Saturday, September 27, 2014

Risastórt sjálfsvorkunarkast

Þrátt fyrir góðan ásetning þá gengur mér illa að takast á við sykurpúkann. Allt sem aflaga fer í lífinu þessa dagana er bætt upp með vænum sykurskammti. Verst er að samviskubitið og vanlíðan lætur á sér kræla á meðan átinu stendur. Vellíðan sem ég hafði hugsað mér að fá með sykurskammtinum dugar svo grátlega stutt. Hún dugar ekki einu sinni út átið.

Hvað gerðist svo í gær. Í sjálfu sér ekkert nýtt en á hverjum degi gerist eitthvað eða gerist ekki sem verður til þess að ég fæ það út að ég megi fá mér óhóflega mikið af sykri til að bæta mér upp vonbrigðin. 

af hverju ég, af hverju þurti ég að veikjast aftur, af hverju er ég enn veik. 
af hverju ég
af hverju ekki égNo comments:

Post a Comment