Tuesday, July 9, 2013

Vegan á nýjan leik

Enn veik, enn feit, enn illt, enn döpur


Ég vildi að hlutirnir væru öðruvísi. Ég væri frísk, grönn, glöð, án verkja og létt í lund. Einu sinni fyrir langa löngu þá var ég alltaf glöð, okei, kannski ekki alltaf glöð en ætíð létt í lund. 

Æi, þetta átti nú ekki að vera sjálfsvorkunarpistill heldur ætlaði ég að tala um daginn í gær. Mér hefur versnað mjög mikið að undanförnu. Þá þýðir ekkert annað en að bretta upp ermar og hefjast handa á nýjan leik. Síðasta vetur þá var ég mjög duglega að prófa mig áfram með ýmsa hluti, sumt virkaði, annað ekki. Helsti gallinn var úthaldið, ég sprakk alltaf á limminu EN engu að síður þá var eitt og annað sem ég áttaði mig á. 

Líkt og að:

drekka engiferseyði
gerast grænmetisæta-vegan
borða hráfræði
jógaæfingar

eru allt dúndurleiðir til að halda verkjum í lágmarki

Þannig að ég í gær byrjaði ég á nýjan leik að feta mig áfram í vegan-isma. Ég að sjálfsögðu var illa undirbúin og í augnablikinu á ég mjög erfitt með að hreyfa mig. Komst því hvorki í búð né gat eytt ómældum tíma í að dúlla mér við að útbúa fínar máltíðir. Engu að síður þá komst ég í gegnum daginn. Var reyndar orðinn mjög svöng um kvöldið. 

Einn dagur af vonandi mörgum í veganisma.

No comments:

Post a Comment