Wednesday, January 18, 2012

Engifer

Þrátt fyrir að ég borði allt of oft óhollan mat þá tel ég engu að síður að það skaði ekki að kynna sér hvaða matur getur gagnast gegn gigtinni. Í mínu tilviki þá er ég talsvert bólgin. Hægri hliðin á mér er næstum tvöföld miðað við þá vinstri. Mér hefur fundist gagnlegt að drekka engiferte og engiferseyði til að vinna gegn bjúg og bólgum. 

Kostir engifers

bólgueyðandi
vinnur gegn ógleði
minnkar brjóstsviða
góð vörn gegn kvefi
gott fyrir meltinguna   
minnkar bjúg 

Ég hef drukkið engiferseyði sem faðir minn bruggar af miklum móð heima hjá sér. Ég er misdugleg að drekka það. Hef reyndar verið afskaplega ódugleg við það undanfarnar vikur. Þegar ég hef verið dugleg þá finn ég alveg smá mun. Það er samt svo erfitt að benda á eitt atriði. Ég er samt alveg pottþétt með minni bjúg þegar ég er duglega að drekka seyðið.Engiferseyði

2 lítrar vatn
320 gr. engifer
 50 ml sítrónusafi    
60 ml agave síríp
4 g myntulauf 

Skera niður engiferið, algjör óþarfi að skræla það, kreista sítrónuna, allt sett í pott og látið sjóða í klukkutíma. Síað og sett á flöskur, geymt í ísskáp. 


No comments:

Post a Comment