Thursday, September 27, 2012

Ég er að gefast upp

Það eru liðnir 7 mánuðir síðan að litla snúllan okkar kom í heiminn. Ég fór eiginlega strax á gigtarlyfin, c.a. tveim dögum eftir að ég átti hana. Það var súrt, mig langaði til að hafa hana á brjósti fyrstu mánuðina. Þetta var ´líka sérstaklega svekkjandi því snúllan tók brjóstið vel og ég mjólkaði vel. Var að vísu komin með smá sárar geirvörtur en þetta var ekkert sem við hefðum ekki getað klárað okkur á.

Ég fór á lyfin sem ég var á áður methotrexate, salazopyrin, voltarin, parkódin og barkastera.  Ég var á þessum lyfjum í c.a. 6 ár áður en ég varð ólétt. Aldrei nokkurn tímann urðu þessi lyf til þess að ég næði aftur fullri heilsu. Engu að síður virkuðu þau ágætlega, tóku að vísu mjög langan tíma til að virka. En ég náði þeim merka áfanga að geta farið aftur út á vinnuarkaðinn og unnið 100% vinnu. Ég verð að viðurkenna að eftir veturinn sem ég vann úti fulla vinnu  þá var ég eiginlega að niðurlotum komin og um veturinn gat ég lítið annað gert en að vinna og hvíla mig fyrir næsta vinnudag.

Nú erum við komin aftur út, maðurinn minn er byrjaður í námi og ég og snúlla erum heima í fæðingarorlofi. Þetta ætti að vera yndislegur tími sem hann er en skert hreyfigeta og viðvarandi sárir verkir setja óneitanlega strik í reikninginn. Umönnun snúllu er erfiðari fyrir mig en við hjónin vonuðumst eftir. Ég er bara það illa haldin af þessari bölvuðu gigt að öll dagleg hversdagsleg verkefni verða eins og Mont Everest.

Lyfin sem ég hef tekið og mun halda áfram að taka eru því miður ekki að virka sem skyldi fyrir mig.


No comments:

Post a Comment