Friday, November 18, 2011

Föndur fyrir jólin

Þegar aðventan gengur í garð þá grípur mig ætíð löngun til að byrja að föndra. Það er svo notalegt að dunda sér við elhúsborð í myrkinu með kveikt á kertum og maula jafnvel á smákökum. Hér eru nokkur verkefni sem hægt væri að dunda sér við. 


Jólakortagerð


Prjóna utan um krukkur, sá þessar sætu krukkur á designsponge.
Búa til löber úr gömlum og nýjum dúkum
Mála krukkur eða vasa að innan með einhverjum skærum og björtum litum
Búa til blóm úr pappír. Það gæti verið sniðugt að nota þau síðan annaðhvort á jólatréið eða á jólapakkana

No comments:

Post a Comment