Sunday, January 8, 2012

psoriasis blettir

Það er fátt jafn yndislegt og að fá psoriasis bletti eða þannig. Þegar ég var 18 ára gömul þá fékk ég dropa-psoriasis. Dropa-psoriasis blettirnir eru svipaðir og venjulegir psoriasis blettir nema að þeir eru pínulitlir. Ég fékk þessa litlu bletti út um allan líkamann. Ekki alveg það skemmtilegasta fyrir 18 ára stelpu. Ég var ein af þeim heppnu og eftir veturinn þá voru eiginlega allir blettirnir horfnir. Fyrir c.a. tveimur árum þá fékk ég aftur psoriasis bletti en í þetta skiptið fékk alvöru psoriasis-bletti. Líkt og margir vita þá er engin lækning við psoriasis en það kemur samt ekki í veg fyrir að maður reyni að losna við þá. Ég hef prófað ýmislegt með misjöfnum árangri. 

1. Verða ólétt 
Ég man ekki alveg hvað ég var komin langt á leið þegar ég tók eftir að psoriasis-blettirnir voru nær allir horfnir. 

2. Fara í ljós á sjúkrahúsi
Þegar ég fékk dropa-psoriasisinn þá var ég heilan vetur í sérstökum ljósum á sjúkrahúsi. Ljósin virtust gera mikið gagn. Ég allavegana var laus við næstum alla blettina eftir veturinn. 

3. Lyf og sterakrem
Það eru til lyf sem halda psoriasinum niðri. Ég hef oft notast við sterakrem sem minnkar hrúðrið en blettirnir sitja eftir. 

4. Epsom salt
Þetta svínvirkar á hrúðrið. Maður fær fallega bleika bletti í stað hreistraðra og hvítra. Ég sett alveg heilan helling í baðið. 


Síðasta vetur tók maðurinn minn eftir því að psoriasis blettirnir á olnbogunum hjá mér voru nær horfnir. Við urðum mjög hissa því ég hef prófað ýmislegt og það er margt sem vinnur á hrúðrinu en það er ekkert sem gerir það að verkum að blettirnir hverfi. Við fórum yfir hvað við höfðum borðað og gert síðustu daga og datt fátt í hug sem gæti skýrt af hverju blettirnir væru að fara. Að lokum komust við að þeirri niðurstöðu að minnkun blettanna mætti rekja til tesins sem ég var nýbyrjuð að drekka


Teið heitir Organic Green Tea with ginger. Ég veit ekki af hverju en þetta virkar svo vel á mig að blettirnir hurfu nær allir. Þetta er þó engin lækning um leið og ég hætti að drekka teið þá komu þeir aftur. Til að byrja með drakk ég einn bolla á dag, svo annan hvorn dag og loks bara þriðja hvern dag. Það virtist duga til að halda blettunum fjarri. Þetta er það eina sem ég hef prófað sem hefur gert það að verkum að blettirnir hverfi alveg.

No comments:

Post a Comment