Monday, September 29, 2014

Fitubollan ég

Ég, 29. september, 2014

95,2 kg
Ég vildi að ég hefði tekist á við áföllin og erfiðleikana öðruvísi. Af veikum mætti reyni ég að áfellast ekki sjálfan mig. Það þýðir víst lítið að fást um orðin hlut. Ég á erfitt með að skilja hvernig þetta gerðist en á sama tíma þá veit ég eiginlega ekki hvernig þetta hefði átt að fara öðruvísi. Þrjátíu kíló af áföllum, erfiðleikum og óhamingju. 


Kvillalisti: sórías, sóragigt, fjölblöðruheilkenni, hækkaður blóðsykur, hækkuð lifragildi, viðvarandi verku hægra megin í kviðarholi, svæsin vöðvabólga, bjúgur,  þrálátt kvef og hálsbólga. Sóragigtin fær sér dálk: Verkir hér og þar um líkamann, meira hægra megin: ökkli, hné, mjöðm, bak, háls, kjálkaliður, olnbolgi, sjalvöðvi, öll höndin, úlniður, fingur. Ég á gífurlega erfitt með allar hreyfingar. Ég get ekki skrifað með blýanti, lítið gengið, engin hlaup, erfitt með setur, erfitt með að standa. Um leið og ég hreyfi mig eitthvað þá fæ ég verki í viðkomandi lið, vöðva, líkamshluta.

Ég finn mikin mun á mér eftir að ég byrjaði á Humira. Það er erfitt að koma honum í orð en ég er að öðlast nýtt líf. Verkirnir eru engan veginn jafn slæmir.
 
ógnvænlegar tölur
háls: 38 cm
hönd: 35 cm
bak: 106 cm
brjóst: 128 cm
brjósthol: 99 cm
mitti: 110 cm
magi: 129 cm
mjaðmir: 124 cm
rass: 116 cm
læri: 67,5 cm
læri: 48 cm

Ég þarf að fara í raftækjabúð, korteri eftir yfirýsinguna miklu og það eina sem ég hugsa um er hvernig ég geti komið því að kaupa kók og prins póló. Ég í alvörunni treysti mér ekki til þess að fara í raftækjabúð því ég er hrædd við að ég standist ekki freistinguna. Ég muni skunda rakleiðis í næstu sjoppu til að kaupa mér kók og prins póló.

Þrátt fyrir að fæturnir á mér eru í miklu verra formi í dag heldur en í gær.

Þrátt fyrir að ökklinn öskri á mig afleiðingar af óhollu matarræði

Áhrif sykurs

Í gær drakk ég græna drykk, þann fyrsta í langan tíma. Í gær var ég óvenju hress, ég borðaði líka óvenju lítið af óhollustu.

Í dag finn ég hvernig verkirnir læðast upp um kálfann og sköflunginn, hvernig ökklinn kvartar og bólgnar út og öll skilningarvitin beina athyglinni að ökklann sem í huganum byrjar að bólgna og bólgna út í takti við sársaukann.


Í dag

er stóra stundin runnin upp


hún hefur oft komið áður, oftar en ég man, oftar en ég vil muna en hún er hér ef ég vil vinna vinnuna, takast á við sykurpúkann, takast á við vanlíðunina, takast á við veikindin, takast á við heilsuleysið, takast á við nauðgunina,losna undan vanlíðuninni, losna undan þráhyggjukenndum hugsunum um mat, losna við samviskubitið, losna við óánægjustimpilinn.

Sunday, September 28, 2014

föst í ofáti

Korteri eftir síðasta sykurbitann, var hugurinn farinn að leita ráða til að nálgast næsta bita. Þrátt fyrir fögur fyrirheit þá lét ég eftir honum.

Hví

Því ég vildi ekki takast á við lífið, sykurlöngunina.
Því ég vildi fá gleði inn í líf mitt.

Hamingjan er  ekki að finna á botni nammipokans

Saturday, September 27, 2014

Risastórt sjálfsvorkunarkast

Þrátt fyrir góðan ásetning þá gengur mér illa að takast á við sykurpúkann. Allt sem aflaga fer í lífinu þessa dagana er bætt upp með vænum sykurskammti. Verst er að samviskubitið og vanlíðan lætur á sér kræla á meðan átinu stendur. Vellíðan sem ég hafði hugsað mér að fá með sykurskammtinum dugar svo grátlega stutt. Hún dugar ekki einu sinni út átið.

Hvað gerðist svo í gær. Í sjálfu sér ekkert nýtt en á hverjum degi gerist eitthvað eða gerist ekki sem verður til þess að ég fæ það út að ég megi fá mér óhóflega mikið af sykri til að bæta mér upp vonbrigðin. 

af hverju ég, af hverju þurti ég að veikjast aftur, af hverju er ég enn veik. 
af hverju ég
af hverju ekki égTuesday, September 23, 2014

Í feluleik við sjálfan mig

Í gegnum tíðina þá hef ég ekki viljað velta mér upp úr hlutunum. Ég vil bara hafa hlutina í lagi og ekki velta vöngum of mikið yfir orðnum hlut. Ég líkt og meginþorri Íslendingar hef viljað láta verkin tala. Framan af þá gekk það vel. Það var engin þörf á að horfa inn á við. Ég þurfti ekki að gera upp fortíðina. Eftir því sem fleiri ár bætast í sarpinn, hrukkunum fjölgar og reynslan eykst. Fjölga þeim stundum sem mitt hyggjuvit ræður ekki við. Viðtók tímabil þar sem ég þurfti að krukka í mér, horfa inn á við, skoða hegðun mína til að ég gæti þroskast, dafnað og tekist á við miserfið verkefni.

Í dag þá er ég komin með svo mikin leið á sjálfskrukki, naflaskoðun og vildi að ég gæti bara dregið strik í sandinn og byrjað upp á nýtt.

35 kg ofát (sem stendur enn yfir), eitt taugaáfall og þunglyndi hafa þó sýnt mér að það er ekki flúið undan sjálfu sér.

Ég gæti reynt að halda áfram á sömu braut líkt og þegar ég var 18 ára en ef ég tækla ekki hlutina þá finnur vanlíðan, eymdin sér annan farveg.

Martröðin sem ég svo snilldarlega pakkaði niður og setti upp á hillu og ætlaði að aldrei aftur að hugsa um lét mig ekki í friði fyrr en kvíðinn var orðinn svo geigvænlegur að ég fór ekki út úr húsi.

Að standa ekki með sjálfum sér, að setja ekki öðru fólki mörk að tapa sjálfstæði sínu, að þora ekki að taka slaginn við ótta af höfnun ruddi sér braut með hömlulausi 35 kg áti. 

Vanmáttartilfinning, vonleysið, örvæntingin sem fylgir löskuðum líkama hverfur ekki þó að ég stingi höfðinu ofan í sandinn. Ég hætti ekkert að vera veik þó að ég hugsi illa um mig. Þó að sjúkdómurinn leggist í dvala þá verð ég aldrei frísk. Ég veiktist, Ég er veik. Ég þarf að sætta mig við það, takast á við tilfinningarnar sem því fylgja.

Tómleikinn sem hefur nagað mig að innan undanfarin ár, hann fer ekkert nema að ég skori hann á hólm.

Þó að ég vildi óska að ég þyrfti ekki að standa í þessu bulli, að ég gæti bara vaknað og haldið áfram með líf mitt eins og ekkert hafi ískorist. Þá get ég það ekki.

ég þurfti að vinda ofan af sjálfsniðurrifinu sem var á fullu gasi í höfðinu á mér
ég þurfti að horfast í augu við martröðin og takast á við afleiðingar hennar.
ég þarf að díla við afleiðingar gigtarinnar á hverjum degi, takast á við hvern dag með verkjuð og með skerta hreyfigetu
ég þarf að komast yfir óttann að vera bara ég
ég þarf að öðlast sjáflstæði mitt aftur, að þora að vera ein og óháð

Monday, September 22, 2014

Lífið

Ég er búin að sveima í kringum tölvuna í allan dag. Ávallt fundið mér annað til dundurs en að skrifa. Það er svo margt búið að dynja á undanfarin tvö ár og mér reynist það erfitt að fara yfir liðin ár. Enn erfiðara er að horfast í augu við daginn í dag. Við ástandið í dag. Við veruleikann í dag. Við lífið í dag. 

Ég er þrjátíu kílóum of þung, ég er enn með martraðir út af nauðguninni, ég er enn hundveik. Mér finnst ég hafa brugðist, klúðrað málunum. Mér finnst að ég hefði ekki átt að missa tökin á átinu, hefði átt að vera betra nauðgunarfórnarlamb og verið betri sjúklingur.

Ég er byrjuð í endurhæfingu og ég finn að ég streitist á móti. Ég á erfitt með að stíga inn í nýtt líf. Ég er búin að vera svo lengi á hliðarlínunni. Skipuleggja líf mitt í kringum aðra að ég hef ekki spurt sjálfan mig í langan tíma hvað ég vil gera og hvernig ég ætla að ná mínum markmiðum. 

Á morgun, á morgun, á morgun er mantran eða þegar að.., þegar að.., þegar.., 

Þær skiptast á

Ég forðaðist að setjast niður því ég vildi ekki horfast í augun við allt saman og kannski sérstaklega það sem fer ekki á alnetið. 

Sunday, September 21, 2014

Allt í steik

Líf mitt er í steik
Allt er í klessu
Ég missti tökin


Síðustu ár hafa verið í klessu, ég hef verið í slökkvistarfi, átt erfitt með að viðurkenna allt.

nauðgun
kvíði
ofsakvíði
heimavinnandi
þunglyndi
hjónbandserfiðleikar
kjarkleysi
ósjálfstæði
ofát
hræðsla við höfnun
barn
aftenging
hliðarsjálf
hliðarveruleiki