Wednesday, January 4, 2012

Chia fræ

Eitt ráð gegn gigt er að borða heilsusamlega. Sumar matartegundir eiga að vera betri en aðrar til að vinna gegn gigt. Ég hef alveg ótrúlega gaman að pæla í einstökum matartegundum. Því meira framandi og sjaldgæfara því  skemmtilegra. Ég er þeim mun duglegri að sanka að mér fróðleik um mat gegn gigt heldur en að borða hann. Ég hef engu að síður reynt að borða Chia-fræ reglulega. Þegar ég segi reglulega þá meina ég að fyrir nokkrum mánuðum var ég ótrúlega dugleg og síðan ekki sögunni meir. 

Hverjir eru svo kostir chia-fræja sem formæður okkar virtust geta lifað án. 

Uppfull af Omega-3 fitusýrum
Trefjarík 
Á að hafa jákvæð áhrif á kólestról
Mikið af járni
Kalkrík


Ég borða þau fyrst og fremst út af omega-3 fitusýrum. Í anda þess að gera ekki áætlanir þá mun ég ekki strengja þess heit að borða chia-fræ í öll mál. Ég ætla þó að vera svo frökk að ætlast til af sjálfri mér að borða chia-fræ út á hafragrautinn eða eitthvað annað 2svar í viku. Það ætti að reynast mér auðvelt. 

No comments:

Post a Comment