Friday, February 1, 2013

Hvað er til ráða

Staðan
Slæm, kemst ekki í gönguferðir, fætur mjög slæmir, erfitt með svefn sökum verkja, get einungis setið í stutta stund í einu, get ekki skrifað, fær mikinn verk neðst í hægri sjalvöðva ef ég skrifa mikið á lyklaborðið (líkt og nú), hægri fótur mjög slæmir frá ofan við ökkla upp að hægri hlið mjaðmar, get ekki eldað kvöldmatinn því ég get ekki staðið svo lengi, á mjög erfitt með tiltekt og svo framvegis. Dauði og djöfull, ekki alveg hefur gengið vel að undanförnu að losa mig við meðgöngukílóin og fæðingarorlofskílóin. 10 kíló farin síðan í haust, 76,4 kg

Lyf
sama og síðast nema nokkrar steratöflur sem fá að fljóta með

Matur
  Er í miðri 30 daga, sleppa hveiti og sykri tilraun. Það eru 12 dagar liðnir (klapp á öxlina) og ég finn smávæginlega mun á mér. Það er verkirnar hafa dvínað ögn, skerandi sársaukinn í hægri og vinstri fótum hefur dvínað, er nú bara verkir, mér finnst líkt og ég geti gengið meira heima við. Er töluvert léttari á mér. 

Heilsubót
Ég reyni að teygja á flesta daga, magaæfingar, handarmbeygur, alltaf á leiðinni í jóga, sem hefur ekki sömu áhrif og að fara í jóga. 

 Hvað næst?
Fyrst þegar ég veiktist þá trúðum ég og mamma því staðfastlega að einn daginn myndi ég aftur verða frísk, sú trú hefur dvínað undanfarin ár en ég hef nú ákveðið að grafa hana upp á nýjan leik. Hversu gaman væri á 10 ára gigtarafmælinu að vera orðin frísk. Ég hef eitt og hálft ár til stefnu. 

Matarræði, nú byrja aftur tilraunir með súper hollt matarræði sem drepur gigtina fyrir fullt og allt. Hráfæði í næstu viku í þrjá daga. 

Jóga, ég á kort og þarf að koma mér aftur af stað. Það er bara hægara sagt en gert því ég kemst bara á kvöldin og þá er ég búin á því en það er tími á sunnudaginn klukkan 11 sem er fínn fyrir mig. 

Engiferseyði og grænt te. Ég er búin að sjóða þrjá lítra, nú er bara að drekka það. Í hvert skipti sem ég er dugleg að drekka það þá finn ég mun á mér. Græna teið er fyrir sóríasinn, þvílík snilld að hafa dottið niður á te sem heldur blettunum fullkomnlega niðri. 

Vera góð við sjálfan mig

 

No comments:

Post a Comment