Wednesday, September 4, 2013

Gigtarlíf

andvarp

Ég er búin að standa mig mjög vel, lifði miklu meinlætalífi í heilar fjórar vikur. Ég fann ekki mikinn mun en eiginmaðurinn fannst ég gera miklu meira heima við. Eiginmaðurinn stakk síðan af í 8 daga og síðan þá hef ég ekki náð alveg nógu góðum tökum á meinlætalíferninu aftur. 

Ég hef þó ekki þyngst né misst mig í vitleysu, 72,7 kg

En og þess vegna andvarpa ég þá þarf ég að halda áfram en ég hef mig ekki af stað aftur

2 comments:

 1. sæl Erla
  ég rakst á bloggið þitt af tilviljun. Ég er sjálf að glíma við vefjagigt og þekki verkina ágætlega. Ég hef komist að því að ef ég næ að halda stressi í lágmarki þá minnka verkirnir og mér líður betur að öllu leyti. Það er auðvitað allt annað en auðvelt stundum. Nú reyni ég að æfa mig í að segja nei við að hlaða á mig verkefnum og reyni að ætla mér ekki of mikið. Það er svo oft sem ég er búin að gera mér rosaleg plön, t.d. á kvöldin þegar ég fer í háttinn þá er ég á fullu að plana daginn eftir : vakna, borða, skella í þvottavél, út með hundinn, hengja upp þvottinn, elda, læra/vinna, elda, þrífa, skokka og svo framvegis. Svo verð ég alltaf fyrir vonbrigðum með sjálfa mig því að ég næ yfirleitt bara að komast yfir það allra nauðsynlegasta og þarf að hvíla mig á milli. Þannig að á hverjum degi er ég full vonbrigða með sjálfa mig fyrir að ná aldrei að klára það sem ég ætla mér að gera og fæ samviskubit, finnst ég misheppnuð og ómöguleg. En loksins er ég búin að kveikja á því að sleppa að gera þessi stóru plön mín og taka bara hverjum degi eins og hann kemur fyrir. Það gerist ekkert þótt ég nái ekki að skúra í dag, ég geri það bara á morgunn eða hinn eða eitthvað. Einnig að þegar ég ætla að breyta einhverju í lífi mínu þá verði það bara að gerast smátt og smátt. Hef svo oft reynt að fara í átak og enda alltaf á því að hætta. Mér hefur gengið betur með að taka bara eitt lítið fyrir í einu.
  En já mig langaði bara að deila þessu með þér þar sem mér sýnist á lestrinum að við séum frekar líkar þegar kemur að þessu. Þetta hefur allavega hjálpað mér mikið.
  Mig langar að forvitnast meira um jógaið, hvers konar jóga ertu að stunda? Hef ætlað mér að prófa lengi þar sem margir hafa mælt með því.

  kær kveðja og vonir um betri heilsu

  ReplyDelete
 2. Ég kannast við stóru plönin, þau ganga sjaldnast upp og ég er loksins farin að sætta mig við það en held samt áfram að reyna en er ég glöð ef ég get einn dag. Þegar ég veiktist fyrst þá gat ég varla farið að heiman, því keypti ég mér jógadisk með Guðjóni Bergman sem er því miður ófáanlegur og gerði Hatha jógaæfingar. Hatha jóga byggist á rólegum og þægilegum hreyfingum, þær er því hægt að gera með líkama í lamasessi. Ég mæli eindregið með jógaæfingum ef þær eru þægilegar og rólegar. Í mínu tilviku þá liðkast líkaminn og það slær aðeins á verkina.

  Takk fyrir að kommenta,
  Erla

  ReplyDelete