Tuesday, June 11, 2013

Uppgjöf eða byrjunin

Ég er búin að vera tvístígandi um hvað ég ætti að skrifa. Ætti ég að bera höfuðið hátt og láta sem allt gangi vel eða viðurkenna vanmátt minn gagnvart því að borða hollan mat.

Ég skil ekki af hverju ég á svona erfitt með þetta!

Undanfarin ár hef ég lesið blogg hjá fólki sem hefur breytt um lífstíl vegna heilsufarsvandamála og einn, tveir og bingó, fólk er orðið að heilsufrík sem lætur ekki sykurörðu inn fyrir sínar varir, hreyfir sig og stundar hugleiðslu. 

Á meðan hjakka ég bara enn í sama farinu