélt að grátverkjunum hefði verið úthýst fyrir full og allt. Það reyndist tálsýn ein og er ég lá á mottunni í nótt með rúlluna góðu og reyndi að rúlla verkina burt varð ég reið. 


Sunday, October 12, 2014

Ég er allt í lagi.
Ég er ekki vond manneskja.
Ég er ekki með óhóflegar kröfur.
Ég er ekki að gera neitt rangt.
Ég er í óeðlilegum aðstæðum.
Ég á rétt á að komið sé fram við mig af virðingu.
Ég á rétt á að tjá tilfinningar mínar, jafnvel þó að það sé á hverju kvöldi.
Ég á rétt á að tjá tilfinningar mínar,
Ég á rétt á að tjá tilfinningar mínar.

Saturday, October 11, 2014

Sóragigt

Í ár eru 10 ár síðan ég veiktist. 
10 ár af verkjum. 


Ég man ekki lengur hvernig það er að finna ekki til.  Ég á erfitt að ímynda mér verkjalausar hreyfingar. Á sama tíma man ég eftir mér fimm ára að leika mér í Urðarbrautinni. Ég get rifjað upp hvernig mér leið við leik og störf en minningar um líf án verkja er algerlega þurkkað úr minni mínu. Mér finnst að ég ætti að muna hvernig það var að vakna og fara á fætur án þess að finna til. En ég man það ekki. Ef það rofar til þá stend ég á öndinni, þori ekki að slaka á af ótta við að verkirnir versni aftur. 

Þeir hafa þó lagast,
mjög mikið. 
Ólýsanlega mikið
Þeir blossa bara hundraðfalt upp við áreynslu, hreyfingu, eitthvað. 

Á tímabili var ég svo upptekin af mat og áhrifum hans á gigt að mér byrjaði að líða líkt og að ég væri ekki með sjúkdóm heldur væru verkirnir/hreyfingarleysið sjálfsáskapað. Ég væri of neikvæð, brosti ekki nóg, væri með rangt hugarfar, borðaði ekki réttan mat. Ef ég væri jákvæð og borðaði réttan mat þá yrði ég frísk. 

Í raun og veru afneitaði ég sóragigtinni og tók 100% ábyrgð á vanheilsu minni. Það mikla að ég þegar ég loks skipti um lyf og fór á lyf sem drógu úr virkni sóragigtarinniar þá trúði ég varla að það gæti gerst. Í kollinum hljómuðu fullyrðingar um að veikindin stöfuðu af neikvæðu hugarfari og röngu matarræði. 


Hvernig skal hefja lífið á nýjan leik.

Hvernig á ég að byrja aftur?

Thursday, October 9, 2014

óhjálpleg hegðun:
tilfinningaát-ofát
fara óvarlega með peninga
 

Framundan/markmið:
endurhæfing
grennast
verða frísk
hollur matur

úfffffff og aftur úúfffffff

Það gengur ekkert upp hjá mér þessa dagana. Ég er búin með einn mánuð í endurhæfingu, ég hef ekki náð tökum á mataræðinum og er búin á því. Ég nenni ekki endurhæfingunni, ég hef engan kraft til að sinna bæði endurhæfingu og heimili.

Ég næ ekki að horfa á þann árangur sem ég þó næ.

ég veit ekki hvað ég á að gera núna.
ég veit ekki hvernig ég á að ná að samræma endurhæfingu, mat og heimili. 

Það er engin upphefð né partýlæti við að breyta vondum hefðum. Það er leiðinlegt og erfitt.

Monday, October 6, 2014

Yndisleg helgi að baki með góðum vinkonum.

Mér líður eins og ég hafi komist aðeins nær sjálfri mér.


Monday, September 29, 2014

Fitubollan ég

Ég, 29. september, 2014

95,2 kg
Ég vildi að ég hefði tekist á við áföllin og erfiðleikana öðruvísi. Af veikum mætti reyni ég að áfellast ekki sjálfan mig. Það þýðir víst lítið að fást um orðin hlut. Ég á erfitt með að skilja hvernig þetta gerðist en á sama tíma þá veit ég eiginlega ekki hvernig þetta hefði átt að fara öðruvísi. Þrjátíu kíló af áföllum, erfiðleikum og óhamingju. 


Kvillalisti: sórías, sóragigt, fjölblöðruheilkenni, hækkaður blóðsykur, hækkuð lifragildi, viðvarandi verku hægra megin í kviðarholi, svæsin vöðvabólga, bjúgur,  þrálátt kvef og hálsbólga. Sóragigtin fær sér dálk: Verkir hér og þar um líkamann, meira hægra megin: ökkli, hné, mjöðm, bak, háls, kjálkaliður, olnbolgi, sjalvöðvi, öll höndin, úlniður, fingur. Ég á gífurlega erfitt með allar hreyfingar. Ég get ekki skrifað með blýanti, lítið gengið, engin hlaup, erfitt með setur, erfitt með að standa. Um leið og ég hreyfi mig eitthvað þá fæ ég verki í viðkomandi lið, vöðva, líkamshluta.

Ég finn mikin mun á mér eftir að ég byrjaði á Humira. Það er erfitt að koma honum í orð en ég er að öðlast nýtt líf. Verkirnir eru engan veginn jafn slæmir.
 
ógnvænlegar tölur
háls: 38 cm
hönd: 35 cm
bak: 106 cm
brjóst: 128 cm
brjósthol: 99 cm
mitti: 110 cm
magi: 129 cm
mjaðmir: 124 cm
rass: 116 cm
læri: 67,5 cm
læri: 48 cm

Ég þarf að fara í raftækjabúð, korteri eftir yfirýsinguna miklu og það eina sem ég hugsa um er hvernig ég geti komið því að kaupa kók og prins póló. Ég í alvörunni treysti mér ekki til þess að fara í raftækjabúð því ég er hrædd við að ég standist ekki freistinguna. Ég muni skunda rakleiðis í næstu sjoppu til að kaupa mér kók og prins póló.

Þrátt fyrir að fæturnir á mér eru í miklu verra formi í dag heldur en í gær.

Þrátt fyrir að ökklinn öskri á mig afleiðingar af óhollu matarræði

Áhrif sykurs

Í gær drakk ég græna drykk, þann fyrsta í langan tíma. Í gær var ég óvenju hress, ég borðaði líka óvenju lítið af óhollustu.

Í dag finn ég hvernig verkirnir læðast upp um kálfann og sköflunginn, hvernig ökklinn kvartar og bólgnar út og öll skilningarvitin beina athyglinni að ökklann sem í huganum byrjar að bólgna og bólgna út í takti við sársaukann.


Í dag

er stóra stundin runnin upp


hún hefur oft komið áður, oftar en ég man, oftar en ég vil muna en hún er hér ef ég vil vinna vinnuna, takast á við sykurpúkann, takast á við vanlíðunina, takast á við veikindin, takast á við heilsuleysið, takast á við nauðgunina,losna undan vanlíðuninni, losna undan þráhyggjukenndum hugsunum um mat, losna við samviskubitið, losna við óánægjustimpilinn.

Sunday, September 28, 2014

föst í ofáti

Korteri eftir síðasta sykurbitann, var hugurinn farinn að leita ráða til að nálgast næsta bita. Þrátt fyrir fögur fyrirheit þá lét ég eftir honum.

Hví

Því ég vildi ekki takast á við lífið, sykurlöngunina.
Því ég vildi fá gleði inn í líf mitt.

Hamingjan er  ekki að finna á botni nammipokans

Saturday, September 27, 2014

Risastórt sjálfsvorkunarkast

Þrátt fyrir góðan ásetning þá gengur mér illa að takast á við sykurpúkann. Allt sem aflaga fer í lífinu þessa dagana er bætt upp með vænum sykurskammti. Verst er að samviskubitið og vanlíðan lætur á sér kræla á meðan átinu stendur. Vellíðan sem ég hafði hugsað mér að fá með sykurskammtinum dugar svo grátlega stutt. Hún dugar ekki einu sinni út átið.

Hvað gerðist svo í gær. Í sjálfu sér ekkert nýtt en á hverjum degi gerist eitthvað eða gerist ekki sem verður til þess að ég fæ það út að ég megi fá mér óhóflega mikið af sykri til að bæta mér upp vonbrigðin. 

af hverju ég, af hverju þurti ég að veikjast aftur, af hverju er ég enn veik. 
af hverju ég
af hverju ekki égTuesday, September 23, 2014

Í feluleik við sjálfan mig

Í gegnum tíðina þá hef ég ekki viljað velta mér upp úr hlutunum. Ég vil bara hafa hlutina í lagi og ekki velta vöngum of mikið yfir orðnum hlut. Ég líkt og meginþorri Íslendingar hef viljað láta verkin tala. Framan af þá gekk það vel. Það var engin þörf á að horfa inn á við. Ég þurfti ekki að gera upp fortíðina. Eftir því sem fleiri ár bætast í sarpinn, hrukkunum fjölgar og reynslan eykst. Fjölga þeim stundum sem mitt hyggjuvit ræður ekki við. Viðtók tímabil þar sem ég þurfti að krukka í mér, horfa inn á við, skoða hegðun mína til að ég gæti þroskast, dafnað og tekist á við miserfið verkefni.

Í dag þá er ég komin með svo mikin leið á sjálfskrukki, naflaskoðun og vildi að ég gæti bara dregið strik í sandinn og byrjað upp á nýtt.

35 kg ofát (sem stendur enn yfir), eitt taugaáfall og þunglyndi hafa þó sýnt mér að það er ekki flúið undan sjálfu sér.

Ég gæti reynt að halda áfram á sömu braut líkt og þegar ég var 18 ára en ef ég tækla ekki hlutina þá finnur vanlíðan, eymdin sér annan farveg.

Martröðin sem ég svo snilldarlega pakkaði niður og setti upp á hillu og ætlaði að aldrei aftur að hugsa um lét mig ekki í friði fyrr en kvíðinn var orðinn svo geigvænlegur að ég fór ekki út úr húsi.

Að standa ekki með sjálfum sér, að setja ekki öðru fólki mörk að tapa sjálfstæði sínu, að þora ekki að taka slaginn við ótta af höfnun ruddi sér braut með hömlulausi 35 kg áti. 

Vanmáttartilfinning, vonleysið, örvæntingin sem fylgir löskuðum líkama hverfur ekki þó að ég stingi höfðinu ofan í sandinn. Ég hætti ekkert að vera veik þó að ég hugsi illa um mig. Þó að sjúkdómurinn leggist í dvala þá verð ég aldrei frísk. Ég veiktist, Ég er veik. Ég þarf að sætta mig við það, takast á við tilfinningarnar sem því fylgja.

Tómleikinn sem hefur nagað mig að innan undanfarin ár, hann fer ekkert nema að ég skori hann á hólm.

Þó að ég vildi óska að ég þyrfti ekki að standa í þessu bulli, að ég gæti bara vaknað og haldið áfram með líf mitt eins og ekkert hafi ískorist. Þá get ég það ekki.

ég þurfti að vinda ofan af sjálfsniðurrifinu sem var á fullu gasi í höfðinu á mér
ég þurfti að horfast í augu við martröðin og takast á við afleiðingar hennar.
ég þarf að díla við afleiðingar gigtarinnar á hverjum degi, takast á við hvern dag með verkjuð og með skerta hreyfigetu
ég þarf að komast yfir óttann að vera bara ég
ég þarf að öðlast sjáflstæði mitt aftur, að þora að vera ein og óháð

Monday, September 22, 2014

Lífið

Ég er búin að sveima í kringum tölvuna í allan dag. Ávallt fundið mér annað til dundurs en að skrifa. Það er svo margt búið að dynja á undanfarin tvö ár og mér reynist það erfitt að fara yfir liðin ár. Enn erfiðara er að horfast í augu við daginn í dag. Við ástandið í dag. Við veruleikann í dag. Við lífið í dag. 

Ég er þrjátíu kílóum of þung, ég er enn með martraðir út af nauðguninni, ég er enn hundveik. Mér finnst ég hafa brugðist, klúðrað málunum. Mér finnst að ég hefði ekki átt að missa tökin á átinu, hefði átt að vera betra nauðgunarfórnarlamb og verið betri sjúklingur.

Ég er byrjuð í endurhæfingu og ég finn að ég streitist á móti. Ég á erfitt með að stíga inn í nýtt líf. Ég er búin að vera svo lengi á hliðarlínunni. Skipuleggja líf mitt í kringum aðra að ég hef ekki spurt sjálfan mig í langan tíma hvað ég vil gera og hvernig ég ætla að ná mínum markmiðum. 

Á morgun, á morgun, á morgun er mantran eða þegar að.., þegar að.., þegar.., 

Þær skiptast á

Ég forðaðist að setjast niður því ég vildi ekki horfast í augun við allt saman og kannski sérstaklega það sem fer ekki á alnetið. 

Sunday, September 21, 2014

Allt í steik

Líf mitt er í steik
Allt er í klessu
Ég missti tökin


Síðustu ár hafa verið í klessu, ég hef verið í slökkvistarfi, átt erfitt með að viðurkenna allt.

nauðgun
kvíði
ofsakvíði
heimavinnandi
þunglyndi
hjónbandserfiðleikar
kjarkleysi
ósjálfstæði
ofát
hræðsla við höfnun
barn
aftenging
hliðarsjálf
hliðarveruleiki

Sunday, August 24, 2014

Matarfíkn

Ég er nýbúin að lesa viðtal við konu sem fitnaði eftir barnsburð. Í stað þess að fæðingarkílóinu færu þá bættist bara í með hverju ári. Tveimur árum eftir barnsburð er ég 30 kílóum of þung.

30 kg
Ég skil ekki hvernig ég sem hef aldrei verið í vandræðum með þynginda get verið 30 kg of þung. Ég skil það ekki og ég skil ekki hvernig ég held áfram að vera 30 kg of þung. Eftir fæðingarorlof þá var ég 26 kg of þung. Ári seinna var ég 12 kg of þung. Árið eftir það er ég 30 kílóum of þung

30 kg
Ég er búiin að byrja í aðhaldi aftur og aftur og aftur og aftur síðan ég byrjaði að fitna aftur fyrir ári sínu og það hefur ekkert gengið. Nokkur kíló farið til baka en síðan bætist fleiri við en fóru. 

91.8 kg

Friday, August 22, 2014

og aftur og aftur og aftur...

þangað til að ég verð frísk.

....kl:12:00
...22. ágúst
..eitt augnablik í einu

Wednesday, August 20, 2014

Fyrsta kvöldið

Ég fór í blóðprufu í dag á spítalanum í Fossvogi. Bið var stutt, mér tókst samt sem áður að lesa viðtal við konu með hvorki meira né minna en fimm gigtarsjúkdóma og lifrin farin að kvarta. Hún finnur ekki til í dag.

Ég verð víst að gera eitthvað annað en að drekka kók og borða prins póló.

Sunday, August 10, 2014

Hætt á lyfjum

Frá og með morgundeginum mun ég ekki taka lyf við gigtinni. Loksins var byrjað að rofa til og ég eygði von um betri tíma. Tilhugsunin um að vera lyfjalaus er ógnvekjandi og ég reyni að hugsa ekki um hvað sé framundan.

Blóðprufan á morgun verður að koma vel út.

Í samtali við vinkonu mína í kvöld áttaði ég mig á að frá og með morgundeginum þáverð ég að passa mig á að borða ekki bólgumyndandi mat.

Því læknarnir vilja helst að ég taki ekki nein lyf á meðan lifragildin séu yfir viðmiðunarmörkum.

Ekki gigtarlyf, ekki stera, ekki verkjalyf og ekki bólgueyðandi.Friday, February 21, 2014

Togstreita á milli jurtafæðis og venjulegs fæði

Ég á erfitt með að taka í sátt að ég geti ekki borðað venjulegt fæði. Á okkur dynja skilaboð úr ýmsum áttum um hvað má og hvað ekki og hvað er eðlilegt og hvað ekki. Næringarfræðingar eru harðir á því að fjölbreytt fæði úr ölllum flokkum í hófi sé best fyrir okkur. Ég hef átt í ýmsum samræðum við fólk þar sem það lýsir vantrú sinni á að sleppa hveiti, sykri eða einhverju öðru. Ég hef alltaf verið höll undir þá skoðun. Mér finnst það vera skynsamlegast, þ.e. maður læknar ekki sjúkdóma með að hætta að borða ákveðnar fæðutegundir. Best er að borða í hófi úr öllum fæðuflokkum. 

Þrátt fyrir að finnast fæðuflokkakenningin skynsamlegust þá er ég sífellt að gera tilraunir með matarræði og sleppa hinu og þessu. Fyrir hálfum mánuði eftir mánaðarveikindi þá umbylti ég matarræðinu og drekk nær eingöngu safa og þeytinga. Á nokkrum dögum missti ég 4 kíló, hálsbólgan hvarf og kvefið fauk í buskann. Ekki nóg með það þá fann ég hvernig ég varð léttari með hverjum deginum og gat hreyft mig meira og meira. 

Inni í mér syngur þó lítil vísindakona um skaðsemi þess að drekka bara safa, matarræðið hafi í raun og veru engin áhrif á bata, ég eigi bara að halda mig við venjulegt fæði. Þetta sé rugl og vitleysa, hjávísindi. Þrátt fyrir ótvíræðan árangur þá á ég erfitt með að þagga niður í henni. 

Það er líka þrautinni þyngri að drekka matinn sinn. Meira uppvask, meiri vinna, sífellt að huga að næstu máltíð, fleiri búðarferðir og ávinningurinn ekki í hendi.

Engu að síður þá eyddi ég þremur dásemdardögum í Boston þar sem ég arkaði um stræti og þræddi búðir. Ég var reyndar að niðurlotum komin á þriðja degi en hreyfikvótinn fór fram úr mínu björtustu vonum. Ferðafélagar mínur voru einnig einstaklega tillitssamir, við fórum aldrei af stað fyrr en upp úr hádegi, það var alltaf hvíld í þrjá til fjóra tíma fyrir kvöldmat sem var þá kannski fyrr en níu. Þetta fyrirkomulag hentaði mér fullkomnlega. Saturday, February 1, 2014

plan og mistök

Útbjó hið fínasta matar og æfingarplan í gærkvöldi og í dag átti nýtt líf að hefjast, sem það gerði framan af deginum. En um kvöldmatarleytið þá skrapp ég í búðina og keypti mogm, rótarbjór og stóra smáköku.

Hvað get ég sagt, ekki sólarhringur síðan ég lofaði bót og betrun.

Friday, January 31, 2014

Að ná áttum á nýjan leik

Ég játaði um daginn fyrir umheiminum. Játningin var reyndar ekkert svo mikil játning því ég sagði bara frá veikindum mínum engu að síður var tók ég skref inn í nýjan veruleika. Ég hef í gegnum tíðina reynt að setja veikindi mín, glímuna við sóragigt í aftursætið. Ég vildi ekki verða gigtin og vildi ekki að veikindi myndu heltaka líf mitt. En auðvitað hefur lífið mitt meira og minna snúist um glímuna við gigtarfjandann. 

Líf mitt hefur verið mjög erfitt eftir meðgönguna. Lyfin virkuðu ekki sem skyldi og ég náði litum bata. Sem þýðir ég hef verið undirlögð af verkjum og skertri hreyfigetu síðustu tvö ár. Þökk sé nýjum lyfjum þá sér nú til sólar. 

Á tveimur mánuðum hefur líðan mín stökkbreyst. Fyrir það fyrsta þá er ég ekki jafn kvalin líkt og ég var. Ég get gengið um íbúðina og jafnvel gengið aðeins frá eftir okkur. Ég get þó enn ekki hreyft mig, um leið og ég reyni lítilega á mig, blossa upp verkir og ég hætti að geta hreyft. Ég er marga daga að jafna mig eftir einföld verk. Verk eins og halda á lyklakippu, leika með tuskudýr, fara í stuttan göngutúr, skrifa á tölvu. Það mun að öllum líkindum taka mig viku að jafna mig á að skrifa þessa færslu. 

Síðustu tvö ár hafa verið mér erfið...

Ég gafst upp, ég missti baráttuþrekkið, ég efaðist um þau meðöl sem ég hef beitt gegn gigtinni, ég hætti að taka ábyrgð á sjálfri og fjöslkyldu minni, ég missti trú á sjálfan og ég missti von. Það kemur meira til, hálfu ári eftir að ég átti brotnaði ég niður. Draugar fortíðar öskruðu hátt og ég get ekki lengur flúið þá. Vinur minn nauðgaði mér þegar ég var um tvítugt, dæmigerð vinanauðgun, ekkert líkamlegt ofbeldi. Ég brást við með sama hætti og svo margar á undan mér. Hélt andlitinu og lét sem ekkert hefði ískorist, planið var að hugsa aldrei aftur um þetta og halda áfram með líf mitt. Það var hægara sagt en gert. Uppgjörið við nauðgunina tók mikið af mér. Það dró úr mér allan mátt, allt baráttuþrek, ég átti ekkert afgangs til að berjast gegn gigtinni. Ofan á það bættust síðan hjónabandserfiðleikar. Það er kannski ekkert skrítið að baráttan við gigtina varð afgangsstærð því lítil snúlla var einnig mætt á svæðið sem krafðist orku og athygli frá mér. 

Ég verð að halda áfram...
Gigtin verður ekki hamin með lyfjunum einum saman
Ég get haldið áfram

Wednesday, September 4, 2013

Gigtarlíf

andvarp

Ég er búin að standa mig mjög vel, lifði miklu meinlætalífi í heilar fjórar vikur. Ég fann ekki mikinn mun en eiginmaðurinn fannst ég gera miklu meira heima við. Eiginmaðurinn stakk síðan af í 8 daga og síðan þá hef ég ekki náð alveg nógu góðum tökum á meinlætalíferninu aftur. 

Ég hef þó ekki þyngst né misst mig í vitleysu, 72,7 kg

En og þess vegna andvarpa ég þá þarf ég að halda áfram en ég hef mig ekki af stað aftur

Saturday, July 20, 2013

12 vikur í bata?

Ég las þessa grein um daginn og hef hugsað um hana síðan.

Er þetta hægt?

Þrír mánuðir á breyttu mataræði og hviss bang búmm, engir verkir og engin skert hreyfigeta!


Mér gengur vel, ég hef hægt og rólega tekið ýmislegt aftur út og mér líður betur. Ég hef hins vegar aldrei náð þremur mánuðum án sykurs, hveitis, mjólkurafurðar, dýraafurða líkt og drengurinn í greininni. Nú hugsa ég stanslaust um hvernig væri lífið án þess að finna til. Hvernig væri að vakna og finna ekki til. Hvernig væri að geta gengið án verkja?

Hugurinn er algerlega kominn á flug og ég er farin að leggja drög að 5 kílómetra hlaupi næsta sumar. 5 kílómetrar, ég get ekki gengið í 5 mínútur. Hvað ef það óhugsandi gerðist og ég héldi út í þrjá mánuði svona strangt matarræði. Hvað myndi gerast? Yrði ég 10 kílóum léttari og hlypi út um allt?

“Mommy,” he said, “my knees don’t hurt anymore”

Þessi setning situr í mér. Mér er ekki lengur illt í hnjánum! Verkir og sársauki hafa fylgt mér síðustu níu ár. NÍU ÁR. Ég hef fyrir löngu gleymt því hvernig verkjalaus líkami er, hvernig það er að getað hreyft sig án þess að finna til. Er von? Er þetta hægt?

Ég vil óð prófa jurt.- , glútenlaust, mjólkurafurðafæði í þrjá mánuði og sjá hver árangurinn sé. Vandinn er að mér tekst aldrei að halda neitt út! Ég gefst ALLTAF upp! Misgóðar ástæður sem leiða til þess að ég hætti og þarf að byrja aftur á nýjan leik. 

Tuesday, July 9, 2013

Vegan á nýjan leik

Enn veik, enn feit, enn illt, enn döpur


Ég vildi að hlutirnir væru öðruvísi. Ég væri frísk, grönn, glöð, án verkja og létt í lund. Einu sinni fyrir langa löngu þá var ég alltaf glöð, okei, kannski ekki alltaf glöð en ætíð létt í lund. 

Æi, þetta átti nú ekki að vera sjálfsvorkunarpistill heldur ætlaði ég að tala um daginn í gær. Mér hefur versnað mjög mikið að undanförnu. Þá þýðir ekkert annað en að bretta upp ermar og hefjast handa á nýjan leik. Síðasta vetur þá var ég mjög duglega að prófa mig áfram með ýmsa hluti, sumt virkaði, annað ekki. Helsti gallinn var úthaldið, ég sprakk alltaf á limminu EN engu að síður þá var eitt og annað sem ég áttaði mig á. 

Líkt og að:

drekka engiferseyði
gerast grænmetisæta-vegan
borða hráfræði
jógaæfingar

eru allt dúndurleiðir til að halda verkjum í lágmarki

Þannig að ég í gær byrjaði ég á nýjan leik að feta mig áfram í vegan-isma. Ég að sjálfsögðu var illa undirbúin og í augnablikinu á ég mjög erfitt með að hreyfa mig. Komst því hvorki í búð né gat eytt ómældum tíma í að dúlla mér við að útbúa fínar máltíðir. Engu að síður þá komst ég í gegnum daginn. Var reyndar orðinn mjög svöng um kvöldið. 

Einn dagur af vonandi mörgum í veganisma.

Tuesday, June 11, 2013

Uppgjöf eða byrjunin

Ég er búin að vera tvístígandi um hvað ég ætti að skrifa. Ætti ég að bera höfuðið hátt og láta sem allt gangi vel eða viðurkenna vanmátt minn gagnvart því að borða hollan mat.

Ég skil ekki af hverju ég á svona erfitt með þetta!

Undanfarin ár hef ég lesið blogg hjá fólki sem hefur breytt um lífstíl vegna heilsufarsvandamála og einn, tveir og bingó, fólk er orðið að heilsufrík sem lætur ekki sykurörðu inn fyrir sínar varir, hreyfir sig og stundar hugleiðslu. 

Á meðan hjakka ég bara enn í sama farinu

Wednesday, March 13, 2013

Að lifa með sóríasgigt

Það er liðið ár síðan ég byrjaði aftur á lyfjunum og árangurinn er ekkert til að hrópa húrra fyrir. Ég og aðrir fjölskyldumeðlimir erum orðin langeygð eftir einhverjum breytingum til hins betra en það þokast lítið. Snúllan er orðin 1. árs og gigtin gerir það að verkum að öll umönnun hennar er töluvert erfið. Þetta hefur líka leiðindar áhrif á hvað fjölskyldan getur gert saman, t.a.m. ein búðarferð verður til þess að lítið annað er hægt að gera þann daginn. Ef við gerum okkur glaðan dag og förum jafnvel í einn lítinn göngtúr þá lendir allt á eiginmanninum og ég er frá það sem eftir lifir dags. Þetta er ekkert líf. 

Staðan:
Verkir eru minni en oft áður, ég á mjög erfitt með dagleg heimilsverk, búðarferð er þvílíkt afrek, 5 mínúta gönguferðir er algert hámark, get ekki skrifað (skrifaði tvo minnismiði um daginn sem fór alveg með mig), á erfitt með að halda á einhverju þungu með hægri höndinni, ég get staðið í mjög takmarkaðan tíma. Ég get lítið hreyft mig, erfitt að ganga um í íbúðinni, get illa tekið til, get ekki eldað, ekki ryksugað. Gengur hægt að léttast en léttist þó alltaf eitthvað, 74,1 kg

Lyf:
8 töflur methotrexant, 2x2 salazoypyrin, bólgueyðandi og verkjalyf

Matur:
Ég borða mjög lítið af hveit og sykri en er ekki að sleppa því alveg. Er byrjuð að prófa mig áfram í hráfæði og borða sífellt fleiri hráfæðismáltíðir. Drekk 1/2 l af engiferseyði á dag, finnst það hjálpa mjög mikið til. Dregur úr bjúg og verkjum. 

Hvað næst:
Forðast hveiti og sykur eftir fremsta megni, helst sleppa því alveg. Blanda græna þeytinga og byrja að borða e. kale, ég held að ég fari ekki með fleipur þegar ég segi að það sé grænkál. Gera fleiri líkamsæfingar og drekka grænt te á hverjum degi. Það hefur eitthvað misfarist, mig langar minna í heita drykki eftir því sem hitinn hækkar. 
Vera góð við sjálfan mig og sleppa sjálsniðurrifnu

Monday, March 11, 2013

Líkamsrækt

Það hefur gengið afar illa í vetur að stunda líkamsrækt af einhverju viti. Helsta áskorun gigtarsjúklinga er að finna hinn gullna meðalveg því það er lítið gagn af líkamsæfingunum ef þær skilja mann eftir í mun verra ástandi. Líkt og þegar ég álpaðist óvart í vinaysa-jógatímann og var hálfan mánuð að jafna mig.

Ég keypti jóga-kort í upphafi vetrar, 20 tíma en á því miður enn eftir um 13 tíma, sem betur fer rennur kortið ekki út. Litla krílið er ekki enn komið á leikskóla sem hefur takmarkað möguleika mína til líkamsræktunar utan heimilis. Það stendur til að krílið byrji á leikskóla í sumar, tvo daga í viku. Þá ætti að skapast tækifæri til að nýta afganginn af kortinu. 

Það sem ég hef þó lufsast til að gera hér heima er:
Það er sannarlega kominn tími til að bæta fleiri æfingum inn í þessa litlu æfingarútínu.


Tuesday, March 5, 2013

Döðlukaka

Döðlukaka
eða öllu heldur döðlubitar hafa reynst mér vel þegar skykurskrímslið lætur á sér kræla og heimtar sitt. Áður fyrr þá var ég mjög smeyk við döðlur út af útliti þeirra, þær eru heldur ólystugar, og hafði því lítið haft af þeim að segja áður en ég fór að fikta við hráfæði.

Ótti minn reyndist ástæðulaus og döðlur eru himneskar og fyrir fólk líkt og mig sem eru óð í sykur þá standa döðlur fyrir sínu þegar reynt er að hemja sykurskrímslið. 

Fæturnir á mér hafa ekki enn komið til, ég á erfitt með að lýsa þeim veruleika þegar konu skortir þrek til að standa í lappirnar í fimm mínútur. Því ríður á að elda eingöngu fljótlegar uppskriftir.  Í döðlubitana fara einungis möndlur og döðlur.  Fyrst saxa ég möndlurnar í matvinnsluvél og síðan læt ég eina og eina döðlu falla ofan í þar til að allt hefur blandast vel og er farið að tolla saman. Þá er það eina eftir í stöðunni að búa til bita í allavegana gerðum.

p.s. tveir dagar án hveitis og sykurs

Friday, March 1, 2013

Afmælisveisla

Afmælisveisla stendur fyrir dyrunum, veislur geta verið kjörin tækifæri til að eiga notalega stund með sínum nánustu. Ég hef mjög gaman af því að halda veislur og enn skemmtilegra finnst mér að fara í veislur því þá slepp ég við uppvaskið. 

Undirbúningurinn fyrir veisluna hefur gengið ágætlega því við hjónin erum að ná laginu að miða umfang miðað við getu. Okkur langaði til að baka allt sjálf en þegar leið á vikuna varð ljóst að við værum heppin ef við næðum að baka eina tegund (sem tókst). 

Mér líður vel að hafa náð þeim áfanga að ætla mér og fjölskyldunni ekki of en á sama tíma er þetta erfitt og niðurdrepandi. Ég hef því átt ögn erfitt með mig þessa vikuna, þrátt fyrir áralöng veikindi þá er ég ekki enn búin að venjast því að geta minna en meðalgunnan og enn hef ég þrár og drauma líkt og ég væri heilbrigð og hraust manneskja. 

Verst finnst mér þó að mér líður eins og veikindin séu mér að kenna. Ef ég myndi borða hollara, hreyfa mig skynsamlega, iðka hugleiðslu og þar fram eftir götunum þá yrði allt í lagi og ég myndi ekki lengur þjást af sóríasgigt. 


Wednesday, February 20, 2013

Jóga og hráfæði

jóga og hráfæði
Ég hef fundið leiðina til bata, jóga og hráfæði. Síðustu mánuði hef ég verið á fullu í tilraunastarfsemi, ég hef prófað að sleppa hveiti og sykri í ákveðinn tíma, ég hef prófað hráfæði, ég hef prófað vegan og ýmislegt fleira. 

Sumt af þessu virkar líkt og

hráfæði og að sleppa hveiti og sykri

Ég finn umtalsverðan mun á mér þegar ég borða úper hollt, ég finn mun á mér þegar ég sleppi hveiti og sykri og þegar ég er vegan en mestan mun finn ég þegar ég borða hráfæði og stunda jóga. Ég tek lyfin mín samviskusamlega á hverjum degi ásamt vítamínum og bætiefnum og ef ég gæti gert slíkt hið sama með mataræðið þá yrði ég góð og jafnvel frísk. 

Einfalt

og þó gengur þetta ekki upp hjá mér. Matarundirbúningurinn er mér afar erfiður, ég hef ekki þol né styrk til að standa svo lengi í eldhúsinu. Umönnun litlu snúllunnar gerir mér líka erfitt um vik. Ég þarf að spara hvað ég stend mikið á daginn og geng til að eiga nóg til að getað séð sómasamlega um litlu snúlluna mín. 

Jafnvel

þó að ég kæmist yfir þær hindranir þá er björninn ekki unnin. ég þyrfti enn að hemja sykurskrímslið og þeirri baráttu tapa ég undantekningalaust. 

HVAÐ ER TIL RÁÐA?

 1. Undirbúa mig
 2. Gæta þess að eiga öll hráefnin til
 3. Útbúa það sem ég get kvöldið áður
 4. Kaupa lakkrísrót
 5. Setja mataræðið í forgang
 6. Skipuleggja daginn út frá mataræðinu 
 7. Hafa hugann við lokamarkmiðið
 8. Gera þetta í vissan tíma, 22. febrúar er fyrsti dagurinn - 14. mars er síðasti dagurinn

Ég er svo þreytt á að vera veik og að gigtin haldi mér og fjölskyldu minni í heljargreipum sér. Ég á erfitt með að trúa því að þetta sé enn í gangi að ég sé enn veik eftir öll þessi ár.

Ég er líka öfundsjúk, alveg hrikalega öfundsjúk út í alla sem er frískir. Í dag fór ég í göngutúr með vinkonu minni sem gerði það að verkum að ég er alveg frá og ég er svo öfundsjúk út í hana að geta farið í göngutúr og verið bara hress eftir hann. 

Það er vont að vera öfundsjúk út í allt og alla, það er vond tilfinning en hún sprettur fram og ég á erfitt með að sleppa takinu af henni. 

Tuesday, February 19, 2013

Heilsublogg

heilsublogg

Undanfarna morgna hef ég borðað þetta græna sull, þrátt fyrir græna litinn þá er bragðið sætt og gott.

Þetta eru hráefnin, kíwi, pera, sellerí og engifer. Öllu skellt í matvinnsluvél, maukað og skellt í skál.

Uppskrift

Tuesday, February 12, 2013

Engiferseyði

Nú er kominn tími til að hefjast handa á nýjan leik. Það eru komnir c.a. 5 dagar síðan ég byrjaði aftur að borða sykur og hveiti og á þeim tíma hef ég þyngst oggupons en mér hefur ekki versnað neitt stórkostlega. Engu að síður þá ætla ég að prófa aftur að sniðganga hveiti og sykur því mér líður ögn betur og mér finnst eins og ég geti gengið meira. 


Fyrsta skref er að sjóða aftur engiferseyðið, mér líður umtalsvert betur þegar ég slurka þessu ofan í mig. Ég drekk það kalt, finnst það betra þannig og ég reyni að drekka hálfan líter á dag. Það gengur svona upp og niður að ná því markmiði. 
Engiferseyði

2 lítrar vatn
320 gr. engifer
 50 ml sítrónusafi    
60 ml agave síríp
4 g myntulauf 
Saturday, February 9, 2013

Leiðin til bata?

Nú er lokið litlu tilrauninni minni að sleppa hveiti og sykur. Ég stefndi á 30 daga en ákvað að ljúka henni á 18. degi. Af hverju hætti ég fyrr? ég var óumræðilega döpur allan tímann um leið og ég hætti og fékk mér brauð og fleira þá hvarf dapurleikinn líkt og hendi væri veifað.

Mér leið betur, verkirnir minnkuðu og mér fannst ég vera léttari á mér en ég var döpur og náði ekki að vinna á bug á því.

Ég er staðráðin í að gera þetta aftur, sleppa hveiti og sykri en ég þarf að vanda mig meira. Það vantaði greinilega eitthvað upp á hjá mér. Gallinn við að vanda sig meira er að ég er hræðilega óskipulögð og man aldrei eftir eftir að skrá hluti niður hjá mér.

Ég lærði eitt og annað af þessarri, ég þarf að sjóða og drekka engiferseyði. Ég finn minna til þegar ég geri það. Ég léttist mjög auðveldlega þegar ég sleppi sykri og hveiti. Ég var mjög döpur allan tímann sem gefur til kynna að mig vanti mikilvæg næringarefni í kroppinn. Það þarf að vera mun meiri regla á máltíðunum hjá mér. 

 • Engiferseyði 
 • Sleppa sykri og hveiti 
 • Borða hveitikímskökur reglulega
 • Kjöt?
 • Reglulegar máltíðir

Sunday, February 3, 2013

Horft tilbaka

Síðustu daga hef ég lesið mikið um gigt, aðallega hvað er hægt að gera til að losna við þennan fjanda. Ég er með sóríasisgigt, þó hagar hún sér engan veginn í samræmi við það. Sumt passar, annað ekki. Ég man fyrst þegar ég veiktist, það liðu um þrjár vikur frá því að ég kenndi mér fyrst meins þar til að ég gat ekki lengur gengið, tannburstað mig og svo framvegis. Þá fannst mér þetta alltaf vera tvískipt, annars vegar skerandi sársauki og hins vegar þá gat ég ekki lengur hreyft mig. Fyrst hélt ég að þetta væri bara beinhimnubólga og smá óþægindi í hægri ökkla. Hægri hliðin hjá mér hefur alltaf verið umtalsverð verri heldur en vinstri. Smátt og smátt fikraði sig þetta upp líkamann, mig fór að verkja í hnéin og í kringum þau, mjaðmirnar, neðst í hægri sjalvöðvanum, olnbogann, hendurnar, axlirnar, kjálkann (á tímabili var orðið erfitt fyrir mig að tala sökum verkja), nefið, augun, eyrun. Það var ekki staður á líkamanum sem ég fann til. Hægri hliðin byrjaði að bólgna út, hægri fóturinn er töluvert breiðari heldur hinn.

Fyrsta árið þá svaf ég ekki fyrir verkjum (h2004-2005), annað árið svaf ég en grenjaði nær daglega undan verkjum (h2005-v2006), seinni hluta þess árisins byrjaði að rofa aðeins til og eygði von um að hugsanleg gæti ég sigrast á þessu (h2006). Þriðja árið er í minningu dúndur ár, minni verkir, meiri hreyfigeta, sótti um vinnu (2007). Fjórða árið gekk bærilega, byrjaði að vinna, kom í ljós að 100% vinna var 100% vinna þ.e. ég átti ekkert afgangs þegar ég kom heim (2008). Fimmta árið, var verri eftir heilt ár í vinnu en samt alveg þokkaleg miðað við hvernig ég var í byrjun (2009). Sjötta árið, hætti á lyfjum til að verða ólétt, gekk vel framan af en í okt - nóv voru sárir verkir og skert hreyfigeta orðin viðvarandi (2010) Sjöunda árið var ömurlegt, ég var verri með hverjum degi enda ekki á neinum lyfjum þangað til að ég varð ólétt í júní 2011, þá hókus pókus varð öll önnur og fann tiltölulega lítið fyrir gigtinni alla meðgönguna (2011). Áttunda árið, litla snúllan kom í heiminn seint í febrúar, hókus pókus, daginn eftir fæðinguna mætti gigtin af fullum þunga aftur í hús. Það voru mér sár vonbrigði því ég hafði vonast til þess að geta haft hana á brjósti, við náðum tveimur dögum. Ég byrjaði aftur á lyfjunum og batinn hefur verið hægur, afskaplega hægur. Rétt eins og síðast duga lyfin ekki til þess að ráða að niðurlögum verkja né skertrar hreyfigetu. Því hefur var ýmislegt reynt þetta árið, árangurinn varð því miður ekki svo mikill (2012). Níunda árið, ég á erfitt með að meðtaka hvað tíminn hefur liðið. Í níu ár hef ég fundið til á hverjum einasta degi, átt erfitt með að hreyfa mig og óskað þess að ég verði betri, í dag er ég ekki í vinnu, ég get ekki sinnt öllum þeim skyldum sem fylgja því að reka heimili og ég get ekki farið í göngutúra með litlu snúllunni sem bráðum verður eins árs. (2013).

Vonandi verður 2013 árið þar sem gigtin lætur undan, ég mun lifa dag án verkja og get hreyft mig líkt og meðalgunna. 


Saturday, February 2, 2013

12 dagar búnir, 18 dagar eftir

Í dag er 12. dagurinn í tilrauninni enginn sykur-ekkert hveiti og mér finnst aðeins rofa til. Verkirnir í fótunum eru ekki jafn slæmir og þeir hafa verið undanfarna daga og í gær var fyrsti dagurinn í langan tíma sem ég gat sofnað. Alla þessa viku hef ég átt mjög erfitt með að festa svefn út af verkjum.

Það er töluverður léttir að fá smá hlé frá skerandi verkjunum núna þarf ég bara að glíma við verki og skerta hreyfigetu. 

Það eru 18 dagar eftir og ég verð að viðurkenna að ég hlakka mjög mikið til þegar þessu er lokið. Ég var að fletta í gömlum færslum og sá að ég hafði eitt sinn prófað að vera eingöngu á hráfæði í nokkra daga. Það er töluverð kúnst að vera á hráfæði en skemmtilegt. Ég er mjög hrifin af sniðugum mat og hráfæði samanstendur af helling af sniðugum mat. Ég prófaði sem sagt hráfæði í þrjá daga og samkvæmt gömlu bloggfærslunni fann ég gríðarlegan mun á mér. Ég er því svona aðeins að melta með mér hvort ég eigi að taka smá skorpu í næstu viku á hráfæði, tvo til þrjá daga. Vandinn er, að sem annað gigtveikt fólk þekkir, að þetta krefst umtalsverðs stúss í eldhúsinu sem er erfitt mig því ég get eiginlega bara staðið í svona 5-7 mínútur í einu. 

Mig langar samt til að láta vaða á það!

Friday, February 1, 2013

Hvað er til ráða

Staðan
Slæm, kemst ekki í gönguferðir, fætur mjög slæmir, erfitt með svefn sökum verkja, get einungis setið í stutta stund í einu, get ekki skrifað, fær mikinn verk neðst í hægri sjalvöðva ef ég skrifa mikið á lyklaborðið (líkt og nú), hægri fótur mjög slæmir frá ofan við ökkla upp að hægri hlið mjaðmar, get ekki eldað kvöldmatinn því ég get ekki staðið svo lengi, á mjög erfitt með tiltekt og svo framvegis. Dauði og djöfull, ekki alveg hefur gengið vel að undanförnu að losa mig við meðgöngukílóin og fæðingarorlofskílóin. 10 kíló farin síðan í haust, 76,4 kg

Lyf
sama og síðast nema nokkrar steratöflur sem fá að fljóta með

Matur
  Er í miðri 30 daga, sleppa hveiti og sykri tilraun. Það eru 12 dagar liðnir (klapp á öxlina) og ég finn smávæginlega mun á mér. Það er verkirnar hafa dvínað ögn, skerandi sársaukinn í hægri og vinstri fótum hefur dvínað, er nú bara verkir, mér finnst líkt og ég geti gengið meira heima við. Er töluvert léttari á mér. 

Heilsubót
Ég reyni að teygja á flesta daga, magaæfingar, handarmbeygur, alltaf á leiðinni í jóga, sem hefur ekki sömu áhrif og að fara í jóga. 

 Hvað næst?
Fyrst þegar ég veiktist þá trúðum ég og mamma því staðfastlega að einn daginn myndi ég aftur verða frísk, sú trú hefur dvínað undanfarin ár en ég hef nú ákveðið að grafa hana upp á nýjan leik. Hversu gaman væri á 10 ára gigtarafmælinu að vera orðin frísk. Ég hef eitt og hálft ár til stefnu. 

Matarræði, nú byrja aftur tilraunir með súper hollt matarræði sem drepur gigtina fyrir fullt og allt. Hráfæði í næstu viku í þrjá daga. 

Jóga, ég á kort og þarf að koma mér aftur af stað. Það er bara hægara sagt en gert því ég kemst bara á kvöldin og þá er ég búin á því en það er tími á sunnudaginn klukkan 11 sem er fínn fyrir mig. 

Engiferseyði og grænt te. Ég er búin að sjóða þrjá lítra, nú er bara að drekka það. Í hvert skipti sem ég er dugleg að drekka það þá finn ég mun á mér. Græna teið er fyrir sóríasinn, þvílík snilld að hafa dottið niður á te sem heldur blettunum fullkomnlega niðri. 

Vera góð við sjálfan mig

 

Monday, January 28, 2013

Án sykurs og hveiti

Ég var líkast til full metnaðarfull í síðasta pistli. Áætlanir þjóna sínum tilgangi og fyrir mig eru þær mjög gagnlegt tæki til að ná lokamarkmiðinu sem er að verða frísk. Það gekk illa að byrja aftur eftir jólafrí og ég endaði í ofursætindaáti, bætti á mig kílóum og verkir jukust fyrstu vikurnar í janúar. Fjölskyldan lagðist öll í veikindi og pestir hafa ekki enn yfirgefið okkur. 

Fyrir 8 dögum síðan tók ég mínum stóra og byrjaði aftur og það hefur gengið stórkostlega vel. Það er orðið afar langt síðan að mér hefur tekist svona vel til með matarræðið. Í dag er áttundi dagurinn. Átta dagar án þess að borða hveiti né sykur. Það hljómar kannski ekki mikið en það er fjandanum erfiðara að sleppa hveiti og sykri úr matarræðinu.

tekin héðan

Í fyrsta lagi er sykur eða hveiti í öllu, þegar ég segi öllu þá meina ég í öllu. 
Í öðru lagi líkaminn öskrar á hveiti og sykur
Í þriðja lagi þá hef ég verið þung á brún alla vikunaLífið verður ömurlegt án sykurs og hveitis og ég hef þurft að hafa mig allan við að hressa sjálfan mig við auk þess að hafa allt á hornum mér. Núna er þetta ögn auðveldara og ég hugsa að næsta vika verði mun léttari. Það munaði að vísu engu að ég skutlaði mér í næstu sælkeraverslun, sunnudaginn var, til þess að baða mig upp úr súkkulaði, smjöri og sykri. Þá rann upp fyrir mér að þó að ég sleppi hveiti og sykri þá hef ég mjög mikla þörf fyrir nammidaga. Ég gúffaði því í mig kókosdöðlum og svo fann ég hráfæðis-orkustöng sem jafnaðist á við mars og tókst að komast í gegnum daginn án þess að falla. Það var stór áfangi því ég fell alltaf. Ég held þetta út í þrjá til fjóra daga svo fell ég og þá úða ég í mig sælgæti og bakarískruðerí. 

Helsta ástæðan fyrir því að þetta gengur núna upp er að ég gerði veigamikla breytingu í hugsunarhætti. Yfirleitt þá segi ég við sjálfan, jafnvel þó að þér mistakist þá skiptir mestu máli hvað þú gerir eftir fallið. Hvort að eini súkkulaðimolinn verði að 300 molum. Þá hef ég lagt í hann og vonast eftir  að ég haldi átakið út með bros á vör. Núna þá viðurkenndi ég fyrir sjálfum mér að ég mun líklegast alla daga vilja hlaupa út í búð og kaupa mér sykur í tonnavís. Það sem gerist yfirleitt er að hugmyndin kviknar út af einhverju smávægilegu, svo mallar hún í huganum þangað til að ég er fallin í huganum og þá er það eina í stöðunni að fara út í búð og kaupa fjandans snúðinn. 

Núna tek ég á þessu líkt og með reykingarnar, það sem skiptir máli er ekki hvað ég geri eftir að ég er fallin heldur hvað ætla ég að gera þegar hugmyndin kviknar og hún mun kvikna oft og mörgum sinnum á dag. Það sem ég hef gert hingað til er að forðast ákveðnar aðstæður,  spyrja sjálfan mig þegar ég veit að kökur og gotterí er á boðstólnum, treystir þú þér til þess að fara þangað og ekki borða hveiti og sykur. Reyna að sjá fyrir mér aðstæðurnar, hvernig verður þetta ef ég borða ekki og svo framvegis. Aðalmálið er þó sætta mig við að þessar hugmyndir munu kvikna, ég mun þurfa að þrauka í gegnum það, ég þarf að segja við sjálfan mig að það sé ekki í boði og ef allt að ofantöldu virkar ekki þá hringi ég í eiginmanninn. Segi honum að ég sé að springa á limminu og hvað ég eigi að gera og svo framvegis. Auk þess setti ég tímamörk, þetta byrjar þennan dag og endar þennan dag. Þá veit ég að þetta mun taka enda og svo verðlauna ég sjálfan mig ríkulega eftir hvern dag. Fyrir hvern dag, fyrstu tvær vikurnar, þá fæ ég smá pening  (500 kr) til að eyða í algjöran óþarfa. 

Hingað til hefur þetta virkað og sykurþörfin hefur pottþétt minnkað um helming ef ekki meira. Ég er öll að koma til í skapinu og bjartsýn um að ég nái að halda þetta út. 

Þetta hefur ekki haft nein stórkostleg áhrif á gigtina, því miður. Ég byrjaði vikuna mjög illa, eiginmaðurinn þurfti að vera heima á mánudaginn því ég treysti mér ekki til þess að vera ein með snúlluna. Núna er ég aðeins skárri en fæturnir eru mér mjög erfiðir, ég á erfitt með gang (í íbúðinni), get setið takmarkað, miklir verkir fyrir ofan ökklana, erfitt að sofna fyrir verkjum. 

Sunday, December 16, 2012

3 mánuðir

16. desember hefst nýja átakið mitt. Ég hef fyrir löngu gefist upp á lífstílsbreytingum og vil kalla hlutina réttu nöfnum sem er átak fyrir mig. Þegar ég hætti að reykja þá gerði ég það í nokkrum áföngum, ég byrjaði að hætta að reykja fyrir alvöru haustið 2009 það var ekki fyrr en maí 2011 sem ég hætti að reykja. Síðasta skiptið, þessi tvö litlu saklausu orð valda skammhlaupi í heilanum hjá mér. Haustið 2009  flutti ég erlendis, ég gerði samning við sjálfan mig, úti bannað að reykja, heima á íslandi leyfilegt að reykja. Þegar ég var að deyja fyrstu vikurnar haustið 2009 þá var það mér mikil huggun að vita af því að jólafríið væri á næsta leyti þar sem ég myndi getað reykt mér til óbóta. Vorið 2011 flutti ég heim til Íslands og þá var þetta búið spil, engin sígó. Ég svindlaði að vísu og reykti þegar ég kom til Íslands en hætti þegar eiginmaður kom, hann flutti þremur vikum á eftir mér. Ég hef verið reyklaus í 1 ár og 7 mánuði. Ég hef aldrei verið reyklaus svona lengi síðan ég byrjaði að reykja. Langbesta tilfinningin við að hætta að reykja er að núna vil ég ekki reykja (fyrir utan þegar ég er orðin ógisslega full og allar vinkonur mínar eru að reykja þá fer mér að finnast reykingar vera snilldarhugmynd).  Þegar ég reykti og fólk sem var hætt í langan tíma var að tala um að því langaði ekki lengur til að reykja þá trúði ég þeim aldrei. Þetta er þó satt.

Hlutirnir hafa gengið ágætlega fyrir sig síðustu mánuði, ég iðka jóga reglulega, borða minna og hollara, er í stuðningshópi fyrir konur sem hafa orðið fyrir kynbundu ofbeldi, hef misst kíló, 8 kíló. Það er þó ekki nóg, gigtarlyfin eru farin að virka en verkirnir og skert hreyfigeta er ekki á undanhaldi. Litla snúllan stækkar með hverjum deginum og það er mér ofraun að fara með barnið í göngutúr. Það er fokking ömurlegt. Í dag fór ég í göngutúr sem varði í u.þ.b. 20 mínútur með littlu snúllunni. Þegar við komum heim þá var ég ekki rólfær fyrr en eftir fjóra klukkutíma. Af þeim loknum treysti ég mér til þess að staulast um íbúðina en það var engin leið fyrir mig að sinna einföldustu heimilisverkum hvað þá að sinna barninu. Litla snúllan er heppin að eiga ekki gigtveikan föður og hann getur því tekið við þegar ég er rúmliggjandi. Fyrir utan hvað það er niðurdrepandi að geta ekki gert jafn einfaldan hlut líkt og að fara í göngutúr með barninu sínu þá er þetta auka álag á hjónabandið.

Jólin eru eftir nokkra daga og hátíðirnar eru aldrei góður tími fyrir að byrja í átaki. Ég ætla engu að síður að byrja núna í stað þess að bíða eftir nýja árinu. Það verður bara frí um jólin og haldið síðan áfram eftir jólin.

Um hvað snýst nýja átakið?

Jógaæfingar 6 daga vikunnar
Styrktaræfingar 6 daga vikunnar
Hveiti og sykurlaust matarræði 7 daga vikunnar

#Í dag hef ég gert jógaæfingar í þrjá daga í röð og það er meiriháttar og minnkar verkina. Það er kannski of metnaðarfullt að stefna á 6 daga vikunnar en mér finnst vera kominn tími á að skipta um gír og leggja harðar að mér. #Maginn á mér er gífurlega slappur eftir meðgönguna, ég hef verið nokkuð dugleg að gera styrktaræfingar á morgnana en maginn er enn slappur og mjóbakið er enn veikt og því full ástæða til að iðka þær sem oftast, ég þarf á þeim að halda. #Ég á nokkuð auðvelt með að gera styrktaræfingarnar sex sinnum í viku, það er ögn meiri áskorun að gera jógaæfingarnar sex sinnum í viku en það er viðráðanlegt. Matarræðið er stærsta áskorunin, síðustu ár hef ég vanið mig á að verðlauna mig og hugga mig með mat, ég hef gert mat að forsendu þess að njóta viðburða og samverustunda og ég hef vanið mig á óhollan mat. Frá því í haust hef ég bætt mig mjög mikið, borðað minna og hollari mat en samt haldið áfram með fyrrnefnda þætti. Það er von mín að hveiti og sykurlaust matarræði minnki verkina, það er þess virði að prófa það í lengri tíma en ekki bara nokkra daga í einu líkt og ég hef verið að gera í haust. Ég er auk þess ennþá alltof þung þó ég hafi misst 8 kíló og ég vil vera komin aftur í kjörþyngd fyrir sumarbyrjun.

Yfirlit
16. desember-23.desember=8 dagar
24. desember-4. janúar=frí
5. janúar-16. janúar=1 mánuður, 12 dagar
17. janúar-16. febrúar=2 mánuðir, 31 dagar
17. febrúar-16. mars=3 mánuðir, 28 dagar
=79 dagar