Tuesday, January 17, 2012

Sjúk í sykur

Ég er sjúk í sykur

Líkaminn minn er ekki jafn hress með þetta sykurát og mótmælir hástöfum með verkjum og bólgum. 

Fór á bókasafnið í dag og birgði mig upp af heilsubókum í þeirri von um að ég muni fyllast innblæstri og láta af allri sykurneyslu án nokkurra vandamála. 

Ég er svona hægt og rólega að átta mig á að ég þurfi að taka sömu taktíkina á sykurinn og gerði með reykingarnar. Þegar ég reykti þá beið ég alltaf eftir að deginum þar sem ég myndi reykja síðustu sígarettuna og fyrir eitthvert kraftaverk myndi mig síðan aldrei aftur langa í aðra sígarettur. Þetta yrði auðvelt og besta af öllu ég mundi ekki þurfa að hafa fyrir neinu. 

Því miður þá rann þessi dagur aldrei upp og ég þurfti að hafa heilmikið fyrir því að hætta að reykja sem m.a. fólst í því að reykja ekki jafnvel þótt mig langaði til þess. 

Sykur fer alveg sérstaklega illa í mig. Í dag er fimmti dagurinn sem ég borða nammi, drekk gos og borða kökur og sætindi. Líkaminn mótmælir hástöfum með tilheyrandi verkjum og bólgum ég held engu að síður áfram að fóðra sykurskrímslið.

Ég hefði nú gott af því að rifja upp hvers vegna sykur er slæmur 

Sykur er


Fitandi
Bjúgmyndandi
Næringarlítill
Tannskemmandi
 og síðast en ekki síst þá getur sykur verið bólguhvetjandi 


Hvítur sykur er mikið unnin vara sem þýðir að hann er næstum því næringarsnauður en engu að síður er sykur mjög hiteiningaríkur. Við gætum hæglega hætt að borða hvítan sykur, líkaminn þarfnast hans ekki. Ef við bara þyrftum ekki að fóðra sykurskrímslið þá væri nú auðvelt að hætta að borða hvítan sykur.

No comments:

Post a Comment