Monday, September 29, 2014

Áhrif sykurs

Í gær drakk ég græna drykk, þann fyrsta í langan tíma. Í gær var ég óvenju hress, ég borðaði líka óvenju lítið af óhollustu.

Í dag finn ég hvernig verkirnir læðast upp um kálfann og sköflunginn, hvernig ökklinn kvartar og bólgnar út og öll skilningarvitin beina athyglinni að ökklann sem í huganum byrjar að bólgna og bólgna út í takti við sársaukann.


Í dag

er stóra stundin runnin upp


hún hefur oft komið áður, oftar en ég man, oftar en ég vil muna en hún er hér ef ég vil vinna vinnuna, takast á við sykurpúkann, takast á við vanlíðunina, takast á við veikindin, takast á við heilsuleysið, takast á við nauðgunina,losna undan vanlíðuninni, losna undan þráhyggjukenndum hugsunum um mat, losna við samviskubitið, losna við óánægjustimpilinn.

No comments:

Post a Comment