Wednesday, February 20, 2013

Jóga og hráfæði

jóga og hráfæði
Ég hef fundið leiðina til bata, jóga og hráfæði. Síðustu mánuði hef ég verið á fullu í tilraunastarfsemi, ég hef prófað að sleppa hveiti og sykri í ákveðinn tíma, ég hef prófað hráfæði, ég hef prófað vegan og ýmislegt fleira. 

Sumt af þessu virkar líkt og

hráfæði og að sleppa hveiti og sykri

Ég finn umtalsverðan mun á mér þegar ég borða úper hollt, ég finn mun á mér þegar ég sleppi hveiti og sykri og þegar ég er vegan en mestan mun finn ég þegar ég borða hráfæði og stunda jóga. Ég tek lyfin mín samviskusamlega á hverjum degi ásamt vítamínum og bætiefnum og ef ég gæti gert slíkt hið sama með mataræðið þá yrði ég góð og jafnvel frísk. 

Einfalt

og þó gengur þetta ekki upp hjá mér. Matarundirbúningurinn er mér afar erfiður, ég hef ekki þol né styrk til að standa svo lengi í eldhúsinu. Umönnun litlu snúllunnar gerir mér líka erfitt um vik. Ég þarf að spara hvað ég stend mikið á daginn og geng til að eiga nóg til að getað séð sómasamlega um litlu snúlluna mín. 

Jafnvel

þó að ég kæmist yfir þær hindranir þá er björninn ekki unnin. ég þyrfti enn að hemja sykurskrímslið og þeirri baráttu tapa ég undantekningalaust. 

HVAÐ ER TIL RÁÐA?

  1. Undirbúa mig
  2. Gæta þess að eiga öll hráefnin til
  3. Útbúa það sem ég get kvöldið áður
  4. Kaupa lakkrísrót
  5. Setja mataræðið í forgang
  6. Skipuleggja daginn út frá mataræðinu 
  7. Hafa hugann við lokamarkmiðið
  8. Gera þetta í vissan tíma, 22. febrúar er fyrsti dagurinn - 14. mars er síðasti dagurinn

Ég er svo þreytt á að vera veik og að gigtin haldi mér og fjölskyldu minni í heljargreipum sér. Ég á erfitt með að trúa því að þetta sé enn í gangi að ég sé enn veik eftir öll þessi ár.

Ég er líka öfundsjúk, alveg hrikalega öfundsjúk út í alla sem er frískir. Í dag fór ég í göngutúr með vinkonu minni sem gerði það að verkum að ég er alveg frá og ég er svo öfundsjúk út í hana að geta farið í göngutúr og verið bara hress eftir hann. 

Það er vont að vera öfundsjúk út í allt og alla, það er vond tilfinning en hún sprettur fram og ég á erfitt með að sleppa takinu af henni. 

No comments:

Post a Comment