Friday, November 25, 2011

Matarstell

Ég og maðurinn minn héldum okkar fyrstu jól saman í fyrra ein fjarri fjölskyldu. Ég hef hingað til ekkert sérstakleg pælt mikið í matarstellum en eftir þessi jól þá er ég alveg sjúk í fallegt matarstell. Það er skemmtilegra að borða af fallegum diskum á jólunum. 


Ég er mjög hrifin af Arctica Arabia FinlandÞetta hérna heitir Ten Strawberry Street Nouve Square og kostar ekki handlegg. Ég veit að vísu ekki hvernig gæðin eru á því. Mér finnst lagið á þeim svo óvenjulegt og skemmtilegt.Stellið sem ég ætla hins vegar að setja á óskalistann er frá Arzberg. Það er kallað Tric Dinnerware Collection. Ég hugsa að ég myndi samt ekki nota það sem spari. Ég er langhrifnust af appelsínugula litnum en hef smá áhyggjur af því að fá leið á honum. 

No comments:

Post a Comment