Tuesday, November 10, 2009

Eldhússtólar

Mig dreymir um að eiga mismunandi litríka eldhússtóla, líkt og þessa tvo. Sjöan eftir Arne Jacobsen er frá árinu 1955. Það er hægt að fá þá í mörgum litum, mér finnst eitthvað svo heillandi við að hafa þá í sterkum litum. Það er ekki hægt að segja að draumaeldhússtólarnir mínir séu af ódýrari gerðinni. Mig langar líka í Eames-stóla.Mig langar einnig í eldhússtóla í þessum stíl. Það ætti að vera hægt að finna eitthvað svipað í Góða hirðinum. Mér finnst þessir stólar frá Sól húsgögnum alltaf vera klassískir og einstaklega heimilislegir. 
Mér finnst þessir hér einnig flottir og það væri ekki verra að eiga sex eames stóla í mismunandi litum. 

Tuesday, November 3, 2009

Cathrineholm skálar, pottar og könnur

Þó að það sé leiðinlegt til lengdar að búa í ferðatöskum og pappakössum þá er einn stór kostur. Það er hægt að láta sig dreyma um framtíðarheimilið án þess að þurfa að hugsa um verð á hlutum eða pláss í íbúðinni. Þegar kona á ekkert heimili þá er plássið endalaust og ekki þarf að velta fyrir sér hvar peningar fyrir öllum hlutum eiga að koma frá. 
Cathrineholm er norskt fyrirtæki sem framleiddi meðal annars þetta fína stell


Sú sem hannaði það hét Grete Prytz Kittelsen

Mér finnst þessi kaffikanna vera algjört æði


Það var samt ekki Grete Prytz Kittelsen sem á heiðurinn af lotus-myndinni heldur maður að nafni, Arne Clausen sem vann hjá fyrirtækinu. Lotus-merkið var bætt við línu Grete án hennar vitundar.