Monday, January 9, 2012

Nýársheiti

Á nýju ári hef ég einsett mér að borða í meira mæli mat sem er líklegur til að vinna gegn gigtinni. Ég hef heyrt og lesið alveg ótrúlega kraftaverkasögur af fólki sem kannski losnar ekki við gigt en lifir verkjaminna lífi. Ég fyrir mitt leyti er löngu komin með upp í kok af þessari sóríasgigt og vil gjarnan losna við hana sem fyrst. Því hef ég sett mér þrjú markmið varðandi matarræði í ár. 

1. borða hollan og staðgóðan mat
Ég er hætt að setja mér ofurmarkmið þar sem hitt og þetta má ekki fara inn fyrir mínar varir. Fyrir mig held ég að henti best að einbeita mér að því að borða meira af hollum mat en óhollum mat. 

2. borða mat sem vinnur gegn bólgum
Ég er með bólgur út um allan líkama. Þær eru mismiklar en fjandi sársaukafullar og takmarka hreyfigetuna mína. Bólgurnar eru fyrst og fremst í vöðvafestingum i kringum liðina. Því tel ég mikilvægt fyrir mig að borða mikið af mat sem eru bólguhamlandi.  

3. borða mat sem styrkir ónæmiskerfið
Ég líkt og flestir gigtarsjúklingar er á ónmæmisbælandi lyfjum. Sem gera það að verkum að a.m.k. einu sinni á vetri þá leggst ég í heiftarlega flensu. Til að reyna að koma i veg fyrir það sakar ekki að borða ögn meira af mat sem á að vera sttyrkjandi fyrir ónæmiskerfið.

No comments:

Post a Comment