Monday, September 29, 2014

Fitubollan ég

Ég, 29. september, 2014

95,2 kg
Ég vildi að ég hefði tekist á við áföllin og erfiðleikana öðruvísi. Af veikum mætti reyni ég að áfellast ekki sjálfan mig. Það þýðir víst lítið að fást um orðin hlut. Ég á erfitt með að skilja hvernig þetta gerðist en á sama tíma þá veit ég eiginlega ekki hvernig þetta hefði átt að fara öðruvísi. Þrjátíu kíló af áföllum, erfiðleikum og óhamingju. 


Kvillalisti: sórías, sóragigt, fjölblöðruheilkenni, hækkaður blóðsykur, hækkuð lifragildi, viðvarandi verku hægra megin í kviðarholi, svæsin vöðvabólga, bjúgur,  þrálátt kvef og hálsbólga. Sóragigtin fær sér dálk: Verkir hér og þar um líkamann, meira hægra megin: ökkli, hné, mjöðm, bak, háls, kjálkaliður, olnbolgi, sjalvöðvi, öll höndin, úlniður, fingur. Ég á gífurlega erfitt með allar hreyfingar. Ég get ekki skrifað með blýanti, lítið gengið, engin hlaup, erfitt með setur, erfitt með að standa. Um leið og ég hreyfi mig eitthvað þá fæ ég verki í viðkomandi lið, vöðva, líkamshluta.

Ég finn mikin mun á mér eftir að ég byrjaði á Humira. Það er erfitt að koma honum í orð en ég er að öðlast nýtt líf. Verkirnir eru engan veginn jafn slæmir.
 
ógnvænlegar tölur
háls: 38 cm
hönd: 35 cm
bak: 106 cm
brjóst: 128 cm
brjósthol: 99 cm
mitti: 110 cm
magi: 129 cm
mjaðmir: 124 cm
rass: 116 cm
læri: 67,5 cm
læri: 48 cm

No comments:

Post a Comment