Tuesday, March 5, 2013

Döðlukaka

Döðlukaka
eða öllu heldur döðlubitar hafa reynst mér vel þegar skykurskrímslið lætur á sér kræla og heimtar sitt. Áður fyrr þá var ég mjög smeyk við döðlur út af útliti þeirra, þær eru heldur ólystugar, og hafði því lítið haft af þeim að segja áður en ég fór að fikta við hráfæði.

Ótti minn reyndist ástæðulaus og döðlur eru himneskar og fyrir fólk líkt og mig sem eru óð í sykur þá standa döðlur fyrir sínu þegar reynt er að hemja sykurskrímslið. 

Fæturnir á mér hafa ekki enn komið til, ég á erfitt með að lýsa þeim veruleika þegar konu skortir þrek til að standa í lappirnar í fimm mínútur. Því ríður á að elda eingöngu fljótlegar uppskriftir.  Í döðlubitana fara einungis möndlur og döðlur.  Fyrst saxa ég möndlurnar í matvinnsluvél og síðan læt ég eina og eina döðlu falla ofan í þar til að allt hefur blandast vel og er farið að tolla saman. Þá er það eina eftir í stöðunni að búa til bita í allavegana gerðum.

p.s. tveir dagar án hveitis og sykurs

No comments:

Post a Comment