Monday, April 16, 2012

Engiferseyði

Ég fer rólega af stað í "nú tek ég þetta með trompi og borða bara hnetur og gras" Ég skírði um helgin og hef verið önnum kafin að stússast í þeim undirbúningi. Allt þetta gekk saman, daman fékk nafn og gestir fengu nóg að eta. Ég verð að viðurkenna fyrir sjálfri mér að ég hefði alveg getað gefið mér tíma til að fara út að ganga þessa vikuna. Tvennt kom í veg fyrir það, annars vegar gigtarþreyttir fætir og hins vegar tók ég þeirri afsökun "það er svo mikið að gera hjá mér út af skírninni" fegins hendi og notaði þá afsökun óspart.

Vikan var þó ekki alslæm. Pabbi kom í skírnina og sauð handa mér rótsterkt engifer seyði. Seyði hans pabba svíkur engann og mér finnst bjúgurinn vera minni hjá mér þegar ég hef verið duglega að drekka engiferseyðið. Margir gigtarsjúklingar berjast við bólgur í liðum, ég er ein af þeim. Ég er því ávalt á höttunum á eftir einhverju bólgueyðandi. Engiferrót ku vera harla bólguhemjandi.

No comments:

Post a Comment