Saturday, January 7, 2012

Hvernig gekk síðasta vika?

Þessi vika hefur verið afspyrnu slæm matarlega séð, eins og mér fannst síðasta vika ganga vel þá hefur allt gengið á afturfótum síðan nammidagurinn var haldinn. Eins og sjá má þá hef ég algerlega sleppt mér í óhollu og aðeins hollara nammi. Sem er í raun ekkert skrýtið því eftir sem maður innbyrðir meira af sykri því meira kallar líkaminn og hugurinn eftir sykrinum. 


nammi,bakrísnammi,brauð og unnar matvörur,hollur og góður maturhollara nammi

14. nóvember: 
hafragrautur m/banan, kanil og chiafræjum, epli, 0,5 l kókrúnstykki m/osti og skinku, crossiant m/skinkumyrjuhrá lasagna m/kúrbít, cashew hnetum, basil, sólþ. tómötum, tómötum, sleppti mér í súkkulaðimolum úr fríhöfninniheitt vatn m/engifer
Illt og þreytt í hægri löpp, miklir verkir, mjóbakið illt, bjúgsöfnun

15. nóvember
rúnstykki m/skinu og osti, kókoslengja, rúnstykki m/skinku og osti, snúðurhátíðarblanda, bugles, jólaöl
partanudd, fótanudd

16. nóvember:
epli, vatn, hrálagsagna m/rauðrófu og grænu salati, hollustumúffur x2, hrákókoskúlurx2, vatn, KjötLagsagna m/salati, brauðikók m/mat
jóga

17. nóvember: 
rúnstykki m/skinku og osti, eplatrópí, safi m/kíví, engifer og eplum, hollustumuffinslagsagna, 1 kókglas, epli, súrmjólk með byggmorgunkorni.Byrjaði að taka inn omega-3, pregnacare og kalk
nudd

18. nóvember:
hafragraut m/chia fræjum og banana, 1/2 bmt subwaykókglas, 1 sneið hrákakajólöl 0,5L, fitness popp
jóga

19. nóvember:
kók light glas, draumbitar, sleikjó, afmæli hjá pabba, marengs terta, kókosbollu-rjómakaka, heit eplakaka m/súkkulaði og ís, nokkur kókglöskjúklingur, franskar, tómatsósagrænt salat, abt-jógúrt, 1 glas engiferseyði, epli

20. nóvember:
DETOX
Ég held að það væri ekki úr vegi að hafa DETOX dag eftir þessa viku. 

Þetta er önnur vikan sem ég skrifa allt niður sem ég borða. Það sem hefur komið mér mest á óvart er hvað ég borða mikið af óhollum mat, nammi og gos. Það er þó nokkkuð síðan ég byrjaði að pæla í áhrif matarræðis á gigtina. Ég hef lesið mér til, fundið upplýsingar á netinu, farið á bókasafnið, lesið heilsublogg hjá ókunnugu fólki. Hingað til þá hefur mér fundist ég borða nokkuð hollan mat en þegar ég sé þetta svona svart á hvítu þá fæ ég hálfgert áfall. Þessi vika var að vísu afspyrnu slæm og ég ætla að leyfa mér að segja að hún hafi verið óvenjulega slæm. Engu að síður þá er ég hissa á því hversu mikið nammi ég borðaði alla vikuna. Ég hef stundum heyrt fólk tala um að gott er að stefna að því að borða hollt í 80% tilvika og leyfa sér 20% í minna hollum mat. Í sannleikann sagt þá hef ég haldið að ég væri að fara nokkurn veginn eftir því. 

Ónákvæm prósentureikningur á mattarræði mínu sýnir að í 27% tilvika borðaði ég hollan mat, í 73% tilvika borðaði ég nammi, bakarísnammi, brauð og unnar kjötvörur. Ekki alveg hlutföllin sem ég var að vonast eftir:(

En það þýðir ekkert að láta deigann síga, Róm var ekki byggð á einum degi. Ég þarf að fara rólega í hlutina, hugsa ögn meira um hvað ég er að láta ofan í mig og ekki dýfa mér ofan í nammiskálina þó að ég fari út af sporinu. 

Væl og verkir
Ég er að reyna að fylgjast betur með gigtarverkjunum og hreyfigetunni. Fyrst og fremst til að sjá hvort matarræði og hreyfing sé að hafa áhrif á líðan mína. Þess vegna krassa ég inn á þessa mynd vikulega þar sem rautt er fyrir verki og fjólublátt fyrir skerta hreyfigetu
Ég finn miklu minna fyrir vöðvabólgunni eftir að ég byrjaði í meðgöngujóganu. Man ekki hvenær ég fékk síðast vöðvabólguhöfðuðverk. Ég er búin að vera slæm í grindinni og ökklarnir eru að plaga mig. Mér finnst ég þó vera mun skárri eftir allt nuddið í vikunni. Ég hef engu að síður átt mjög erfitt með að sitja þessa vikuna, nota hægri höndina og hægri löppin hefur ekki verið upp á sitt besta. 

No comments:

Post a Comment