Monday, November 7, 2011

Spariglös

Þegar ég var lítil stelpa og við fórum í heimsókn til ömmu og afa á hátíðsdögum þá voru spariglösin dregin fram. Spariglösin hennar ömmu voru þau langflottustu. Þið getið rétt svo ímyndað ykkur hversu mikið sport það var að fá að drekka úr þeim. Þau voru meðalstór, dökkgræn úr hömruðu gleri, mjög retro. 
             

Þau voru ekki ósvipuð þessum nema ömmuglös voru úr þykku hömruðu gleri


Einn daginn, ég veit að vísu ekki hvenær sá dagur rennur upp, munum við hjónakornin setjast að og hætta að flytja tvisvar á ári. Þegar það verður að veruleika þá langar mig í spariglös. Því það er svo gaman að geta dregið fram fína postulínin þegar gesti ber að garði. 

Þessi glös eru eftir hana Kristínu S. Garðarsdóttur. Mér finnst þessi glös vera ævintýri líkust. Liturinn er missterkur eftir því hvernig ljósið fellur á glösin.Hægt er að fjárfesta í þessum ævintýraglösum í Kirsuberjatréinu á Vesturgötunni. 

No comments:

Post a Comment