Friday, January 13, 2012

Gigt og matur

Skiptir máli hvaða mat maður borðar þegar maður er með gigt. Ég veit það hreinlega ekki. Eg held þó að það sé betra fyrir líkaman að borða hollan mat fremur en óhollan. Mér hefur þó aldrei tekist úthýsa óholla matnum úr matarræðinu hjá mér en ég er að reyna markvisst að borða hollara. Ég hef hugsað mér að kanna betur hvaða mat er mælt með að borða til að vinna bug á gigt. Hér er listi yfir því sem mælt er með og hafði ég hugsað mér næstu vikur að kanna betur hvers vegna þessi matur er góður ef maður er með gigt

Þessi ber eiga víst að vera góð fyrir fólk með gigt

Acaiber
Bláber
Krækiber
Kirsuber
Hindber
Jarðaber

Mælt hefur verið með þessu grænmeti 

Gúrka
Gulrætur
Paprika
Blómkál
Selleri
Spergilkál
Spínat
Laukur
Sætar kartöflur
Rauðbeður

Ávextir

Epli
Lárpera
Kíwí
Ananas

Sum krydd geta haft góð áhrif á gigt

Curry
Fennel
Turmeric
Basil
Mynta

Svo höfum við

Engifer
Hvítlauk
Chillí
Kanill

Ég held síðan að það sé gott að borða fisk

Þorsk
Lax


No comments:

Post a Comment