Wednesday, March 13, 2013

Að lifa með sóríasgigt

Það er liðið ár síðan ég byrjaði aftur á lyfjunum og árangurinn er ekkert til að hrópa húrra fyrir. Ég og aðrir fjölskyldumeðlimir erum orðin langeygð eftir einhverjum breytingum til hins betra en það þokast lítið. Snúllan er orðin 1. árs og gigtin gerir það að verkum að öll umönnun hennar er töluvert erfið. Þetta hefur líka leiðindar áhrif á hvað fjölskyldan getur gert saman, t.a.m. ein búðarferð verður til þess að lítið annað er hægt að gera þann daginn. Ef við gerum okkur glaðan dag og förum jafnvel í einn lítinn göngtúr þá lendir allt á eiginmanninum og ég er frá það sem eftir lifir dags. Þetta er ekkert líf. 

Staðan:
Verkir eru minni en oft áður, ég á mjög erfitt með dagleg heimilsverk, búðarferð er þvílíkt afrek, 5 mínúta gönguferðir er algert hámark, get ekki skrifað (skrifaði tvo minnismiði um daginn sem fór alveg með mig), á erfitt með að halda á einhverju þungu með hægri höndinni, ég get staðið í mjög takmarkaðan tíma. Ég get lítið hreyft mig, erfitt að ganga um í íbúðinni, get illa tekið til, get ekki eldað, ekki ryksugað. Gengur hægt að léttast en léttist þó alltaf eitthvað, 74,1 kg

Lyf:
8 töflur methotrexant, 2x2 salazoypyrin, bólgueyðandi og verkjalyf

Matur:
Ég borða mjög lítið af hveit og sykri en er ekki að sleppa því alveg. Er byrjuð að prófa mig áfram í hráfæði og borða sífellt fleiri hráfæðismáltíðir. Drekk 1/2 l af engiferseyði á dag, finnst það hjálpa mjög mikið til. Dregur úr bjúg og verkjum. 

Hvað næst:
Forðast hveiti og sykur eftir fremsta megni, helst sleppa því alveg. Blanda græna þeytinga og byrja að borða e. kale, ég held að ég fari ekki með fleipur þegar ég segi að það sé grænkál. Gera fleiri líkamsæfingar og drekka grænt te á hverjum degi. Það hefur eitthvað misfarist, mig langar minna í heita drykki eftir því sem hitinn hækkar. 
Vera góð við sjálfan mig og sleppa sjálsniðurrifnu

Monday, March 11, 2013

Líkamsrækt

Það hefur gengið afar illa í vetur að stunda líkamsrækt af einhverju viti. Helsta áskorun gigtarsjúklinga er að finna hinn gullna meðalveg því það er lítið gagn af líkamsæfingunum ef þær skilja mann eftir í mun verra ástandi. Líkt og þegar ég álpaðist óvart í vinaysa-jógatímann og var hálfan mánuð að jafna mig.

Ég keypti jóga-kort í upphafi vetrar, 20 tíma en á því miður enn eftir um 13 tíma, sem betur fer rennur kortið ekki út. Litla krílið er ekki enn komið á leikskóla sem hefur takmarkað möguleika mína til líkamsræktunar utan heimilis. Það stendur til að krílið byrji á leikskóla í sumar, tvo daga í viku. Þá ætti að skapast tækifæri til að nýta afganginn af kortinu. 

Það sem ég hef þó lufsast til að gera hér heima er:
Það er sannarlega kominn tími til að bæta fleiri æfingum inn í þessa litlu æfingarútínu.


Tuesday, March 5, 2013

Döðlukaka

Döðlukaka
eða öllu heldur döðlubitar hafa reynst mér vel þegar skykurskrímslið lætur á sér kræla og heimtar sitt. Áður fyrr þá var ég mjög smeyk við döðlur út af útliti þeirra, þær eru heldur ólystugar, og hafði því lítið haft af þeim að segja áður en ég fór að fikta við hráfæði.

Ótti minn reyndist ástæðulaus og döðlur eru himneskar og fyrir fólk líkt og mig sem eru óð í sykur þá standa döðlur fyrir sínu þegar reynt er að hemja sykurskrímslið. 

Fæturnir á mér hafa ekki enn komið til, ég á erfitt með að lýsa þeim veruleika þegar konu skortir þrek til að standa í lappirnar í fimm mínútur. Því ríður á að elda eingöngu fljótlegar uppskriftir.  Í döðlubitana fara einungis möndlur og döðlur.  Fyrst saxa ég möndlurnar í matvinnsluvél og síðan læt ég eina og eina döðlu falla ofan í þar til að allt hefur blandast vel og er farið að tolla saman. Þá er það eina eftir í stöðunni að búa til bita í allavegana gerðum.

p.s. tveir dagar án hveitis og sykurs

Friday, March 1, 2013

Afmælisveisla

Afmælisveisla stendur fyrir dyrunum, veislur geta verið kjörin tækifæri til að eiga notalega stund með sínum nánustu. Ég hef mjög gaman af því að halda veislur og enn skemmtilegra finnst mér að fara í veislur því þá slepp ég við uppvaskið. 

Undirbúningurinn fyrir veisluna hefur gengið ágætlega því við hjónin erum að ná laginu að miða umfang miðað við getu. Okkur langaði til að baka allt sjálf en þegar leið á vikuna varð ljóst að við værum heppin ef við næðum að baka eina tegund (sem tókst). 

Mér líður vel að hafa náð þeim áfanga að ætla mér og fjölskyldunni ekki of en á sama tíma er þetta erfitt og niðurdrepandi. Ég hef því átt ögn erfitt með mig þessa vikuna, þrátt fyrir áralöng veikindi þá er ég ekki enn búin að venjast því að geta minna en meðalgunnan og enn hef ég þrár og drauma líkt og ég væri heilbrigð og hraust manneskja. 

Verst finnst mér þó að mér líður eins og veikindin séu mér að kenna. Ef ég myndi borða hollara, hreyfa mig skynsamlega, iðka hugleiðslu og þar fram eftir götunum þá yrði allt í lagi og ég myndi ekki lengur þjást af sóríasgigt.