Wednesday, November 30, 2011

Uglur

Uglur eftir Matt Pugh
Mér finnst svo flott hvernig litirnir koma út

Monday, November 28, 2011

Sparistellið?

Ég er alvarlega að íhuga að byrja að safna þessu stelli frá Aurum

Friday, November 25, 2011

Matarstell

Ég og maðurinn minn héldum okkar fyrstu jól saman í fyrra ein fjarri fjölskyldu. Ég hef hingað til ekkert sérstakleg pælt mikið í matarstellum en eftir þessi jól þá er ég alveg sjúk í fallegt matarstell. Það er skemmtilegra að borða af fallegum diskum á jólunum. 


Ég er mjög hrifin af Arctica Arabia FinlandÞetta hérna heitir Ten Strawberry Street Nouve Square og kostar ekki handlegg. Ég veit að vísu ekki hvernig gæðin eru á því. Mér finnst lagið á þeim svo óvenjulegt og skemmtilegt.Stellið sem ég ætla hins vegar að setja á óskalistann er frá Arzberg. Það er kallað Tric Dinnerware Collection. Ég hugsa að ég myndi samt ekki nota það sem spari. Ég er langhrifnust af appelsínugula litnum en hef smá áhyggjur af því að fá leið á honum. 

Wednesday, November 23, 2011

Monday, November 21, 2011

Friday, November 18, 2011

Föndur fyrir jólin

Þegar aðventan gengur í garð þá grípur mig ætíð löngun til að byrja að föndra. Það er svo notalegt að dunda sér við elhúsborð í myrkinu með kveikt á kertum og maula jafnvel á smákökum. Hér eru nokkur verkefni sem hægt væri að dunda sér við. 


Jólakortagerð


Prjóna utan um krukkur, sá þessar sætu krukkur á designsponge.
Búa til löber úr gömlum og nýjum dúkum
Mála krukkur eða vasa að innan með einhverjum skærum og björtum litum
Búa til blóm úr pappír. Það gæti verið sniðugt að nota þau síðan annaðhvort á jólatréið eða á jólapakkana

Wednesday, November 16, 2011

Leikföng úr tré

Ég er algerlega kolfallin fyrir tréleikföngum. Það er eitthvað við þau sem fær mig til að langa að verða 5 ára á nýjan leik og geta áhyggjulaus leikið sér með þessi fallegu leikföng

New York fæst hér

Þessir kubbar eru frá Brinca Dada


Saturday, November 12, 2011

Týndir lyklar

Ég er ein af þeim sem er ALLTAF að týna lyklunum mínum. Ég ætti að benda fjölskyldunni á að fjárfesta í svona blómasegli frá Björg í bú, fyrir mig. Mér finnst hann svo fallegur.


Svo er auðvitað hægt að nota segulinn undir hnífa í stað lykla.

Thursday, November 10, 2011

Sparibaukar

Origami sparibaukar


Þessir myndu henta vel fyrir þá sem þurfa sjónrænt skipulag, auk þess er örugglega skemmtilegt að fylgjast með þegar kúlan fyllist.Monday, November 7, 2011

Spariglös

Þegar ég var lítil stelpa og við fórum í heimsókn til ömmu og afa á hátíðsdögum þá voru spariglösin dregin fram. Spariglösin hennar ömmu voru þau langflottustu. Þið getið rétt svo ímyndað ykkur hversu mikið sport það var að fá að drekka úr þeim. Þau voru meðalstór, dökkgræn úr hömruðu gleri, mjög retro. 
             

Þau voru ekki ósvipuð þessum nema ömmuglös voru úr þykku hömruðu gleri


Einn daginn, ég veit að vísu ekki hvenær sá dagur rennur upp, munum við hjónakornin setjast að og hætta að flytja tvisvar á ári. Þegar það verður að veruleika þá langar mig í spariglös. Því það er svo gaman að geta dregið fram fína postulínin þegar gesti ber að garði. 

Þessi glös eru eftir hana Kristínu S. Garðarsdóttur. Mér finnst þessi glös vera ævintýri líkust. Liturinn er missterkur eftir því hvernig ljósið fellur á glösin.Hægt er að fjárfesta í þessum ævintýraglösum í Kirsuberjatréinu á Vesturgötunni. 

Sunday, November 6, 2011

Vasi eða hvað


Við fyrstu sýn lítur þetta út fyrir að vera vasi. Þegar betur er gáð er hægt að taka hann í sundur og þá færðu fjórar stakar skálar. Vasinn eða skálarnar eru eftir Constantin og Laurene Boym
Thursday, November 3, 2011

Lín designÉg á eitt sett frá Lín design, gleym mér ei,  sem ég fékk í gjöf. Ég elska það, ég hefði aldrei getað trúað því að það væri munur á sængurveri og alvöru sængurveri. Mig dreymir um að eignast annað sett frá þeim. Mér finnst þetta munstur vera algert æði, ég held það heiti Tryggðarbönd. Mig langar í svona með hvítum útsaum. 

Tuesday, November 1, 2011

Flökkukindur

Ég og maðurinn minn höfum ótrúlegt en satt flutt á hverju einasta ári síðan við hófum sambúð fyrir fjórum árum. Sum árin höfum við flutt tvisvar. Ég er vægast sagt komin með ógeð á flutningum og sé í hillingum þegar við verðum hætt að flakka svona mikið um. Þegar við hófum sambúð þá áttum við hvorugt mikið innbú. Góði hirðinn kom þá sér vel. Við fluttum síðum erlendis og losuðum okkur við búslóðina og mest allt innbúið. Fyrir nokkru síðan áskotnaðist okkur peningur sem við áttum að nota til að kaupa okkur borðbúnað og eitt og annað fyrir heimilið. Þar sem við erum á sífelldu flakki og alltaf að flytja þá höfum við ekki haft okkur af stað í verslunarleiðangur. Ég hef samt sem áður legið slefandi yfir vefsíðum sem selja fallegan borðbúnað og skrautmuni. Ég get ekki beðið eftir að verða fín frú í vesturbænum sem á postulínstell fyrir hvern dag vikunnar. Verðmiðinn á óskalistanum mínum er komin langt út fyrir öll velsæmdarmörk. Mér finnst bara fallega hannaður borðbúnaður svo skemmtilegur og ég get ímyndað mér að það sé gaman að eiga heimili þar sem hver hlutur er sérstaklega valinn. Mig langar alla vegana í svoleiðis heimili í stað þess að hafa þrælabúðavörur úr wallmart, target og rúmfó upp um alla veggi. 


Mig langar til að deila með ykkur þeim hlutum sem ég hef alveg kolfallið fyrir sem og öðrum fallegum hlutum sem ég hef rekist á netvafri mínu um helstu postulínsbúðir heims. 
Eitt það fyrsta sem ég féll fyrir voru vörur frá Iittala. Þær eru flestar svo stílhreinar, tímalausar og umfram allt fallegar. Þessir vasar voru hannaðir af Alvar Aalto. 
Ég pantaði mér þennan frá Amazon, eitt af síðustu eintökunum en hann kom allur mölbrotinn. Ég varð frekar súr yfir því. Vonandi fer hann aftur í framleiðslu.