Saturday, January 10, 2015

Vinstri GIGTARfótur

Ég átti mjög erfiða nótt. Vinstra lærið lét öllum illum látum og hélt fyrir mér vöku í alla nótt. Það er langt síðan ég hef fengið jafn slæmt verkjakast. Í hvert sinn og eftir því sem líður lengra á milli finnst mér verkjaástandið verða súrelískt. Ég á erfitt að ná utan um allan þann sársauka sem hríslast upp eftir þeim líkamspart hverju sinni. Hvernig stendur á því að óbærirlegir verkir byrja, gerði ég eitthvað vitlaust. Ég skil ekki ennþá hvaða ferli fer af stað í líkamanum og af hverju koma verkirnir, af hverju koma þeir aftur og aftur. Hvers vegna varð vinstri fóturinn svona slæmur akkúrat á þessum tímapunkti? Hvað veldur, hvers vegna er fóturinn í semílagi eina stundina en næstu engist ég um af kvölum?

Ég er saltvond vegna verkjanna í nótt. Ég hélt að grátverkjunum hefði verið úthýst fyrir full og allt. Það reyndist tálsýn ein og er ég lá á mottunni í nótt með rúlluna góðu og reyndi að rúlla verkina burt varð ég reið.