Friday, January 6, 2012

Kvart og væl

Gleðilegt nýtt ár 

Ég hef ekki skrifað mikið inn að undanförnu. Hent inn stöku mynd af fallegum hlutum sem ég hef rekist á internetrápi. Ég hugsa stundum hvað gerði kona eiginlega áður en netið kom til sögunnar. Sat ég bara og starði út í loftið? 

Það styttist í komu erfingjans. Það eru þó tæpir tveir mánuðir í settan dag þannig að það er nóg eftir. Ég mæli með því fyrir allar konur með gigt að verða barnshafandi. Þó ég hef ekki getað unnið á meðgöngunni þá hef ég sjaldan verið jafn góð og verkjalítil. Þar sem ég er haugur að eðlisfari þá var ég ekki jafnáköf líkt og ég ætlaði mér í baráttunni gegn gigtinni. Það er alltaf þannig hjá mér um leið og líðan verður betri þá slaka ég á og nenni ekki að hugsa jafnmikið um matarræði og hreyfingu. 

En þar sem þessi meðganga er senn á enda þá er ekki seinna vænna að hysja upp um sig brækurnar og fara að huga betur að heilsunni. Ég verð að játa að ég kvíði fyrir að vera gigtveik mamma. Þess vegna verð ég að nýta þessar síðustu vikur vel í að undirbúa mig undir verkina og hreyfingarleysið. 

Var ég nokkuð búin að segja ykkur hvað ég er komin með mikið ógeð á þessarri sóríasgigt. Mér finnst alveg kominn tími á að hún láti sig hverfa. 

No comments:

Post a Comment