Sunday, April 1, 2012

Gigt og framtíðarheimilið

Það er tvennt sem á hug minn allan um þessar mundir, gigt og framtíðarheimilið

Gigt

Gigtin hefur verið minn fylgdarsveinn síðustu árin.  Mér gengur töluvert verr að losna við hana en ég hef óskir um. Það eru fimm vikur síðan litli sólargeislinn minn kom í heiminn. Mér til mikillar armæðu fékk ég verki og bólgur næstum um leið og ég var búin að eiga. Það var því ekkert annað í stöðunni en að byrja aftur á gigtarlyfjunum. Það er dásamlegt að vera komin aftur á lyfin en jafnvel þó ég gleypi gigtarlyf á hverjum degi þá næ ég aldrei fullkomnum bata. Ég bind vonir að með inntöku gigtarlyfja og sjúklega hollu líferni þá sé möguleiki á að verða algóð. Vandinn er að ég mun seint lifa sjúklega hollu líferni. 

Framtíðarheimilið

Maðurinn minn er í doktorsnámi í Bandaríkjunum, námið hans tekur fimm ár. Hann klára þriðja árið sitt í vor og á þá tvö ár eftir. Það þýðir að það eru að minnsta kosti tvö ár þangað til að við getum farið að sanka að okkur búslóð fyrir framtíðarheimilið okkar. Ég verð 31 árs á þessu ári. Ég get ekki lýst því hversu mikið  ég þrái að komast í íbúð sem við munum vera lengur í en 1 ár og geta loksins byrjað að sanka að mér allskonar dóti og drasli. Þangað til að sá draumur verður að veruleika þá læt ég mig dreyma um hvernig framtíðarheimilið okkar muni líta út.

No comments:

Post a Comment