Sunday, October 12, 2014

Ég er allt í lagi.
Ég er ekki vond manneskja.
Ég er ekki með óhóflegar kröfur.
Ég er ekki að gera neitt rangt.
Ég er í óeðlilegum aðstæðum.
Ég á rétt á að komið sé fram við mig af virðingu.
Ég á rétt á að tjá tilfinningar mínar, jafnvel þó að það sé á hverju kvöldi.
Ég á rétt á að tjá tilfinningar mínar,
Ég á rétt á að tjá tilfinningar mínar.

Saturday, October 11, 2014

Sóragigt

Í ár eru 10 ár síðan ég veiktist. 
10 ár af verkjum. 


Ég man ekki lengur hvernig það er að finna ekki til.  Ég á erfitt að ímynda mér verkjalausar hreyfingar. Á sama tíma man ég eftir mér fimm ára að leika mér í Urðarbrautinni. Ég get rifjað upp hvernig mér leið við leik og störf en minningar um líf án verkja er algerlega þurkkað úr minni mínu. Mér finnst að ég ætti að muna hvernig það var að vakna og fara á fætur án þess að finna til. En ég man það ekki. Ef það rofar til þá stend ég á öndinni, þori ekki að slaka á af ótta við að verkirnir versni aftur. 

Þeir hafa þó lagast,
mjög mikið. 
Ólýsanlega mikið
Þeir blossa bara hundraðfalt upp við áreynslu, hreyfingu, eitthvað. 

Á tímabili var ég svo upptekin af mat og áhrifum hans á gigt að mér byrjaði að líða líkt og að ég væri ekki með sjúkdóm heldur væru verkirnir/hreyfingarleysið sjálfsáskapað. Ég væri of neikvæð, brosti ekki nóg, væri með rangt hugarfar, borðaði ekki réttan mat. Ef ég væri jákvæð og borðaði réttan mat þá yrði ég frísk. 

Í raun og veru afneitaði ég sóragigtinni og tók 100% ábyrgð á vanheilsu minni. Það mikla að ég þegar ég loks skipti um lyf og fór á lyf sem drógu úr virkni sóragigtarinniar þá trúði ég varla að það gæti gerst. Í kollinum hljómuðu fullyrðingar um að veikindin stöfuðu af neikvæðu hugarfari og röngu matarræði. 


Hvernig skal hefja lífið á nýjan leik.

Hvernig á ég að byrja aftur?

Thursday, October 9, 2014

óhjálpleg hegðun:
tilfinningaát-ofát
fara óvarlega með peninga
 

Framundan/markmið:
endurhæfing
grennast
verða frísk
hollur matur

úfffffff og aftur úúfffffff

Það gengur ekkert upp hjá mér þessa dagana. Ég er búin með einn mánuð í endurhæfingu, ég hef ekki náð tökum á mataræðinum og er búin á því. Ég nenni ekki endurhæfingunni, ég hef engan kraft til að sinna bæði endurhæfingu og heimili.

Ég næ ekki að horfa á þann árangur sem ég þó næ.

ég veit ekki hvað ég á að gera núna.
ég veit ekki hvernig ég á að ná að samræma endurhæfingu, mat og heimili. 

Það er engin upphefð né partýlæti við að breyta vondum hefðum. Það er leiðinlegt og erfitt.

Monday, October 6, 2014

Yndisleg helgi að baki með góðum vinkonum.

Mér líður eins og ég hafi komist aðeins nær sjálfri mér.