Wednesday, January 11, 2012

Mulberries

Sem neytandinn er ég ginkeypt fyrir fallegum umbúðum. Vörurnar frá navitas koma í svo fallegum umbúðum að í hvert sinn sem ég labba framhjá vörum þeirra þá langar mig að hrúga öllu í körfuna.

 Í síðustu bæjarferð þá stóðst ég ekki mátið og keypti mér mulberries

 Mulberries koma alla leiðina frá Tyrklandi og tilheyra hinum sívinsæla fæðuflokki, ofurfæði,  sem var að ég held ekki til fyrir nokkrum árum. Mulberries hafa útlitið ekki með sér, eins og sjá má. Það sem þeim skortir í fríðleika bæta þau upp með andoxunarefnum, járni, C-vítamíni, trefjum og próteini. Ég er vön að setja smá út á morgunmatinn. Þau eru tiltölulega sæt samt ekki jafn sæt og rúsínur.

Mulberries innihalda:
3 gr af próteini í hverjum skammti (28gr)
járn
kalk
C-vítamín
trefjar
Rík af andoxunarefnum

No comments:

Post a Comment