Saturday, February 2, 2013

12 dagar búnir, 18 dagar eftir

Í dag er 12. dagurinn í tilrauninni enginn sykur-ekkert hveiti og mér finnst aðeins rofa til. Verkirnir í fótunum eru ekki jafn slæmir og þeir hafa verið undanfarna daga og í gær var fyrsti dagurinn í langan tíma sem ég gat sofnað. Alla þessa viku hef ég átt mjög erfitt með að festa svefn út af verkjum.

Það er töluverður léttir að fá smá hlé frá skerandi verkjunum núna þarf ég bara að glíma við verki og skerta hreyfigetu. 

Það eru 18 dagar eftir og ég verð að viðurkenna að ég hlakka mjög mikið til þegar þessu er lokið. Ég var að fletta í gömlum færslum og sá að ég hafði eitt sinn prófað að vera eingöngu á hráfæði í nokkra daga. Það er töluverð kúnst að vera á hráfæði en skemmtilegt. Ég er mjög hrifin af sniðugum mat og hráfæði samanstendur af helling af sniðugum mat. Ég prófaði sem sagt hráfæði í þrjá daga og samkvæmt gömlu bloggfærslunni fann ég gríðarlegan mun á mér. Ég er því svona aðeins að melta með mér hvort ég eigi að taka smá skorpu í næstu viku á hráfæði, tvo til þrjá daga. Vandinn er, að sem annað gigtveikt fólk þekkir, að þetta krefst umtalsverðs stúss í eldhúsinu sem er erfitt mig því ég get eiginlega bara staðið í svona 5-7 mínútur í einu. 

Mig langar samt til að láta vaða á það!

No comments:

Post a Comment