Tuesday, February 12, 2013

Engiferseyði

Nú er kominn tími til að hefjast handa á nýjan leik. Það eru komnir c.a. 5 dagar síðan ég byrjaði aftur að borða sykur og hveiti og á þeim tíma hef ég þyngst oggupons en mér hefur ekki versnað neitt stórkostlega. Engu að síður þá ætla ég að prófa aftur að sniðganga hveiti og sykur því mér líður ögn betur og mér finnst eins og ég geti gengið meira. 


Fyrsta skref er að sjóða aftur engiferseyðið, mér líður umtalsvert betur þegar ég slurka þessu ofan í mig. Ég drekk það kalt, finnst það betra þannig og ég reyni að drekka hálfan líter á dag. Það gengur svona upp og niður að ná því markmiði. 
Engiferseyði

2 lítrar vatn
320 gr. engifer
 50 ml sítrónusafi    
60 ml agave síríp
4 g myntulauf 
No comments:

Post a Comment