Tuesday, November 1, 2011

Flökkukindur

Ég og maðurinn minn höfum ótrúlegt en satt flutt á hverju einasta ári síðan við hófum sambúð fyrir fjórum árum. Sum árin höfum við flutt tvisvar. Ég er vægast sagt komin með ógeð á flutningum og sé í hillingum þegar við verðum hætt að flakka svona mikið um. Þegar við hófum sambúð þá áttum við hvorugt mikið innbú. Góði hirðinn kom þá sér vel. Við fluttum síðum erlendis og losuðum okkur við búslóðina og mest allt innbúið. Fyrir nokkru síðan áskotnaðist okkur peningur sem við áttum að nota til að kaupa okkur borðbúnað og eitt og annað fyrir heimilið. Þar sem við erum á sífelldu flakki og alltaf að flytja þá höfum við ekki haft okkur af stað í verslunarleiðangur. Ég hef samt sem áður legið slefandi yfir vefsíðum sem selja fallegan borðbúnað og skrautmuni. Ég get ekki beðið eftir að verða fín frú í vesturbænum sem á postulínstell fyrir hvern dag vikunnar. Verðmiðinn á óskalistanum mínum er komin langt út fyrir öll velsæmdarmörk. Mér finnst bara fallega hannaður borðbúnaður svo skemmtilegur og ég get ímyndað mér að það sé gaman að eiga heimili þar sem hver hlutur er sérstaklega valinn. Mig langar alla vegana í svoleiðis heimili í stað þess að hafa þrælabúðavörur úr wallmart, target og rúmfó upp um alla veggi. 


Mig langar til að deila með ykkur þeim hlutum sem ég hef alveg kolfallið fyrir sem og öðrum fallegum hlutum sem ég hef rekist á netvafri mínu um helstu postulínsbúðir heims. 
Eitt það fyrsta sem ég féll fyrir voru vörur frá Iittala. Þær eru flestar svo stílhreinar, tímalausar og umfram allt fallegar. Þessir vasar voru hannaðir af Alvar Aalto. 
Ég pantaði mér þennan frá Amazon, eitt af síðustu eintökunum en hann kom allur mölbrotinn. Ég varð frekar súr yfir því. Vonandi fer hann aftur í framleiðslu. 

No comments:

Post a Comment