Thursday, January 12, 2012

Nammidagur sem breyttist í nammidaga

Ég er ekki fyrr búin að gera einhverjar stórkostlegar áætlanir þegar ég er búin að fara á svig við þær. Síðasta sunnudag þá fékk ég mér nammi, ekki af því að mig langaði sérstaklega í það heldur því ég var ekkert búin að borða nammi alla vikuna og ég hugsaði með mér að ég ætti það nú skilið að fá mér nammi því ég væri búin að vera svo dugleg.

Ég keypti mér smá nammi, ekkert geðveikislega mikið en fullt af sykri og fitu. 

Eitt af mini-markmiðum mínum fyrir þessa vikuna var að láta nammið vera. Sem var ekki búið að vera neitt mál fyrir mig að undanförnu. 

Daginn eftir nammiátið sat ég eftir með þessa brjálæðislegu nammiþörf. Var allan daginn að hugsa um nammi og endaði að lokum með að dýfa mér ofan í fríhafnarsúkkulaði í skápnum og éta það upp til agna. Nokkuð gott nema hvað daginn eftir það bætti ég enn betur um og missti mig í bakaríinu auk þess keypti ég mér bugles poka og kók um kvöldið. Ég held að það sé óhætt að segja að nammidagar séu ekkert sérstaklega góðir fyrir mig. Það tekur mig þrjá daga að trappa mig niður. Á miðvikudeginum gat ég síðan loks látið nammið í friði. 

Nammi er bólguhvetjandi og því er til mikils að vinna að halda sig frá því þegar maður þjáist af gigt. Mér hefur aldrei tekist það en ég þarf engu að síður að finna aðrar leiðir til að fullnægja sætuþörfinni heldur en með "hard core" nammi


2 comments:

 1. Nú hef ég alls ekki kynnt mér mataræði með annað í huga en almenna hreysti og fitutap, en það er hér í UK í sjónvarpinu þáttur sem heitir Food Hospital og þar er fjallað um mat út frá mismunandi sjúkdómum. Ertu að skoða þetta út frá því sjónarhorni?

  Svava Rán x

  ReplyDelete
 2. Já það er meiningin að sjá hvort gigtarverkirnir minnki ef ég borði mat sem er bólguhamlandi. Þessi tilraun hjá mér er enn á algjöru byrjunarstigi og ég er enn að úða í mat sem er bólguhvetjandi en einhvers staðar verður maður að byrja.

  Ég er búin að kíkja á heimsíðuna Food Hospital, hún er æði, ég hafði ekki hugmynd um hana. Takk fyrir ábendinguna

  kv. Erla

  ReplyDelete