Monday, September 22, 2014

Lífið

Ég er búin að sveima í kringum tölvuna í allan dag. Ávallt fundið mér annað til dundurs en að skrifa. Það er svo margt búið að dynja á undanfarin tvö ár og mér reynist það erfitt að fara yfir liðin ár. Enn erfiðara er að horfast í augu við daginn í dag. Við ástandið í dag. Við veruleikann í dag. Við lífið í dag. 

Ég er þrjátíu kílóum of þung, ég er enn með martraðir út af nauðguninni, ég er enn hundveik. Mér finnst ég hafa brugðist, klúðrað málunum. Mér finnst að ég hefði ekki átt að missa tökin á átinu, hefði átt að vera betra nauðgunarfórnarlamb og verið betri sjúklingur.

Ég er byrjuð í endurhæfingu og ég finn að ég streitist á móti. Ég á erfitt með að stíga inn í nýtt líf. Ég er búin að vera svo lengi á hliðarlínunni. Skipuleggja líf mitt í kringum aðra að ég hef ekki spurt sjálfan mig í langan tíma hvað ég vil gera og hvernig ég ætla að ná mínum markmiðum. 

Á morgun, á morgun, á morgun er mantran eða þegar að.., þegar að.., þegar.., 

Þær skiptast á

Ég forðaðist að setjast niður því ég vildi ekki horfast í augun við allt saman og kannski sérstaklega það sem fer ekki á alnetið. 

No comments:

Post a Comment