Tuesday, January 10, 2012

Sellerí

Mér hefur alltaf fundist sellerí vera mjög óspennandi matur. Annars vegar finnst mér bragðið vera ekkert sérstakt og hins vegar finnst mér þetta ekki fallegt grænmeti. Helstu kostir sellerís

Járnríkt
Mikið af K-vítamín
Getur lækkað kólesteról
Virkar vel á hægðatregðu
Dregur úr bólgum
Lækkar blóðþrýsting
Fáar kaloríur
Betri líkamslykt
Styrkir hvít blóðkorn
Í ljósi þess að mér hefur ætíð fundist sellerí vera óspennandi matur þá hef ég lítið sem ekkert borðað það. Ég hef aðeins verið að prófa mig áfram síðustu vikur. Mér finnst ágætt að borða það með "hollustu" ídýfu og mér finnst það frábært í sushi. Ég þarf að grúska í matreiðslubókum og finna einhverja dýrindis uppskrift þar sem sellerí er í aðalhlutverki

No comments:

Post a Comment