Sunday, January 15, 2012

Verkir og gigt

Eitt af þvi sem ójákvæmilega fylgir gigt eru verkirnir. Það er erfitt að lýsa þeim fyrir fólki sem er ekki með þá en hjá mér væri hugsanlegt hægt að lýsa þeim sem samblandi af vöðvabólgu, vaxtaverkjum og marblettum í 10 veldi. Þetta er í raun engu líkt. Eitt er víst sársaukinn sem fylgdi gigtinni var óbærilegur fyrstu tvö og hálft árið hjá mér, sem betur er verkirnir ekki jafn slæmir nú. Verkirinir eru engu að síður sárir og það er erfitt að finna stanslaust til. Það er samt ótrúlegt hverju er hægt að venjast. 

Í mínu tilviki þá dugðu verkjatöflur ekki til. Ég prófaði því ýmis bólgueyðandi krem og olíur til að reyna að slá á verkina. Allt kom fyrir ekki og mér fannst lítið gagn af þessum apótekarkremum og bólgueyðandi kremum sem voru til. Ég rambaði að lokum niður á krem frá Villimey sem virkaði eins og verkjalyf. Ég er síðan núna nýlega búin að uppgötva vöðvaolíu frá Urtaverksmiðunni Sóla sem svona svínvirkar á vöðvabólguna í herðunum.Það er líka hægt að fá kremið í lítilli dós sem er frábært fyrr fólk sem langar til að prófa en kannski ekki fjárfesta strax í stórri dós. Þessi olía frá Urtasmiðunni Sóla virkar alveg ótrúlega vel á vöðvabólgu. 

Ég hef notað kremið frá Villimey í fjölda mörg ár og er alltaf jafn ánægð með það. Ég er bara nýlega byrjuð að nota olíuna frá Urtasmiðjunni en hún hefur virkað fínt á vöðvabólguna hjá mér. Gigt er þannig sjúkdómur að það sem virkar á einn, virkar ekki á næsta. Þessar vörur hafa virkað ótrúlega vel fyrir mig. Ég mæli hiklaust með því að fólk með gigt eða vöðvabólgu verði sér út um prufur og athugi hvort þetta sé eitthvað sem virkar fyrir það. 

Það væri líka gaman að vita hvort það séu einhver önnur krem eða olíur sem ykkur finnst virka vel gegn gigtarverkjum og vöðvabólgum. 

p.s. fór eftir morgunverðaráætluninni í næstum einu og öllu:)

No comments:

Post a Comment