Sunday, August 24, 2014

Matarfíkn

Ég er nýbúin að lesa viðtal við konu sem fitnaði eftir barnsburð. Í stað þess að fæðingarkílóinu færu þá bættist bara í með hverju ári. Tveimur árum eftir barnsburð er ég 30 kílóum of þung.

30 kg
Ég skil ekki hvernig ég sem hef aldrei verið í vandræðum með þynginda get verið 30 kg of þung. Ég skil það ekki og ég skil ekki hvernig ég held áfram að vera 30 kg of þung. Eftir fæðingarorlof þá var ég 26 kg of þung. Ári seinna var ég 12 kg of þung. Árið eftir það er ég 30 kílóum of þung

30 kg
Ég er búiin að byrja í aðhaldi aftur og aftur og aftur og aftur síðan ég byrjaði að fitna aftur fyrir ári sínu og það hefur ekkert gengið. Nokkur kíló farið til baka en síðan bætist fleiri við en fóru. 

91.8 kg

Friday, August 22, 2014

og aftur og aftur og aftur...

þangað til að ég verð frísk.

....kl:12:00
...22. ágúst
..eitt augnablik í einu

Wednesday, August 20, 2014

Fyrsta kvöldið

Ég fór í blóðprufu í dag á spítalanum í Fossvogi. Bið var stutt, mér tókst samt sem áður að lesa viðtal við konu með hvorki meira né minna en fimm gigtarsjúkdóma og lifrin farin að kvarta. Hún finnur ekki til í dag.

Ég verð víst að gera eitthvað annað en að drekka kók og borða prins póló.

Sunday, August 10, 2014

Hætt á lyfjum

Frá og með morgundeginum mun ég ekki taka lyf við gigtinni. Loksins var byrjað að rofa til og ég eygði von um betri tíma. Tilhugsunin um að vera lyfjalaus er ógnvekjandi og ég reyni að hugsa ekki um hvað sé framundan.

Blóðprufan á morgun verður að koma vel út.

Í samtali við vinkonu mína í kvöld áttaði ég mig á að frá og með morgundeginum þáverð ég að passa mig á að borða ekki bólgumyndandi mat.

Því læknarnir vilja helst að ég taki ekki nein lyf á meðan lifragildin séu yfir viðmiðunarmörkum.

Ekki gigtarlyf, ekki stera, ekki verkjalyf og ekki bólgueyðandi.