Tuesday, January 3, 2012

Stenst ekki mátið, morgunarverðaráætlun

Ég veit að ég var búin að lofa sjálfri mér að gera ekki neinar óraunhæfar áætlanir varðandi matarræði og hreyfingu en ég bara stendst ekki mátið.  Það er eitthvað við áætlanagerð sem heillar mig. Ég ætla mér samt að standa við að gera ekki óraunhæfar áætlanir sem renna strax út í sandinn og ég sit eftir með samviskubit. 

Ég er ekki búin að vera nógu dugleg síðustu vikur að borða morgunmat! Ég veit að það er eina máltíðin sem mælt er með að sleppa aldrei. Ég hef einfaldlega mjög litla matarlyst á morgnana, sem er nú engin afsökun. 

Morgunmatsáætlunin ógurlega

Hafragrautur með banana, kanil og chia-fræjum
Cherrios með súrmjólk
Ávextir og hrökbrauð

Þriggja daga áætlun er alveg meira en nóg. Það eru þeim mun meiri líkur á að ég standi við þetta ef tímaramminn er örstuttur. 


No comments:

Post a Comment