Friday, December 30, 2011

Dalahestur

Ég get ekki sagt að mig dreymi um að fá dalahest í stofuhilluna hjá mér. Þeir hafa aldrei heillað mig. 


En mér finnst þessir í svörtu og hvítu vera svo fallegir og myndi ekkert slá hendinni á móti því að fá þá inn í stofuna

Thursday, December 22, 2011

Fatasnagar

Það er algjör óþarfi að notast bara við snaga keypta í kaupfélaginu þegar svo mikið af sniðugum fatasnögum eru til.


Líkt og þessir frá Hár í hala sem ég held að myndu sóma sér vel í hvaða barnaherbergi sem er. Formið á þessum er svo skemmtilegt og ágætis tilbreytingum frá beinum línum
Svo eru þessir ósköp krúttlegir og litríkir frá Ólöfu JabokbínuWednesday, December 21, 2011

Eitt og annað í eldhúsið

Ég er sjúk í þessar tekk mæliskeiðar

Mario Batali salt og pipar kvarnir Lotus pottar

Tuesday, December 20, 2011

Klukkur

Skemmtileg nútímaleg útfærsla af gömlu stofugluggunni eftir Stefan K. HepnerMonday, December 19, 2011

Útsaumaður púði

Ég hef afskaplega gaman af öllu prjóni, hekli og útsaumi. Gigtarskömmin setur mér heilmiklar skorður og get ég bara prjónað nokkrar umferðir í einu, eiginlega ekki neitt heklað og útsaumur þarf að vera í hófi. Fyrir jólin þá keypti ég mér útsaumspúða í hannyrðaverslun Erlu. Yndisleg búð full af skemmtilegum vörum og frábær þjónusta. 

Ég keypti mér þennan púða


Fór í dag til mömmu til að fá aðstoð við að byrja á honum. Hér má líta afraksturinn

Sunday, December 18, 2011

Thursday, December 15, 2011

Wednesday, December 14, 2011

Krúttlegir og skrítnir hlutir

Árabátaskálar úr keramiki

Það er eitthvað við þessi hnífapör sem minna mig á leikfangahnífapör


Babúskuljós


Óvenjulegur broddgöltur


Glasamottur úr myndavélalinsumTuesday, December 13, 2011

Landakort

Það eru til svo mörg sniðug landakort. Nú þegar ferðlög erlendis eru orðin mun algengari þá væri ekki ekki leiðinlegt að eiga svona landakort þar sem þú getur skrapað af fyrir þau lönd sem þú hefur komið til
                

Segla landakort úr viði


Hér er hægt að kríta og lita
Monday, December 12, 2011

Stelton kaffikanna

Ég drekk ekki kaffi en ég væri til í að byrja á því bara til þess að geta eignast svo fallega kaffikönnu. 
Sunday, December 11, 2011

Hellur

Mér finnst þessar hellur vera svo fallegar og ég get ímyndað mér að þær séu sérstaklega praktískar í eldhúsið. 


Hellurnar eru eftir Guðrúnu Valdimarsdóttur og Öldu Halldórsdóttur. Hellurnar eru víst búnar til úr afgangsgleri og er því sérlega umhverfisvænt.

Friday, December 9, 2011

Kertastjakar

Nú þegar öll jólaljósin eru á bak og burt en enn langt í björtu sumarnæturnar þá er fátt notalegra en að kveikja á kertum í myrkinu sem umlykur okkur þessa dagana.


Einstaklega sætir kertastjakar frá Sonodesign


Þessi er kannski full aðventuljóslegur til að ganga upp í febrúar


Þessi ætti að geta lýst upp dimmasta skammdegið


Thursday, December 8, 2011

Jólakort

Ég og vinkona mín tókum okkur til fyrir þessi jól og föndruðum jólakortin. Það er búið að vera svo gaman hjá okkur að dunda við þetta

Ég er ekki sú skipulagðasta

Hér er nokkur sýnishorn af því sem ég gerði.                    

                   Tuesday, December 6, 2011

Sunday, December 4, 2011

Festivo kertastjakar


Þessir kertastjakar myndu sóma sér vel í glugganum þessi jól. Festivo kertastjakarnir eru frá Iittala líkt og svo margt annað fallegt. Þeir eru eftir Timo Sarpaneva. Mig langar í þá alla.

Wednesday, November 30, 2011

Uglur

Uglur eftir Matt Pugh
Mér finnst svo flott hvernig litirnir koma út

Monday, November 28, 2011

Sparistellið?

Ég er alvarlega að íhuga að byrja að safna þessu stelli frá Aurum

Friday, November 25, 2011

Matarstell

Ég og maðurinn minn héldum okkar fyrstu jól saman í fyrra ein fjarri fjölskyldu. Ég hef hingað til ekkert sérstakleg pælt mikið í matarstellum en eftir þessi jól þá er ég alveg sjúk í fallegt matarstell. Það er skemmtilegra að borða af fallegum diskum á jólunum. 


Ég er mjög hrifin af Arctica Arabia FinlandÞetta hérna heitir Ten Strawberry Street Nouve Square og kostar ekki handlegg. Ég veit að vísu ekki hvernig gæðin eru á því. Mér finnst lagið á þeim svo óvenjulegt og skemmtilegt.Stellið sem ég ætla hins vegar að setja á óskalistann er frá Arzberg. Það er kallað Tric Dinnerware Collection. Ég hugsa að ég myndi samt ekki nota það sem spari. Ég er langhrifnust af appelsínugula litnum en hef smá áhyggjur af því að fá leið á honum.