Monday, March 11, 2013

Líkamsrækt

Það hefur gengið afar illa í vetur að stunda líkamsrækt af einhverju viti. Helsta áskorun gigtarsjúklinga er að finna hinn gullna meðalveg því það er lítið gagn af líkamsæfingunum ef þær skilja mann eftir í mun verra ástandi. Líkt og þegar ég álpaðist óvart í vinaysa-jógatímann og var hálfan mánuð að jafna mig.

Ég keypti jóga-kort í upphafi vetrar, 20 tíma en á því miður enn eftir um 13 tíma, sem betur fer rennur kortið ekki út. Litla krílið er ekki enn komið á leikskóla sem hefur takmarkað möguleika mína til líkamsræktunar utan heimilis. Það stendur til að krílið byrji á leikskóla í sumar, tvo daga í viku. Þá ætti að skapast tækifæri til að nýta afganginn af kortinu. 

Það sem ég hef þó lufsast til að gera hér heima er:
Það er sannarlega kominn tími til að bæta fleiri æfingum inn í þessa litlu æfingarútínu.


No comments:

Post a Comment