Tuesday, November 10, 2009

Eldhússtólar

Mig dreymir um að eiga mismunandi litríka eldhússtóla, líkt og þessa tvo. Sjöan eftir Arne Jacobsen er frá árinu 1955. Það er hægt að fá þá í mörgum litum, mér finnst eitthvað svo heillandi við að hafa þá í sterkum litum. Það er ekki hægt að segja að draumaeldhússtólarnir mínir séu af ódýrari gerðinni. Mig langar líka í Eames-stóla.Mig langar einnig í eldhússtóla í þessum stíl. Það ætti að vera hægt að finna eitthvað svipað í Góða hirðinum. Mér finnst þessir stólar frá Sól húsgögnum alltaf vera klassískir og einstaklega heimilislegir. 
Mér finnst þessir hér einnig flottir og það væri ekki verra að eiga sex eames stóla í mismunandi litum. 

No comments:

Post a Comment