Wednesday, March 13, 2013

Að lifa með sóríasgigt

Það er liðið ár síðan ég byrjaði aftur á lyfjunum og árangurinn er ekkert til að hrópa húrra fyrir. Ég og aðrir fjölskyldumeðlimir erum orðin langeygð eftir einhverjum breytingum til hins betra en það þokast lítið. Snúllan er orðin 1. árs og gigtin gerir það að verkum að öll umönnun hennar er töluvert erfið. Þetta hefur líka leiðindar áhrif á hvað fjölskyldan getur gert saman, t.a.m. ein búðarferð verður til þess að lítið annað er hægt að gera þann daginn. Ef við gerum okkur glaðan dag og förum jafnvel í einn lítinn göngtúr þá lendir allt á eiginmanninum og ég er frá það sem eftir lifir dags. Þetta er ekkert líf. 

Staðan:
Verkir eru minni en oft áður, ég á mjög erfitt með dagleg heimilsverk, búðarferð er þvílíkt afrek, 5 mínúta gönguferðir er algert hámark, get ekki skrifað (skrifaði tvo minnismiði um daginn sem fór alveg með mig), á erfitt með að halda á einhverju þungu með hægri höndinni, ég get staðið í mjög takmarkaðan tíma. Ég get lítið hreyft mig, erfitt að ganga um í íbúðinni, get illa tekið til, get ekki eldað, ekki ryksugað. Gengur hægt að léttast en léttist þó alltaf eitthvað, 74,1 kg

Lyf:
8 töflur methotrexant, 2x2 salazoypyrin, bólgueyðandi og verkjalyf

Matur:
Ég borða mjög lítið af hveit og sykri en er ekki að sleppa því alveg. Er byrjuð að prófa mig áfram í hráfæði og borða sífellt fleiri hráfæðismáltíðir. Drekk 1/2 l af engiferseyði á dag, finnst það hjálpa mjög mikið til. Dregur úr bjúg og verkjum. 

Hvað næst:
Forðast hveiti og sykur eftir fremsta megni, helst sleppa því alveg. Blanda græna þeytinga og byrja að borða e. kale, ég held að ég fari ekki með fleipur þegar ég segi að það sé grænkál. Gera fleiri líkamsæfingar og drekka grænt te á hverjum degi. Það hefur eitthvað misfarist, mig langar minna í heita drykki eftir því sem hitinn hækkar. 
Vera góð við sjálfan mig og sleppa sjálsniðurrifnu

No comments:

Post a Comment