Friday, February 21, 2014

Togstreita á milli jurtafæðis og venjulegs fæði

Ég á erfitt með að taka í sátt að ég geti ekki borðað venjulegt fæði. Á okkur dynja skilaboð úr ýmsum áttum um hvað má og hvað ekki og hvað er eðlilegt og hvað ekki. Næringarfræðingar eru harðir á því að fjölbreytt fæði úr ölllum flokkum í hófi sé best fyrir okkur. Ég hef átt í ýmsum samræðum við fólk þar sem það lýsir vantrú sinni á að sleppa hveiti, sykri eða einhverju öðru. Ég hef alltaf verið höll undir þá skoðun. Mér finnst það vera skynsamlegast, þ.e. maður læknar ekki sjúkdóma með að hætta að borða ákveðnar fæðutegundir. Best er að borða í hófi úr öllum fæðuflokkum. 

Þrátt fyrir að finnast fæðuflokkakenningin skynsamlegust þá er ég sífellt að gera tilraunir með matarræði og sleppa hinu og þessu. Fyrir hálfum mánuði eftir mánaðarveikindi þá umbylti ég matarræðinu og drekk nær eingöngu safa og þeytinga. Á nokkrum dögum missti ég 4 kíló, hálsbólgan hvarf og kvefið fauk í buskann. Ekki nóg með það þá fann ég hvernig ég varð léttari með hverjum deginum og gat hreyft mig meira og meira. 

Inni í mér syngur þó lítil vísindakona um skaðsemi þess að drekka bara safa, matarræðið hafi í raun og veru engin áhrif á bata, ég eigi bara að halda mig við venjulegt fæði. Þetta sé rugl og vitleysa, hjávísindi. Þrátt fyrir ótvíræðan árangur þá á ég erfitt með að þagga niður í henni. 

Það er líka þrautinni þyngri að drekka matinn sinn. Meira uppvask, meiri vinna, sífellt að huga að næstu máltíð, fleiri búðarferðir og ávinningurinn ekki í hendi.

Engu að síður þá eyddi ég þremur dásemdardögum í Boston þar sem ég arkaði um stræti og þræddi búðir. Ég var reyndar að niðurlotum komin á þriðja degi en hreyfikvótinn fór fram úr mínu björtustu vonum. Ferðafélagar mínur voru einnig einstaklega tillitssamir, við fórum aldrei af stað fyrr en upp úr hádegi, það var alltaf hvíld í þrjá til fjóra tíma fyrir kvöldmat sem var þá kannski fyrr en níu. Þetta fyrirkomulag hentaði mér fullkomnlega. No comments:

Post a Comment