Sunday, December 16, 2012

3 mánuðir

16. desember hefst nýja átakið mitt. Ég hef fyrir löngu gefist upp á lífstílsbreytingum og vil kalla hlutina réttu nöfnum sem er átak fyrir mig. Þegar ég hætti að reykja þá gerði ég það í nokkrum áföngum, ég byrjaði að hætta að reykja fyrir alvöru haustið 2009 það var ekki fyrr en maí 2011 sem ég hætti að reykja. Síðasta skiptið, þessi tvö litlu saklausu orð valda skammhlaupi í heilanum hjá mér. Haustið 2009  flutti ég erlendis, ég gerði samning við sjálfan mig, úti bannað að reykja, heima á íslandi leyfilegt að reykja. Þegar ég var að deyja fyrstu vikurnar haustið 2009 þá var það mér mikil huggun að vita af því að jólafríið væri á næsta leyti þar sem ég myndi getað reykt mér til óbóta. Vorið 2011 flutti ég heim til Íslands og þá var þetta búið spil, engin sígó. Ég svindlaði að vísu og reykti þegar ég kom til Íslands en hætti þegar eiginmaður kom, hann flutti þremur vikum á eftir mér. Ég hef verið reyklaus í 1 ár og 7 mánuði. Ég hef aldrei verið reyklaus svona lengi síðan ég byrjaði að reykja. Langbesta tilfinningin við að hætta að reykja er að núna vil ég ekki reykja (fyrir utan þegar ég er orðin ógisslega full og allar vinkonur mínar eru að reykja þá fer mér að finnast reykingar vera snilldarhugmynd).  Þegar ég reykti og fólk sem var hætt í langan tíma var að tala um að því langaði ekki lengur til að reykja þá trúði ég þeim aldrei. Þetta er þó satt.

Hlutirnir hafa gengið ágætlega fyrir sig síðustu mánuði, ég iðka jóga reglulega, borða minna og hollara, er í stuðningshópi fyrir konur sem hafa orðið fyrir kynbundu ofbeldi, hef misst kíló, 8 kíló. Það er þó ekki nóg, gigtarlyfin eru farin að virka en verkirnir og skert hreyfigeta er ekki á undanhaldi. Litla snúllan stækkar með hverjum deginum og það er mér ofraun að fara með barnið í göngutúr. Það er fokking ömurlegt. Í dag fór ég í göngutúr sem varði í u.þ.b. 20 mínútur með littlu snúllunni. Þegar við komum heim þá var ég ekki rólfær fyrr en eftir fjóra klukkutíma. Af þeim loknum treysti ég mér til þess að staulast um íbúðina en það var engin leið fyrir mig að sinna einföldustu heimilisverkum hvað þá að sinna barninu. Litla snúllan er heppin að eiga ekki gigtveikan föður og hann getur því tekið við þegar ég er rúmliggjandi. Fyrir utan hvað það er niðurdrepandi að geta ekki gert jafn einfaldan hlut líkt og að fara í göngutúr með barninu sínu þá er þetta auka álag á hjónabandið.

Jólin eru eftir nokkra daga og hátíðirnar eru aldrei góður tími fyrir að byrja í átaki. Ég ætla engu að síður að byrja núna í stað þess að bíða eftir nýja árinu. Það verður bara frí um jólin og haldið síðan áfram eftir jólin.

Um hvað snýst nýja átakið?

Jógaæfingar 6 daga vikunnar
Styrktaræfingar 6 daga vikunnar
Hveiti og sykurlaust matarræði 7 daga vikunnar

#Í dag hef ég gert jógaæfingar í þrjá daga í röð og það er meiriháttar og minnkar verkina. Það er kannski of metnaðarfullt að stefna á 6 daga vikunnar en mér finnst vera kominn tími á að skipta um gír og leggja harðar að mér. #Maginn á mér er gífurlega slappur eftir meðgönguna, ég hef verið nokkuð dugleg að gera styrktaræfingar á morgnana en maginn er enn slappur og mjóbakið er enn veikt og því full ástæða til að iðka þær sem oftast, ég þarf á þeim að halda. #Ég á nokkuð auðvelt með að gera styrktaræfingarnar sex sinnum í viku, það er ögn meiri áskorun að gera jógaæfingarnar sex sinnum í viku en það er viðráðanlegt. Matarræðið er stærsta áskorunin, síðustu ár hef ég vanið mig á að verðlauna mig og hugga mig með mat, ég hef gert mat að forsendu þess að njóta viðburða og samverustunda og ég hef vanið mig á óhollan mat. Frá því í haust hef ég bætt mig mjög mikið, borðað minna og hollari mat en samt haldið áfram með fyrrnefnda þætti. Það er von mín að hveiti og sykurlaust matarræði minnki verkina, það er þess virði að prófa það í lengri tíma en ekki bara nokkra daga í einu líkt og ég hef verið að gera í haust. Ég er auk þess ennþá alltof þung þó ég hafi misst 8 kíló og ég vil vera komin aftur í kjörþyngd fyrir sumarbyrjun.

Yfirlit
16. desember-23.desember=8 dagar
24. desember-4. janúar=frí
5. janúar-16. janúar=1 mánuður, 12 dagar
17. janúar-16. febrúar=2 mánuðir, 31 dagar
17. febrúar-16. mars=3 mánuðir, 28 dagar
=79 dagar


Sunday, October 7, 2012

Jóga fyrir gigt

Það eru komnar tvær vikur síðan ég keypti mér 20 tíma jógakort hjá jógastöð. Þegar ég veiktist fyrst þá keypti mér jóga-disk eftir Guðjón Bergmann. Ég var mjög dugleg að gera æfingar heima og þær hjálpuðu mér þó nokkuð. Það var sérstakleg gott að geta keypt jógadisk því á þeim tíma réð ég ekki við að ganga niður stigann, fara út í bíl, keyra, ganga inn í jógastöðina, gera æfingar og koma mér heim. Á þeim tíma komst ég varla úr stofunni inn í eldhús án hjálpar. Það var ömurlegur tími.

Á meðgöngunni fór ég í meðgöngu jóga. Það var í fyrsta skipti sem ég fór í alvöru jógatíma. Ég verð að segja að það er þvílíkur munur að komast í jógatíma hjá jógakennara. Hérna úti fann ég litla krúttlega jógastöð og byrjaði fyrir tveimur vikum. Ég valdi rólega tíma en þeir taka engu að síður vel á. Mér gekk vel þangað til ég fór óvart í Vinyassa flow tíma, nafnið gefur til kynna að þetta sé rólegt og þægilegt. Ekki alveg, ég hélt að ég myndi deyja í tímanum og hef ekki farið aftur í jógatíma. Þurfti að jafna mig.

Jóga æfingar eru að gera góða hluti fyrir gigtina. Mér finnst ég vera ögn skárri og hafa meiri orku.

Mér hefur tekist að vera án steranna í viku og vigtin byrjar þá niðurleið sína eiginlega um leið. Þegar ég kom hingað út þá var ég rúmlega 86 kg en núna er ég orðin 82 kg. Þetta eru ekkert smá háar tölur. Ég hef aldrei verið svona þung áður. Ég kenni barnsburði, sterum í kjölfarið og óhóflegu áti um. Ég hef látið af óhóflegu áti sem ég held að eigi stærsta þátt í kílóa tapinu.

Mér finnst 4 kíló vera bara dropi í hafið.

Thursday, September 27, 2012

Ég er að gefast upp

Það eru liðnir 7 mánuðir síðan að litla snúllan okkar kom í heiminn. Ég fór eiginlega strax á gigtarlyfin, c.a. tveim dögum eftir að ég átti hana. Það var súrt, mig langaði til að hafa hana á brjósti fyrstu mánuðina. Þetta var ´líka sérstaklega svekkjandi því snúllan tók brjóstið vel og ég mjólkaði vel. Var að vísu komin með smá sárar geirvörtur en þetta var ekkert sem við hefðum ekki getað klárað okkur á.

Ég fór á lyfin sem ég var á áður methotrexate, salazopyrin, voltarin, parkódin og barkastera.  Ég var á þessum lyfjum í c.a. 6 ár áður en ég varð ólétt. Aldrei nokkurn tímann urðu þessi lyf til þess að ég næði aftur fullri heilsu. Engu að síður virkuðu þau ágætlega, tóku að vísu mjög langan tíma til að virka. En ég náði þeim merka áfanga að geta farið aftur út á vinnuarkaðinn og unnið 100% vinnu. Ég verð að viðurkenna að eftir veturinn sem ég vann úti fulla vinnu  þá var ég eiginlega að niðurlotum komin og um veturinn gat ég lítið annað gert en að vinna og hvíla mig fyrir næsta vinnudag.

Nú erum við komin aftur út, maðurinn minn er byrjaður í námi og ég og snúlla erum heima í fæðingarorlofi. Þetta ætti að vera yndislegur tími sem hann er en skert hreyfigeta og viðvarandi sárir verkir setja óneitanlega strik í reikninginn. Umönnun snúllu er erfiðari fyrir mig en við hjónin vonuðumst eftir. Ég er bara það illa haldin af þessari bölvuðu gigt að öll dagleg hversdagsleg verkefni verða eins og Mont Everest.

Lyfin sem ég hef tekið og mun halda áfram að taka eru því miður ekki að virka sem skyldi fyrir mig.


Friday, August 3, 2012

Hvítur sykur


Mér hefur farið aftur undanfarnar vikur. Ég átti litlu snúlluna mína í febrúar. Ég fór strax aftur á lyf og varð betri með hverjum degi. Síðustu dagar og jafnvel vikur hafa aftur á móti verið mjög erfiðar. Ég á mjög erfitt með gang og er kvalin. Sterar voru því teknir upp aftur en þeir hafa sínar aukaverkanir og til langframa hafa þeir slæm áhrif á líkamann.

Ég veit ekki hversu oft ég hef prófað að sleppa öllum sykri, hveiti, salti, aukaefnum, litarefnum, unnum kjötvörum, elduðum mat og mistekist hrapalega. Það er vond tilfinning að ætla sér eitthvað til að bæta heilsuna og mistakast. Ég er óvægin við sjálfan mig og eyði dögunum eftir mistök í allsherjar niðurrif. Í sumar hef ég borðað æ meira af nammi, bakarískruðerí, snakki, gosi, kökum, kexi. Á mánudaginn þá ætla ég alltaf að taka heragann á þetta og sleppa öllum óhollum mat. Viti menn, mánudagurinn kemur til þess eins að ég stend ekki við stóru orðin og eyði restinni af vikunni í að skamma sjálfan mig fyrir aumingjaskapinn. Í gær þá tókst mér að komast í gegnum daginn án þess að hvítur sykur færi inn fyrir mínar varir. Mér líður eins og ólympíumeistara. Í þetta sinn ætla ég að reyna að gera hlutina aðeins öðruvísi. Ég ætla bara að einbeita mér að því að sleppa hvítum sykri. Ég ætla ekki að reyna að sleppa öllu hinum, það er of mikið fyrir mig, ég spring á limminu. Sumir geta byrjað einn daginn og sleppt því að borða sykur í hvaða formi sem er, hveiti, aukaefni o.s.frv. Ég hef margreynt það og mér tekst það ekki. Það eina sem gerist er að mér mistekst og ég eyði síðan næstum dögum og vikum í að segja sjálfri mér hvað ég sé ómöguleg og geti aldrei gert neitt rétt. Í dag ætla ég klappa sjálfri mér á bakið fyrir að hafa komist í gegnum gærdaginn án þess að borða sykur.

Er hvítur sykur rót alls hins illa?
Það eru mjög skiptar skoðanir um sykurneyslu og hvort hún hafi áhrif á gigt. Þegar ég hef borðað mikið sykri þá líður mér verr. Hvítur sykur inniheldur engin nauðsynleg vítamín eða steinefni engu að síður er sykur mjög hitaeiningaríkur. Það er óhætt fyrir líkamann að hætta að borða hann því líkaminn þarfnast hans ekki. Sykur er:
Fitandi
Bjúgmyndandi
Næringarlítill
Tannskemmandi
 og síðast en ekki síst þá getur sykur verið bólguhvetjandi 

Thursday, August 2, 2012

Dagurinn í dag

  • Hlutirnir hafa ekki gengið vel að undanförnu. 
  • Mér hefur farið aftur
  • Ég er grautfúl yfir því
  • Vigtin sýndi 84,2 kg í morgun

Stöðutékk:

Verkir
Hægri hönd léleg, vægir verkir, finn fyrir henni,
Báðir fætur þreyttir, sérstaklega kálfar, verkir, hægra hné lélegt, þreyta og verkir í iljum, erfitt að ganga,
Hægri háls, finn fyrir honum, verkir,
Axlir, mikil vöðvabólga,
Hægri kjálki, verkir,
Hægri hlið slæm.
Alltof þung eða 84,2 kg

Lyf
Tek lyfin samviskusamlega, metrotrextrat 8 töflur einus sinni í viku, salozopyrin 2 töflur tvisvar á dag, voltaren rapid og parkódín eftir þörfum

Heilsubót
Ég drekk engiferseyði, 2. ágúst 2012 byrjaði að sleppa hvítum sykri, ég nota vöðvaolíu frá Urtaverksmiðjunni á vöðvabólguna og vöðva- og liðagaldur frá Villimey á fætur og hendur. 

Wednesday, May 9, 2012

Sjúkraþjálfun

Ég fór í minn fyrsta tíma í sjúkraþjálfun í langan tíma, það eru liðin 7 ár síðan síðast. Líkt og flestar sem hafa glímt við króníska sjúkdóma þá í byrjun reynir maður margt. Eftir því sem tíminn líður þá hættir maður smátt og smátt í tilraunastarfsemi. Í mínu tilviki þá snerist þetta fyrst og fremst um peninga. Ég hafði einfaldlega ekki pening til að fara í sjúkraþálfun, nudd, sund, ræktina, nálastungur, svæðanudd og fleira sem hjálpar til við að vinna á bólgum og verkjum. Ég bind töluverðar vonir við sjúkraþjálfunina. Í morgun nuddaði hún á mér iljarnar og ég er ekki frá því að ég sé aðeins skárri í fótunum. Í næstu tveimur tímum munum við hittast í tækjasal og hún lætur mig fá æfingaáætlun. 

Nú þegar tæplega þrír mánuðir eru liðnir síðan ég átti stelpuna er nokkuð ljóst að ég þarf að leggja töluvert á mig til að losna við verkina og bólgurnar. Fyrst eftir að ég byrjaði á lyfjunum þá fann ég mikinn mun en síðan er eins og að maður rekist á vegg og batinn hættir. Eins og staðan er í dag þá ég í töluverðum erfiðleikum með að ganga á milli herbergja, ég get ekki farið í göngutúra og herðablaðið minnir á sig með stífleika og verkjum. 

Ég er svo löngu komin með upp í kok að hafa þessa gigt. Ég vildi að til væri töfralausn.

Monday, April 16, 2012

Engiferseyði

Ég fer rólega af stað í "nú tek ég þetta með trompi og borða bara hnetur og gras" Ég skírði um helgin og hef verið önnum kafin að stússast í þeim undirbúningi. Allt þetta gekk saman, daman fékk nafn og gestir fengu nóg að eta. Ég verð að viðurkenna fyrir sjálfri mér að ég hefði alveg getað gefið mér tíma til að fara út að ganga þessa vikuna. Tvennt kom í veg fyrir það, annars vegar gigtarþreyttir fætir og hins vegar tók ég þeirri afsökun "það er svo mikið að gera hjá mér út af skírninni" fegins hendi og notaði þá afsökun óspart.

Vikan var þó ekki alslæm. Pabbi kom í skírnina og sauð handa mér rótsterkt engifer seyði. Seyði hans pabba svíkur engann og mér finnst bjúgurinn vera minni hjá mér þegar ég hef verið duglega að drekka engiferseyðið. Margir gigtarsjúklingar berjast við bólgur í liðum, ég er ein af þeim. Ég er því ávalt á höttunum á eftir einhverju bólgueyðandi. Engiferrót ku vera harla bólguhemjandi.

Monday, April 9, 2012

Einu sinni enn

Mér finnst ég vera vonlaus þegar kemur að því að borða hollan mat og hreyfa mig. Einu sinni enn ætla ég að taka á mínum stóra og kippa öllu í liðinn á núll einni. Verða frísk ekki seinna en á morgun. Lífið er töluvert betra eftir að ég byrjaði aftur á gigtarlyfjunum. Ég neita því ekki að það er helvíti erfitt að vera með smábarn á handleggnum verandi gigtveik. Ég er þó heppin að litla snúllan mín er ósköp vær og góð. Engu að síður finn ég fyrir því í flestum liðum og vöðvum að ég þarf að huga betur að heilsunni. Það fer bara svo sjúklega í taugarnar á mér að ég þurfi eina ferðina enn að taka til í þessum málum. Í ljósi þess að ég er búin með að vera með þessa bölvuðu gigt í að verða 8 ár þá finnst mér að ég ætti fyrir löngu að vera komin á þann stað í lífinu að ég borðaði einungis mat sem væri bólguhemjandi, iðkaði jógaæfingar af kappi, færi reglulega í sund og stundaði lyftingar. 

Ég á alveg mína spretti en ég er þessi týpa sem set ekki salt út á hafragrautinn af því að salt er ekki gott fyrir bólgur en fer síðan seinna um daginn út í sjoppu og kaupi mér kók og prins póló. 

Það er erfitt að horfast í augu við sjálfan sig og ég velti fyrir mér af hverju í andskotanum stend ég mig ekki betur í þessum málum? Ætti það ekki að vera nógu mikið spark í rassin að búa við skerta hreyfigetu og þráláta verki?  Maðurinn minn sem þjáist ekki af gigt, finnur ekki til og á ekki í neinum erfiðleikum með að hreyfa sig á ekki í neinum vandræðum með að borða hollan mat og hreyfa sig. Hann lifir svona 10 sinnum heilbrigðara líferni heldur en ég þrátt fyrir að hann setji salt út á grautinn sinn. 

Ég veit að það er enginn töfralausn, ég veit hvað ég þarf að gera, ég veit hvað virkar en samt sit ég hér og skrifa enn einu sinn enn um með hvaða hætti ég ætla að lifa hinu fullkomna heilbrigða líferni. Ég veit ekki hversu oft ég hef skrifað í dagbókina mín, bloggið, talað um það við vinkonur mínar um hvernig nú eigi að taka á því en nokkrum vikum seinna er allt komið í sama farið og ég byrja á enn einum "Einu sinni enn pistlum"

Sunday, April 1, 2012

Gigt og framtíðarheimilið

Það er tvennt sem á hug minn allan um þessar mundir, gigt og framtíðarheimilið

Gigt

Gigtin hefur verið minn fylgdarsveinn síðustu árin.  Mér gengur töluvert verr að losna við hana en ég hef óskir um. Það eru fimm vikur síðan litli sólargeislinn minn kom í heiminn. Mér til mikillar armæðu fékk ég verki og bólgur næstum um leið og ég var búin að eiga. Það var því ekkert annað í stöðunni en að byrja aftur á gigtarlyfjunum. Það er dásamlegt að vera komin aftur á lyfin en jafnvel þó ég gleypi gigtarlyf á hverjum degi þá næ ég aldrei fullkomnum bata. Ég bind vonir að með inntöku gigtarlyfja og sjúklega hollu líferni þá sé möguleiki á að verða algóð. Vandinn er að ég mun seint lifa sjúklega hollu líferni. 

Framtíðarheimilið

Maðurinn minn er í doktorsnámi í Bandaríkjunum, námið hans tekur fimm ár. Hann klára þriðja árið sitt í vor og á þá tvö ár eftir. Það þýðir að það eru að minnsta kosti tvö ár þangað til að við getum farið að sanka að okkur búslóð fyrir framtíðarheimilið okkar. Ég verð 31 árs á þessu ári. Ég get ekki lýst því hversu mikið  ég þrái að komast í íbúð sem við munum vera lengur í en 1 ár og geta loksins byrjað að sanka að mér allskonar dóti og drasli. Þangað til að sá draumur verður að veruleika þá læt ég mig dreyma um hvernig framtíðarheimilið okkar muni líta út.

Friday, January 20, 2012

Vítamín og gigt

Það hefur verið mikil umræða um vítamín og þá sérstaklega d-vítamín að undanförnu. Í gegnum árin hef ég tekið eftir að mælt er með vissum vítamínum fyrir gigtarfólk. Hér er listi yfir þau sem ég hef séð mælt með og ég hafði hugsað mér að kanna betur hvers vegna þau eiga að vera góð fyrir fólk með gigt. 

Vítamín sem hefur verið mælt með fyrir gigtarsjúklinga:


B-6 vítamín
B-5 vítamín
D-vítamín
Kalk
Magnesium
Zink
Alfafla
Cetyl myrist-oleat

Ég hef tekið eftir því að andoxunarefni eru oft nefnd í sömu andrá og gigt. Ég veit ekki hvers vegna en það væri fróðlegt að vita hvaða áhrif þau hafa á gigt. 


E-vitamin
C-vitamin
Beta-carotene 
Selenium


Þetta er svona það sem ég hef rekist á í gegnum tíðina sem mælt hefur verið með. Ég veit ekki hvort þessi vítamín hafi nokkur áhrif á gigt en það sakar ekki að lesa sér meira til og sjá hvers vegna er verið að mæla með þeim. 

Thursday, January 19, 2012

101 leið til að lifa heilsusamlegu lífi

Ég hugsa að flestar sem þjást af krónískum sjúkdómum hafi hugleitt að breyta einhverju hjá sér, í þeirri von um að sjúkdómurinn verði ei lengur til staðar. Ég er engin undantekning þegar kemur að því. Ég kannaði hvaða mat væri best fyrir gigtarsjúklinga að borða, hvað ég ætti að forðast, fór að stunda sund og jóga af miklum móð. Mér hefur aldrei verið eðlislægt að naga gulrót og borða hnetur til hátíðarbrigða. Engu að síður sá ég fyrir mér að eftir nokkra mánuði jafnvel vikur væri ég búin að ná þvílíkum tökum á þessum nýja lífstíl að það myndi vekja eftirtekt hvert sem ég færi. Auk þess trúði ég því að þetta yrði ekkert mál og eftir smá tíma myndi mér ekki detta í hug að borða nammi, drekka gos eða gúffa í mig kökum. 


7 árum seinna drekk ég gos, borða nammi, gúffa í mig kökum, þarf að beita mig hörku til að hlunkast í jóga og á líkamsræktarstöðina. Þetta varð sem sagt aldrei auðveldara. Ég verð því miður að viðurkenna að ég hef aldrei náð tökum á því að borða hollan mat og hreyfa mig. Þrátt fyrir það þá hefur kílófjöldinn aldrei náð að verða mikill. Líklegast því ég borða ekki alltaf óhollt, ég borða bara of oft óhollan mat. Maður myndi ætla að þegar maður þjáist af gigt sem hefur í för með sér verki og skerta hreyfigetu að það ætti að vera nógu mikið spark í rassinn til þess að huga alltaf að heilsunni. Í mínu tilviki hefur það ekki orðið til þess. Ég hef engu að síður í 7 ár leitað mér upplýsinga um hvað ég geti gert til að bæta ástand mitt. Ég hef fundið margt sniðugt og fróðlegt og prófað margt. En gallinn er að ég held ekkert af þessu út nema að borða óhollan mat. Mér hefur tekist að gera það án vandræða í mörg, mörg, mörg ár.

Mér líður vægast sagt ömurlega yfir því að hafa aldrei náð þeim markmiðum sem ég hef sett mér. Ég geri mér engar grillur um að breytt matarræði og hreyfing muni verða til þess að gigtin hverfi. Mér finnst engu að síður að ég ætti að gera það sem er gott fyrir líkamann minn. Það er staðreynd að það er betra fyrir okkur að borða mat í hóflegu magni, borða hollan mat og hreyfa okkur reglulega heldur en að borða yfir okkur, sleppa allri hreyfingu og úða í okkur óhollustu. 


Ég hafði hugsað mér að nota þetta blogg til að hjálpa mér að taka skynsamlegri ákvarðanir þegar kemur að heilsunni. Kannski verður það mér meira aðhald að þurfa skrifta reglulega á bloggi. 

Wednesday, January 18, 2012

Engifer

Þrátt fyrir að ég borði allt of oft óhollan mat þá tel ég engu að síður að það skaði ekki að kynna sér hvaða matur getur gagnast gegn gigtinni. Í mínu tilviki þá er ég talsvert bólgin. Hægri hliðin á mér er næstum tvöföld miðað við þá vinstri. Mér hefur fundist gagnlegt að drekka engiferte og engiferseyði til að vinna gegn bjúg og bólgum. 

Kostir engifers

bólgueyðandi
vinnur gegn ógleði
minnkar brjóstsviða
góð vörn gegn kvefi
gott fyrir meltinguna   
minnkar bjúg 

Ég hef drukkið engiferseyði sem faðir minn bruggar af miklum móð heima hjá sér. Ég er misdugleg að drekka það. Hef reyndar verið afskaplega ódugleg við það undanfarnar vikur. Þegar ég hef verið dugleg þá finn ég alveg smá mun. Það er samt svo erfitt að benda á eitt atriði. Ég er samt alveg pottþétt með minni bjúg þegar ég er duglega að drekka seyðið.Engiferseyði

2 lítrar vatn
320 gr. engifer
 50 ml sítrónusafi    
60 ml agave síríp
4 g myntulauf 

Skera niður engiferið, algjör óþarfi að skræla það, kreista sítrónuna, allt sett í pott og látið sjóða í klukkutíma. Síað og sett á flöskur, geymt í ísskáp. 


Tuesday, January 17, 2012

Sjúk í sykur

Ég er sjúk í sykur

Líkaminn minn er ekki jafn hress með þetta sykurát og mótmælir hástöfum með verkjum og bólgum. 

Fór á bókasafnið í dag og birgði mig upp af heilsubókum í þeirri von um að ég muni fyllast innblæstri og láta af allri sykurneyslu án nokkurra vandamála. 

Ég er svona hægt og rólega að átta mig á að ég þurfi að taka sömu taktíkina á sykurinn og gerði með reykingarnar. Þegar ég reykti þá beið ég alltaf eftir að deginum þar sem ég myndi reykja síðustu sígarettuna og fyrir eitthvert kraftaverk myndi mig síðan aldrei aftur langa í aðra sígarettur. Þetta yrði auðvelt og besta af öllu ég mundi ekki þurfa að hafa fyrir neinu. 

Því miður þá rann þessi dagur aldrei upp og ég þurfti að hafa heilmikið fyrir því að hætta að reykja sem m.a. fólst í því að reykja ekki jafnvel þótt mig langaði til þess. 

Sykur fer alveg sérstaklega illa í mig. Í dag er fimmti dagurinn sem ég borða nammi, drekk gos og borða kökur og sætindi. Líkaminn mótmælir hástöfum með tilheyrandi verkjum og bólgum ég held engu að síður áfram að fóðra sykurskrímslið.

Ég hefði nú gott af því að rifja upp hvers vegna sykur er slæmur 

Sykur er


Fitandi
Bjúgmyndandi
Næringarlítill
Tannskemmandi
 og síðast en ekki síst þá getur sykur verið bólguhvetjandi 


Hvítur sykur er mikið unnin vara sem þýðir að hann er næstum því næringarsnauður en engu að síður er sykur mjög hiteiningaríkur. Við gætum hæglega hætt að borða hvítan sykur, líkaminn þarfnast hans ekki. Ef við bara þyrftum ekki að fóðra sykurskrímslið þá væri nú auðvelt að hætta að borða hvítan sykur.

Monday, January 16, 2012

verkir+bólgur=grípa þarf til róttækra aðgerða

Í dag eru 36 dagar í settan dag hjá mér. Gigtarlega séð hefur meðgangan gengið vonum framar. Ég hef ekki tekið verkjatöflu síðan í sumar og hef verið nokkuð laus við verki og bólgur. Það hefur verið yndislegt að fá frí frá gigtarskömminni. Nú þegar styttist í annan endann er eins og gigtin sé að vakna aftur til lífsins:( Hnéið og ökklinn byrjaðir að bólgna upp og ég er farin að finna fyrir hægri höndinni ásamt því að eiga erfiðara með sitja. 

Ég verð að viðurkenna að fyrir utan almennan pirring yfir því að vera aftur illt þá fyllist ég kvíða. Hvernig í ósköpunum á ég að fara að því að sinna ungabarni ef hendur og fætur loga af sársauka og láta ekki af stjórn. Við tókum þá ákvörðun að við yrðum heima saman í 6 mánuði því við vitum í raun og veru ekkert hvernig ég verð eftir fæðinguna. Þrátt fyrir að ég viti að maðurinn minn verði með mér þá er ég engu að síður hrædd um að ég muni ekki geta sinnt barninu jafn mikið og ég vildi. Ég velti þvi einnig fyrir mér hvernig maður fer að einbeita sér að umönnun ungbarns þegar sársaukinn útaf gigtinni lamar mann. 

Það er því ekki seinna vænna að grípa í taumana og grípa til róttækra aðgerða. Ég trúi því að með því að borða hollan, bólguhemjandi mat og hreyfa mig reglulega þá muni ég vera betri af gigtinni en ef ég gerði það ekki. Gallinn við þessa aðferð er þegar ég fóðra sykurskrímslið og læt eftir letiskrímslinu þá verð ég svo vond við sjálfan mig. Skamma mig allan daginn yfir því að vera svona mikill aumingi að geta ekki haldið þetta út. 

Sunday, January 15, 2012

Verkir og gigt

Eitt af þvi sem ójákvæmilega fylgir gigt eru verkirnir. Það er erfitt að lýsa þeim fyrir fólki sem er ekki með þá en hjá mér væri hugsanlegt hægt að lýsa þeim sem samblandi af vöðvabólgu, vaxtaverkjum og marblettum í 10 veldi. Þetta er í raun engu líkt. Eitt er víst sársaukinn sem fylgdi gigtinni var óbærilegur fyrstu tvö og hálft árið hjá mér, sem betur er verkirnir ekki jafn slæmir nú. Verkirinir eru engu að síður sárir og það er erfitt að finna stanslaust til. Það er samt ótrúlegt hverju er hægt að venjast. 

Í mínu tilviki þá dugðu verkjatöflur ekki til. Ég prófaði því ýmis bólgueyðandi krem og olíur til að reyna að slá á verkina. Allt kom fyrir ekki og mér fannst lítið gagn af þessum apótekarkremum og bólgueyðandi kremum sem voru til. Ég rambaði að lokum niður á krem frá Villimey sem virkaði eins og verkjalyf. Ég er síðan núna nýlega búin að uppgötva vöðvaolíu frá Urtaverksmiðunni Sóla sem svona svínvirkar á vöðvabólguna í herðunum.Það er líka hægt að fá kremið í lítilli dós sem er frábært fyrr fólk sem langar til að prófa en kannski ekki fjárfesta strax í stórri dós. Þessi olía frá Urtasmiðunni Sóla virkar alveg ótrúlega vel á vöðvabólgu. 

Ég hef notað kremið frá Villimey í fjölda mörg ár og er alltaf jafn ánægð með það. Ég er bara nýlega byrjuð að nota olíuna frá Urtasmiðjunni en hún hefur virkað fínt á vöðvabólguna hjá mér. Gigt er þannig sjúkdómur að það sem virkar á einn, virkar ekki á næsta. Þessar vörur hafa virkað ótrúlega vel fyrir mig. Ég mæli hiklaust með því að fólk með gigt eða vöðvabólgu verði sér út um prufur og athugi hvort þetta sé eitthvað sem virkar fyrir það. 

Það væri líka gaman að vita hvort það séu einhver önnur krem eða olíur sem ykkur finnst virka vel gegn gigtarverkjum og vöðvabólgum. 

p.s. fór eftir morgunverðaráætluninni í næstum einu og öllu:)

Saturday, January 14, 2012

Gigtarverkir

Eitt sem ég ætla að reyna að vera dugleg að gera næstu vikur. Þetta er eitthvað sem ég hef gælt við í lengri tíma en aldrei komið í verk. Það er sem sagt að lita líkamann eftir verkjum og skertri hreyfigetu. Það væri skemmtilegt að sjá hvort það sé einhver munur á verkjum eftir vikum eða mánuðum. Veit ekki alveg hversu oft ég ætti að gera þetta. Með þessu móti ætti ég líka að geta fygst betur með því hvort breytt matarræði og hreyfing hafi áhrif á verkina. 

Rautt merkir sársauka

Fjólublátt er fyrir skerta hreyfigetu
Friday, January 13, 2012

Gigt og matur

Skiptir máli hvaða mat maður borðar þegar maður er með gigt. Ég veit það hreinlega ekki. Eg held þó að það sé betra fyrir líkaman að borða hollan mat fremur en óhollan. Mér hefur þó aldrei tekist úthýsa óholla matnum úr matarræðinu hjá mér en ég er að reyna markvisst að borða hollara. Ég hef hugsað mér að kanna betur hvaða mat er mælt með að borða til að vinna bug á gigt. Hér er listi yfir því sem mælt er með og hafði ég hugsað mér næstu vikur að kanna betur hvers vegna þessi matur er góður ef maður er með gigt

Þessi ber eiga víst að vera góð fyrir fólk með gigt

Acaiber
Bláber
Krækiber
Kirsuber
Hindber
Jarðaber

Mælt hefur verið með þessu grænmeti 

Gúrka
Gulrætur
Paprika
Blómkál
Selleri
Spergilkál
Spínat
Laukur
Sætar kartöflur
Rauðbeður

Ávextir

Epli
Lárpera
Kíwí
Ananas

Sum krydd geta haft góð áhrif á gigt

Curry
Fennel
Turmeric
Basil
Mynta

Svo höfum við

Engifer
Hvítlauk
Chillí
Kanill

Ég held síðan að það sé gott að borða fisk

Þorsk
Lax


Thursday, January 12, 2012

Nammidagur sem breyttist í nammidaga

Ég er ekki fyrr búin að gera einhverjar stórkostlegar áætlanir þegar ég er búin að fara á svig við þær. Síðasta sunnudag þá fékk ég mér nammi, ekki af því að mig langaði sérstaklega í það heldur því ég var ekkert búin að borða nammi alla vikuna og ég hugsaði með mér að ég ætti það nú skilið að fá mér nammi því ég væri búin að vera svo dugleg.

Ég keypti mér smá nammi, ekkert geðveikislega mikið en fullt af sykri og fitu. 

Eitt af mini-markmiðum mínum fyrir þessa vikuna var að láta nammið vera. Sem var ekki búið að vera neitt mál fyrir mig að undanförnu. 

Daginn eftir nammiátið sat ég eftir með þessa brjálæðislegu nammiþörf. Var allan daginn að hugsa um nammi og endaði að lokum með að dýfa mér ofan í fríhafnarsúkkulaði í skápnum og éta það upp til agna. Nokkuð gott nema hvað daginn eftir það bætti ég enn betur um og missti mig í bakaríinu auk þess keypti ég mér bugles poka og kók um kvöldið. Ég held að það sé óhætt að segja að nammidagar séu ekkert sérstaklega góðir fyrir mig. Það tekur mig þrjá daga að trappa mig niður. Á miðvikudeginum gat ég síðan loks látið nammið í friði. 

Nammi er bólguhvetjandi og því er til mikils að vinna að halda sig frá því þegar maður þjáist af gigt. Mér hefur aldrei tekist það en ég þarf engu að síður að finna aðrar leiðir til að fullnægja sætuþörfinni heldur en með "hard core" nammi


Wednesday, January 11, 2012

Mulberries

Sem neytandinn er ég ginkeypt fyrir fallegum umbúðum. Vörurnar frá navitas koma í svo fallegum umbúðum að í hvert sinn sem ég labba framhjá vörum þeirra þá langar mig að hrúga öllu í körfuna.

 Í síðustu bæjarferð þá stóðst ég ekki mátið og keypti mér mulberries

 Mulberries koma alla leiðina frá Tyrklandi og tilheyra hinum sívinsæla fæðuflokki, ofurfæði,  sem var að ég held ekki til fyrir nokkrum árum. Mulberries hafa útlitið ekki með sér, eins og sjá má. Það sem þeim skortir í fríðleika bæta þau upp með andoxunarefnum, járni, C-vítamíni, trefjum og próteini. Ég er vön að setja smá út á morgunmatinn. Þau eru tiltölulega sæt samt ekki jafn sæt og rúsínur.

Mulberries innihalda:
3 gr af próteini í hverjum skammti (28gr)
járn
kalk
C-vítamín
trefjar
Rík af andoxunarefnum

Tuesday, January 10, 2012

Sellerí

Mér hefur alltaf fundist sellerí vera mjög óspennandi matur. Annars vegar finnst mér bragðið vera ekkert sérstakt og hins vegar finnst mér þetta ekki fallegt grænmeti. Helstu kostir sellerís

Járnríkt
Mikið af K-vítamín
Getur lækkað kólesteról
Virkar vel á hægðatregðu
Dregur úr bólgum
Lækkar blóðþrýsting
Fáar kaloríur
Betri líkamslykt
Styrkir hvít blóðkorn
Í ljósi þess að mér hefur ætíð fundist sellerí vera óspennandi matur þá hef ég lítið sem ekkert borðað það. Ég hef aðeins verið að prófa mig áfram síðustu vikur. Mér finnst ágætt að borða það með "hollustu" ídýfu og mér finnst það frábært í sushi. Ég þarf að grúska í matreiðslubókum og finna einhverja dýrindis uppskrift þar sem sellerí er í aðalhlutverki

Monday, January 9, 2012

Nýársheiti

Á nýju ári hef ég einsett mér að borða í meira mæli mat sem er líklegur til að vinna gegn gigtinni. Ég hef heyrt og lesið alveg ótrúlega kraftaverkasögur af fólki sem kannski losnar ekki við gigt en lifir verkjaminna lífi. Ég fyrir mitt leyti er löngu komin með upp í kok af þessari sóríasgigt og vil gjarnan losna við hana sem fyrst. Því hef ég sett mér þrjú markmið varðandi matarræði í ár. 

1. borða hollan og staðgóðan mat
Ég er hætt að setja mér ofurmarkmið þar sem hitt og þetta má ekki fara inn fyrir mínar varir. Fyrir mig held ég að henti best að einbeita mér að því að borða meira af hollum mat en óhollum mat. 

2. borða mat sem vinnur gegn bólgum
Ég er með bólgur út um allan líkama. Þær eru mismiklar en fjandi sársaukafullar og takmarka hreyfigetuna mína. Bólgurnar eru fyrst og fremst í vöðvafestingum i kringum liðina. Því tel ég mikilvægt fyrir mig að borða mikið af mat sem eru bólguhamlandi.  

3. borða mat sem styrkir ónæmiskerfið
Ég líkt og flestir gigtarsjúklingar er á ónmæmisbælandi lyfjum. Sem gera það að verkum að a.m.k. einu sinni á vetri þá leggst ég í heiftarlega flensu. Til að reyna að koma i veg fyrir það sakar ekki að borða ögn meira af mat sem á að vera sttyrkjandi fyrir ónæmiskerfið.

Sunday, January 8, 2012

psoriasis blettir

Það er fátt jafn yndislegt og að fá psoriasis bletti eða þannig. Þegar ég var 18 ára gömul þá fékk ég dropa-psoriasis. Dropa-psoriasis blettirnir eru svipaðir og venjulegir psoriasis blettir nema að þeir eru pínulitlir. Ég fékk þessa litlu bletti út um allan líkamann. Ekki alveg það skemmtilegasta fyrir 18 ára stelpu. Ég var ein af þeim heppnu og eftir veturinn þá voru eiginlega allir blettirnir horfnir. Fyrir c.a. tveimur árum þá fékk ég aftur psoriasis bletti en í þetta skiptið fékk alvöru psoriasis-bletti. Líkt og margir vita þá er engin lækning við psoriasis en það kemur samt ekki í veg fyrir að maður reyni að losna við þá. Ég hef prófað ýmislegt með misjöfnum árangri. 

1. Verða ólétt 
Ég man ekki alveg hvað ég var komin langt á leið þegar ég tók eftir að psoriasis-blettirnir voru nær allir horfnir. 

2. Fara í ljós á sjúkrahúsi
Þegar ég fékk dropa-psoriasisinn þá var ég heilan vetur í sérstökum ljósum á sjúkrahúsi. Ljósin virtust gera mikið gagn. Ég allavegana var laus við næstum alla blettina eftir veturinn. 

3. Lyf og sterakrem
Það eru til lyf sem halda psoriasinum niðri. Ég hef oft notast við sterakrem sem minnkar hrúðrið en blettirnir sitja eftir. 

4. Epsom salt
Þetta svínvirkar á hrúðrið. Maður fær fallega bleika bletti í stað hreistraðra og hvítra. Ég sett alveg heilan helling í baðið. 


Síðasta vetur tók maðurinn minn eftir því að psoriasis blettirnir á olnbogunum hjá mér voru nær horfnir. Við urðum mjög hissa því ég hef prófað ýmislegt og það er margt sem vinnur á hrúðrinu en það er ekkert sem gerir það að verkum að blettirnir hverfi. Við fórum yfir hvað við höfðum borðað og gert síðustu daga og datt fátt í hug sem gæti skýrt af hverju blettirnir væru að fara. Að lokum komust við að þeirri niðurstöðu að minnkun blettanna mætti rekja til tesins sem ég var nýbyrjuð að drekka


Teið heitir Organic Green Tea with ginger. Ég veit ekki af hverju en þetta virkar svo vel á mig að blettirnir hurfu nær allir. Þetta er þó engin lækning um leið og ég hætti að drekka teið þá komu þeir aftur. Til að byrja með drakk ég einn bolla á dag, svo annan hvorn dag og loks bara þriðja hvern dag. Það virtist duga til að halda blettunum fjarri. Þetta er það eina sem ég hef prófað sem hefur gert það að verkum að blettirnir hverfi alveg.

Saturday, January 7, 2012

Hvernig gekk síðasta vika?

Þessi vika hefur verið afspyrnu slæm matarlega séð, eins og mér fannst síðasta vika ganga vel þá hefur allt gengið á afturfótum síðan nammidagurinn var haldinn. Eins og sjá má þá hef ég algerlega sleppt mér í óhollu og aðeins hollara nammi. Sem er í raun ekkert skrýtið því eftir sem maður innbyrðir meira af sykri því meira kallar líkaminn og hugurinn eftir sykrinum. 


nammi,bakrísnammi,brauð og unnar matvörur,hollur og góður maturhollara nammi

14. nóvember: 
hafragrautur m/banan, kanil og chiafræjum, epli, 0,5 l kókrúnstykki m/osti og skinku, crossiant m/skinkumyrjuhrá lasagna m/kúrbít, cashew hnetum, basil, sólþ. tómötum, tómötum, sleppti mér í súkkulaðimolum úr fríhöfninniheitt vatn m/engifer
Illt og þreytt í hægri löpp, miklir verkir, mjóbakið illt, bjúgsöfnun

15. nóvember
rúnstykki m/skinu og osti, kókoslengja, rúnstykki m/skinku og osti, snúðurhátíðarblanda, bugles, jólaöl
partanudd, fótanudd

16. nóvember:
epli, vatn, hrálagsagna m/rauðrófu og grænu salati, hollustumúffur x2, hrákókoskúlurx2, vatn, KjötLagsagna m/salati, brauðikók m/mat
jóga

17. nóvember: 
rúnstykki m/skinku og osti, eplatrópí, safi m/kíví, engifer og eplum, hollustumuffinslagsagna, 1 kókglas, epli, súrmjólk með byggmorgunkorni.Byrjaði að taka inn omega-3, pregnacare og kalk
nudd

18. nóvember:
hafragraut m/chia fræjum og banana, 1/2 bmt subwaykókglas, 1 sneið hrákakajólöl 0,5L, fitness popp
jóga

19. nóvember:
kók light glas, draumbitar, sleikjó, afmæli hjá pabba, marengs terta, kókosbollu-rjómakaka, heit eplakaka m/súkkulaði og ís, nokkur kókglöskjúklingur, franskar, tómatsósagrænt salat, abt-jógúrt, 1 glas engiferseyði, epli

20. nóvember:
DETOX
Ég held að það væri ekki úr vegi að hafa DETOX dag eftir þessa viku. 

Þetta er önnur vikan sem ég skrifa allt niður sem ég borða. Það sem hefur komið mér mest á óvart er hvað ég borða mikið af óhollum mat, nammi og gos. Það er þó nokkkuð síðan ég byrjaði að pæla í áhrif matarræðis á gigtina. Ég hef lesið mér til, fundið upplýsingar á netinu, farið á bókasafnið, lesið heilsublogg hjá ókunnugu fólki. Hingað til þá hefur mér fundist ég borða nokkuð hollan mat en þegar ég sé þetta svona svart á hvítu þá fæ ég hálfgert áfall. Þessi vika var að vísu afspyrnu slæm og ég ætla að leyfa mér að segja að hún hafi verið óvenjulega slæm. Engu að síður þá er ég hissa á því hversu mikið nammi ég borðaði alla vikuna. Ég hef stundum heyrt fólk tala um að gott er að stefna að því að borða hollt í 80% tilvika og leyfa sér 20% í minna hollum mat. Í sannleikann sagt þá hef ég haldið að ég væri að fara nokkurn veginn eftir því. 

Ónákvæm prósentureikningur á mattarræði mínu sýnir að í 27% tilvika borðaði ég hollan mat, í 73% tilvika borðaði ég nammi, bakarísnammi, brauð og unnar kjötvörur. Ekki alveg hlutföllin sem ég var að vonast eftir:(

En það þýðir ekkert að láta deigann síga, Róm var ekki byggð á einum degi. Ég þarf að fara rólega í hlutina, hugsa ögn meira um hvað ég er að láta ofan í mig og ekki dýfa mér ofan í nammiskálina þó að ég fari út af sporinu. 

Væl og verkir
Ég er að reyna að fylgjast betur með gigtarverkjunum og hreyfigetunni. Fyrst og fremst til að sjá hvort matarræði og hreyfing sé að hafa áhrif á líðan mína. Þess vegna krassa ég inn á þessa mynd vikulega þar sem rautt er fyrir verki og fjólublátt fyrir skerta hreyfigetu
Ég finn miklu minna fyrir vöðvabólgunni eftir að ég byrjaði í meðgöngujóganu. Man ekki hvenær ég fékk síðast vöðvabólguhöfðuðverk. Ég er búin að vera slæm í grindinni og ökklarnir eru að plaga mig. Mér finnst ég þó vera mun skárri eftir allt nuddið í vikunni. Ég hef engu að síður átt mjög erfitt með að sitja þessa vikuna, nota hægri höndina og hægri löppin hefur ekki verið upp á sitt besta. 

Friday, January 6, 2012

Kvart og væl

Gleðilegt nýtt ár 

Ég hef ekki skrifað mikið inn að undanförnu. Hent inn stöku mynd af fallegum hlutum sem ég hef rekist á internetrápi. Ég hugsa stundum hvað gerði kona eiginlega áður en netið kom til sögunnar. Sat ég bara og starði út í loftið? 

Það styttist í komu erfingjans. Það eru þó tæpir tveir mánuðir í settan dag þannig að það er nóg eftir. Ég mæli með því fyrir allar konur með gigt að verða barnshafandi. Þó ég hef ekki getað unnið á meðgöngunni þá hef ég sjaldan verið jafn góð og verkjalítil. Þar sem ég er haugur að eðlisfari þá var ég ekki jafnáköf líkt og ég ætlaði mér í baráttunni gegn gigtinni. Það er alltaf þannig hjá mér um leið og líðan verður betri þá slaka ég á og nenni ekki að hugsa jafnmikið um matarræði og hreyfingu. 

En þar sem þessi meðganga er senn á enda þá er ekki seinna vænna að hysja upp um sig brækurnar og fara að huga betur að heilsunni. Ég verð að játa að ég kvíði fyrir að vera gigtveik mamma. Þess vegna verð ég að nýta þessar síðustu vikur vel í að undirbúa mig undir verkina og hreyfingarleysið. 

Var ég nokkuð búin að segja ykkur hvað ég er komin með mikið ógeð á þessarri sóríasgigt. Mér finnst alveg kominn tími á að hún láti sig hverfa.