Friday, January 20, 2012

Vítamín og gigt

Það hefur verið mikil umræða um vítamín og þá sérstaklega d-vítamín að undanförnu. Í gegnum árin hef ég tekið eftir að mælt er með vissum vítamínum fyrir gigtarfólk. Hér er listi yfir þau sem ég hef séð mælt með og ég hafði hugsað mér að kanna betur hvers vegna þau eiga að vera góð fyrir fólk með gigt. 

Vítamín sem hefur verið mælt með fyrir gigtarsjúklinga:


B-6 vítamín
B-5 vítamín
D-vítamín
Kalk
Magnesium
Zink
Alfafla
Cetyl myrist-oleat

Ég hef tekið eftir því að andoxunarefni eru oft nefnd í sömu andrá og gigt. Ég veit ekki hvers vegna en það væri fróðlegt að vita hvaða áhrif þau hafa á gigt. 


E-vitamin
C-vitamin
Beta-carotene 
Selenium


Þetta er svona það sem ég hef rekist á í gegnum tíðina sem mælt hefur verið með. Ég veit ekki hvort þessi vítamín hafi nokkur áhrif á gigt en það sakar ekki að lesa sér meira til og sjá hvers vegna er verið að mæla með þeim. 

No comments:

Post a Comment