Friday, March 1, 2013

Afmælisveisla

Afmælisveisla stendur fyrir dyrunum, veislur geta verið kjörin tækifæri til að eiga notalega stund með sínum nánustu. Ég hef mjög gaman af því að halda veislur og enn skemmtilegra finnst mér að fara í veislur því þá slepp ég við uppvaskið. 

Undirbúningurinn fyrir veisluna hefur gengið ágætlega því við hjónin erum að ná laginu að miða umfang miðað við getu. Okkur langaði til að baka allt sjálf en þegar leið á vikuna varð ljóst að við værum heppin ef við næðum að baka eina tegund (sem tókst). 

Mér líður vel að hafa náð þeim áfanga að ætla mér og fjölskyldunni ekki of en á sama tíma er þetta erfitt og niðurdrepandi. Ég hef því átt ögn erfitt með mig þessa vikuna, þrátt fyrir áralöng veikindi þá er ég ekki enn búin að venjast því að geta minna en meðalgunnan og enn hef ég þrár og drauma líkt og ég væri heilbrigð og hraust manneskja. 

Verst finnst mér þó að mér líður eins og veikindin séu mér að kenna. Ef ég myndi borða hollara, hreyfa mig skynsamlega, iðka hugleiðslu og þar fram eftir götunum þá yrði allt í lagi og ég myndi ekki lengur þjást af sóríasgigt. 


No comments:

Post a Comment