Sunday, August 10, 2014

Hætt á lyfjum

Frá og með morgundeginum mun ég ekki taka lyf við gigtinni. Loksins var byrjað að rofa til og ég eygði von um betri tíma. Tilhugsunin um að vera lyfjalaus er ógnvekjandi og ég reyni að hugsa ekki um hvað sé framundan.

Blóðprufan á morgun verður að koma vel út.

Í samtali við vinkonu mína í kvöld áttaði ég mig á að frá og með morgundeginum þáverð ég að passa mig á að borða ekki bólgumyndandi mat.

Því læknarnir vilja helst að ég taki ekki nein lyf á meðan lifragildin séu yfir viðmiðunarmörkum.

Ekki gigtarlyf, ekki stera, ekki verkjalyf og ekki bólgueyðandi.No comments:

Post a Comment