Saturday, February 9, 2013

Leiðin til bata?

Nú er lokið litlu tilrauninni minni að sleppa hveiti og sykur. Ég stefndi á 30 daga en ákvað að ljúka henni á 18. degi. Af hverju hætti ég fyrr? ég var óumræðilega döpur allan tímann um leið og ég hætti og fékk mér brauð og fleira þá hvarf dapurleikinn líkt og hendi væri veifað.

Mér leið betur, verkirnir minnkuðu og mér fannst ég vera léttari á mér en ég var döpur og náði ekki að vinna á bug á því.

Ég er staðráðin í að gera þetta aftur, sleppa hveiti og sykri en ég þarf að vanda mig meira. Það vantaði greinilega eitthvað upp á hjá mér. Gallinn við að vanda sig meira er að ég er hræðilega óskipulögð og man aldrei eftir eftir að skrá hluti niður hjá mér.

Ég lærði eitt og annað af þessarri, ég þarf að sjóða og drekka engiferseyði. Ég finn minna til þegar ég geri það. Ég léttist mjög auðveldlega þegar ég sleppi sykri og hveiti. Ég var mjög döpur allan tímann sem gefur til kynna að mig vanti mikilvæg næringarefni í kroppinn. Það þarf að vera mun meiri regla á máltíðunum hjá mér. 

  • Engiferseyði 
  • Sleppa sykri og hveiti 
  • Borða hveitikímskökur reglulega
  • Kjöt?
  • Reglulegar máltíðir

No comments:

Post a Comment